Í samræmi við að minnka áreitið.

Þeim, sem fara í meðferð, er ráðlagt eindregið að halda sig frá aðstæðum, þar sem er mikið áreiti. 

Starf fréttamanna í fréttum og fréttaskýringaþáttum er streitustarf með miklu álagi og áreiti. Undir þessari pressu vex löngun reykingamanna í sígó og átvagla í mat.

Ég var 67 kíló þegar ég hóf störf sem fréttamaður í Sjónvarpinu og þyngdist strax um 13 kíló.

Einn núverandi Alþingismaður var fréttamaður á árum áður. Hann ritar á ritvél með einstæðri fingrasetningu, átta fingrum í stað tíu. 

Ástæða? 

Hann varð að hafa tvo fingur tiltæka til að halda á sígarettunni þegar streitan var mest. 

Hann hætti að reykja þegar pakkarnir voru orðnir tveir til þrír á vinnudegi en fingrasetningin er óbreytt. 

Hann aldrei heima heldur bara í vinnunni og hélt að þannig gæti hann takmarkað reykingarnar.

En svo sá hann að hann reykti bara þeim mum meira í vinnunni.

Þegar hann ákvað að hætta að reykja í beinni útsendingu í Kastljósi sögðu börnin hans heima: "Af hverju reykir pabbi?"

Eftir meðferð forðast alkar og dópistar bari og umhverfi þar sem neysla er í gangi.

Varla er hægt að gera fyrrum reykingamanni meiri grikk en að bjóða honum í bíó með einhverri af gömlu myndunum þar sem allir eru meira og minna reykjandi.  


mbl.is Sigmar kveður Kastljósið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann á samúð mína alla Ómar. Sigmar var áræðinn og sótti fast að fólk, sérstaklega þegar að honum eða þeim siðapostulum í Kastljósinu fundu eitthvað sem að betur mátti fara. Oft hljómaði orðið spilling. Er það spilling að hann flytjist í innistarf eða starf sem kann að henta betur? Eru einhverjar skráðar reglur um þetta. Ég velti fyrir mér öðrum starfsmönnum í þjónustu hin opinbera bjóðist sömu leiðir. Ég veit að þetta er bögg en það væri gott að fá álit þitt á því.

Kveðjur

Guðmundur

Guðmundur (IP-tala skráð) 6.7.2015 kl. 22:09

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég veit ekki í hvaða önnur verkefni hann fer en það er mikill misskilningur ef þú heldur að það verði eitthvert gutl.

Fjöldi krefjandi starfa er hjá RUV sem þarfnast duglegs hæfileikafólks án þess að því fylgi sá daglegi hamagangur, ofurstreita og kapphlaup við tímann sem er eðli daglegra frétta og fréttaskýringaþátta. 

Ég hef sjálfur oft farið úr fréttum tímabundið á ferli mínum til að vinna að þáttum eins og Stiklum, sem eru allt annars eðlis en hamagangur fréttanna.

En kannski lítur fólk utan húss þeim augum á þessa þáttagerð að hún hafi verið fáfengilegt dund.

1983 lét dagskrárstjóri frétta- og fræðsludeildar Sjónvarpsins mig fara úr fréttum í nokkrar vikur til að einbeita mér að gerð 100 mínútna myndar í tilefni af 200 ára afmæli Skaftárelda.

Kannski líta einhverjir á slíka vinnu sem krefst undirbúning, gagnasöfnunar, og handritsritunar sem einhvert lágkúrulegt dútl en eðli þáttagerðar af þessu tagi er bara allt annað en "harkið" í fréttunum.   

Ómar Ragnarsson, 7.7.2015 kl. 00:15

3 identicon

Skil málið Ómar. Það sem ég var var að velta fyrir mér var hvernig væri staðið að þessum málum hjá ríkinu almennt. Auðvitað er ekkert ólöglegt við það að menn fari í annað starf en ég hef líka séð að opinberir starfsmenn hafi ekki átt afturkvæmt vegna persónulegra vandamála. Það er alltaf gott að halda í gott fólk og það verða ríkisstarfsmenn að muna að þeir hafa atvinnuöryggi ++, á einkamarkaði hefðu kannski önnur lögmál gilt.

Kveðjur

Guðmundur

Guðmundur (IP-tala skráð) 7.7.2015 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband