"Þetta er bara hver annar sandur."

Ofangreind orð mátti sjá sem athugasemdir við pistil með myndum um svakalegar afleiðingar utanvegaaksturs í Krepputungu í fyrrasumar. Þetta er þó aðeins hluti spólfaranna á svæðinu. Krepputunga. akstursskemmdir

Þar háttar svo til að dökkar klappir og hraunbríkur skaga upp úr gulhvítum vikri, sem kom úr eldgosum í Öskju og myndar landslag, sem á engan sinn líka í heiminum. 

Svæðið er verðskuldað innan Vatnajökulsþjóðgarðs. 

Þegar bílstjóri spólar í hringi í þessum sandi, myndast svört hjólför í gulum vikrinum, vegna þess að hjólin komast niður úr vikrinum og röta svörtum sandi upp.  

Það er jafn útilokað að færa þetta til fyrra horfs og að græða spólför í viðkvæmum háfjallamosa. 

Víða verða svona för óafmáanleg í áratugi og aldir og þetta er ekki bara hver annar sandur eða mosi. 

Ef hægt er að afgreiða svona lagað með slíku orðalagi, mætti alveg eins segja ef menn brytu niður Dimmuborgir eða veggi Almannagjár eða sprengdu Hallgrímskirkju í loft upp: "Þetta er bara hvert annað hraun" eða "þetta er bara hver önnur steinsteypa." 

Munurinn er þó sá að hægt væri að byggja Hallgrímskirkju á ný en hvorki Dimmuborgir né Almannagjá.

En svo er að heyra og sjá að margir telji það sjálfsagt mál og hluti af frelsi okkar að við getum tekið alls staðar og hvar sem tekið það í eigin hendur að útleika heilu svæðin á þennan hátt með óafturkræfum afleiðingum. 


mbl.is Hjálpar að mynda utanvegaakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband