Hlaut að koma um síðir.

Á ferðalagi um Arches þjóðgarðinn í Utah í Bandaríkjunum fyrir 16 árum mátti sjá rútuhótel á ferð og sú spurning vaknaði hvort eða hvenær þetta fyrirbæri kæmi til Íslands.

Nú hefur það loksins gerst og þessi hliðstæða skemmtiferðaskips, nokkurs konar skemmtiferðaskip á þurru landi, er komið í rekstur hér á landi.

Að því hlaut að koma og merkilegt að það skyldi ekki gerast fyrr.  


mbl.is Rútuhótelið keyrir hringinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rútur og trukkar af svipaðri gerð hafa verið hér á sumrin alla þessa öld.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 15.7.2015 kl. 18:58

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi og er þar í 235. sæti.

Röð landa eftir þéttleika byggðar

Hér á Íslandi dvelja um 1,3 milljónir erlendra ferðamanna á þessu ári, 2015.

Hver erlendur ferðamaður dvelur hér á Íslandi í eina viku og því eru hér að meðaltali nú í ár um 25 þúsund erlendir ferðamenn á degi hverjum allt árið á öllu landinu.

Um níu af hverjum tíu Íslendingum ferðast hér innanlands á ári hverju og gista að meðaltali tvær vikur á þessum ferðalögum.

Að meðaltali eru því um þrettán þúsund Íslendingar á ferðalögum hér innanlands á degi hverjum, einungis um tvisvar sinnum færri en erlendir ferðamenn.

Þorsteinn Briem, 18.7.2015 kl. 18:08

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í gær:

"Ákveðin hættumerki um þenslu eru í byggingariðnaðinum, segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Afar mikilvægt sé að endurtaka ekki sömu mistök og á árunum 2004 til 2007.

Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að farið sé að bera á þenslu og ýmsum hættumerkjum í efnahagskerfinu.

Ýmis þenslueinkenni séu farin að gera vart við sig á nýjan leik en efnahagslífið sé jafnframt heilbrigðara en áður.

"Efnahagsreikningur fyrirtækja er miklu heilbrigðari," segir Þorsteinn.

"Betra jafnvægi er á viðskiptum við útlönd, verðbólga er lítil ennþá og margt sem nýtist okkur mjög vel.

Útflutningsgreinar okkar eru mjög heilbrigðar og hafa verið að þróast mjög jákvætt en lítið má út af bregða í svona stöðu til þess að við missum gott ástand í efnahagslífinu yfir í hefðbundna ofþenslu."
"

Hættumerki um þenslu

Þorsteinn Briem, 18.7.2015 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband