Ný hagfræði lífsnauðsyn fyrir mannkynið fyrir löngu.

Hagfræðin sem öll ríki heims telja sig knúin til að leggja sem grundvöll fyrir efnahagslífinu byggist á endalausum veldisvaxandi hagvexti, sem allt eigi að miða við.

Augljóst er að forsendurnar eru rangar, að auðlindir jarðar séu ótakmarkaðar.

Það eru þær ekki og aldrei hef ég heyrt það útlistað betur en í fyrirlestri, sem Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessuor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands hélt á Degi íslenskrar náttúru árið 2011.

Þar kom ekki aðeins fram hvernig helstu jarðefnaeldsneytistegundirnar eru og verða að ganga til þurrðar, olían hraðast, heldur líka ýmsir málmar og efni, sem aldrei er minnst á, svo sem fosfór, sem er mjög mikilvægur fyrir landbúnað og íðnað. 

Um mörg þessi efni gildir, að æ erfiðara og dýrara verður að finna þau og nýta og þar með hrynur grundvöllurinn undir hinum stanslausa hagvexti. 

Að baki fyrirlestrinum bjó augljóslega mikil heimildavinna, sem Kristín Vala hefur haldið gangandi síðan og er nú að skila sér í verðskulduðum styrk til hennar til þess að vinna áfram að nýrri hagfræði, sem er fyrir löngu er orðin lífsnauðsyn fyrir mannkynið, eigi það að komast í gegnum 21. öldina án vandræða sem gera allar styrjaldir 20. aldarinnar að smámunum.  


mbl.is 500 milljónir til þjálfunar doktorsnema
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hagfræði fyrir Ríkisrekstur er ekkert öðruvísi en heimilisreksturinn, það á ekki að eyða meiri fjármunum en kemur inn.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.7.2015 kl. 16:28

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Margbúið að benda þér á þetta, Ómar Ragnarsson:

Hagvöxtur til frambúðar
veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007

Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OEC

Þorsteinn Briem, 7.7.2015 kl. 16:31

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.

Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."

En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.

Þjónusta
- Vörur

Þorsteinn Briem, 7.7.2015 kl. 16:33

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hversu mörg stóriðjufyrirtæki verða annars staðar en í Hafnarfirði, Helguvík, á Grundartanga, Húsavík og Reyðarfirði?!

Hvernig ætla Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn þá að auka hér hagvöxt?!

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Þorsteinn Briem, 7.7.2015 kl. 16:34

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 7.7.2015 kl. 16:37

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í gær:

"Júní síðastliðinn var met­mánuður í kaup­um Seðlabank­a Íslands á gjald­eyri, þar sem 198 millj­ón­ir evra voru keypt­ar en það sam­svar­ar ríf­lega 29 millj­örðum króna."

"Þetta kem­ur fram í Morgun­korni Grein­ing­ar Íslands­banka, þar sem bent er á að gjald­eyri­s­kaup­in end­ur­spegli að stó­rum hluta mikið inn­flæði gjald­eyr­is vegna þjón­ustu­viðskipta."

Met­mánuður í gjald­eyri­s­kaup­um

Þorsteinn Briem, 7.7.2015 kl. 16:38

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það þarf því enga "nýja hagfræði".

Þorsteinn Briem, 7.7.2015 kl. 16:45

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Breyttur hugsanaháttur en ekki ný hagfræði:

Í dag:

Flugvellir og bílar víkja í borgum Evrópu

Þorsteinn Briem, 7.7.2015 kl. 16:50

10 identicon

Já, lengi hefur fólk beðið eftir nýrri hagfræði, en einhvern vegin hafa háskólar í nútímanum sjaldnast haft bein áhrif á stærstu byltingarnar í nýtingu þekkingar.  Mig hefur alltaf grunað að það vanti eitthvað annað en doktorsgráður í jöfnuna.

Hvaðan fengu game-changers eins og James Watt, Joule, Shockely/Bardeen/Brattain, Edison, Whittle, von Braun innblástur og metnað til að virkja þekkinguna. Í mörgum tilvikum stóðu háskólar beinlínis í vegi fyrir slíku fólki. Í dag er Elon Musk e.t.v. einn þeirra. Slíkur karakter er of sjaldgæfur og mig grunar að það hafi eitthvað að gera með rótgróinn elítisma og annað afturhaldshugarfar.

Jonsi (IP-tala skráð) 7.7.2015 kl. 19:26

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hver mannskepnusál fæðist með lífgjafa-ljósarafstöð í líkamskerfinu sínu.

Hver erum við, ef við erum of stolt og eigingjörn, til að biðja þessa alheimshleðsluorkustöð kærleikans ó-eigingjarna um að hlaða kærleiksljóssins rafgeymi hjartasálar líkama okkar? Sem við fæddumst með við lífsneistans fyrstu tilveruna fyrirhuguðu á lífsins-skóla-jörðinni.

Við fæddumst ekki til þessarar jarðar til að reka spilavíti kauphalla jarðarinnar, og við fæddumst ekki til jarðarinnar til að vera svikin fórnarlömb fjárfestingasvikara, banka og Kauphalla-Nígeríusvindlara djöfulsins, sem ræna og drepa hjartans kærleikssljós heiðarlega þrælandi einstaklinga. Og stunda svo nauðgunaruppboð, sem á hvítflibbanna máli er kallað nauðungaruppboð siðmenntaðra samfélagsþjóna? Skilum skömminni til þeirra sem eiga hana!

Ég ætlast til að löglærðir einstaklingar og dómarar íhugi tilgang sinn og annarra hér á jörðinni, meðan enn er smá tími til íhugunar um tilganginn með jarðlífinu.

Það er ekki til of mikils ætlast.

Það má engan tíma missa, ef kærleikslögmáls-íhugun valdamanna á að skila einhverjum möguleika á afstýringu vetnistilrauna-kjarnorku-geimtilraunanna jarðartortímandi.

Ég bið Guð alheimsgóðu orkunnar og allar alvitrar góðar vættir að leiðbeina fólki við að bjarga því sem bjargað verður. Áður en það verður of seint.

Tíminn er naumur á hraðri, ó-jarðtengdri og siðblindri ofurhraðatækniöld, sem ekki veit sinnar hjartans sálar tilgang og kærleikshugsjón hér á jörð. Tækniþróun er einungis möguleg til góðs, ef kærleikur og siðferði ræður för. Þeirri staðreynd breytir enginn. Annað hvort skilur fólk þessa staðreynd eða ekki. Við lifum á jörðu sem er: valfrjáls: Einstaklingsfrelsisins Lífsins Skóli Móður Jarðar.

Þessu einstaklingsfrelsi fylgir sú mikla ábyrgð að virða eigið líf, tilverufrelsi og sjálfstæðisábyrgð eftir bestu getu og vilja, svo lengi sem það frelsi skerðir ekki annarra getu til lífs/tilverufrelsis.

Þannig eru meðfædd tilverufrelsismörk siðferðisins á jörðinni.

Því miður eru leyfðar torfærukeppnisíþróttir jarðar-raskandi, olíudrekkandi og umhverfismengandi blikkbelja hér á jörðu. Það samræmist ekki klíkukerfisins "umhverfisverndarkröfum" allra hjáróma, tækifærissinnaðra og gráðugra, Guðlausra og Djöflanna markmiðs-stjórnlausu!

Hvernig væri að fara að vakna í eigin samviskuhjarta samkvæmt sanngirninnar og réttlætisins baráttu, fyrir jörðina alla og heimssamfélagið?

Ég ætla að gera mitt besta meðan ég get, þrátt fyrir mitt núll komma núll, í virta utanbókar-páfagaukavitringanna "visku"lærdóm.

Ég miðla leiðbeindum viskuskilning mínum, ef einhverjum gæti gagnast til góðs. (Visku sem ég fæ í gegnum einlæga bæn til andanna miklu og góðu, til hins besta fyrir alla).

Ég er ekki til gagns án góðu leiðbeinendanna, og það gildir trúlega um fleiri jarðarbúa en mig.

Fáir vilja trúa því að þeir sjálfir séu ekki einfærir hér á bankabólu-jörðinni í hjörðinni "veltengdu", og jafnvel trúa því að þeir sjálfir tilheyri hringborði Drottins alheimsins, hér á jörðu?

Og það án umbeðinna kærleiksleiðbeininga andanna miklu og góðu hér á jörðu? Eða hvað?

Sjúkdómarnir eru margir, og heilararnir eru bannaðir?

Sumir siðmenntaðir ráðamenn segjast vera kristnir, og vilja kristin gildi? Hver er hann, þessi valdamanna-Kristur? 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.7.2015 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband