Gott hjá Sigmundi Davíð.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var meðal öflugustu manna, sem ollu straumhvörfum í hugsun okkar varðandi skipulag og byggingar í Reykjavík þegar hann kom heim með fjölmargar myndir og gögn um reynslu annarra þjóða varðandi slík mál og sýndi þær og útskýrði í sjónvarpi. 

Þetta var afar vel að verki staðið hjá honum og gagnaðist þeim málstað vel, sem hafði fyrst fest rætur hér á tíma Torfusamtakanna en átt erfitt uppdráttar oft á tíðum síðan.

Skipulag þess svæðis þar sem fyrsti landnámsmaðurinn lagði að landi hefur verið mér afar hugleikið alla tíð og í eina tíð sýndi ég hugmyndir um það hvernig þarna gæti verið aðstaða fyrir víkingaskip og til að líkja eftir þessari athöfn á hverju ári á sérstakri hátíð.

Til að svo megi verða verður að vera lágmarks rými fyrir hendi og hliðstæðu má til dæmis sjá við hið heimsfræga óperuhús í Sydney.

En nú virðist maður ganga undir manns hönd að byrgja fyrir útsýni til Hörpu, Kollafjarðar og Esjunnar með því að hrúga þarna niður byggingum sem eiga þar ekkert erindi.  


mbl.is Gagnrýnir áform Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... þar sem fyrsti landnámsmaðurinn lagði að landi .."

Ómar Ragnarsson veit sem sagt hvar "fyrsti landnámsmaðurinn" lagði að landi.

"Víkin eða Reykja(r)vík er heiti á vík í suðurhluta Kollafjarðar í Faxaflóa. Hún nær frá Laugarnesi í austri að Örfirisey í vestri."

Þorsteinn Briem, 22.7.2015 kl. 20:57

2 identicon

Bölvað klúður

nú getur ´"þjóðin" ekki verið á móti þessari byggingu

því þá er hún í liði með Sigmundi Davíð

og það er víst ekki í tísku

hjá heilalausu mótmælendunum

Grímur (IP-tala skráð) 22.7.2015 kl. 20:59

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

".. byrgja fyrir útsýni til Hörpu, Kollafjarðar og Esjunnar ..."

Vilji menn fá gott útsýni til Kollafjarðar og Esjunnar er best að fara á efri hæðir Hörpu eða gerast seðlabankastjóri.

Þorsteinn Briem, 22.7.2015 kl. 21:02

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Næstu hús við byggingarreitina sitt hvoru megin við Geirsgötuna eru stórhýsi á íslenskan mælikvarða, Harpa, Seðlabankinn og Tollhúsið.

15.5.2015:

"Framkvæmdir eru hafnar við Tollhúsið í Reykjavík en þar verða reistar áttatíu íbúðir auk verslunar- og skrifstofuhúsnæðis."

Byggingaframkvæmdir við Tollhúsið

Þorsteinn Briem, 22.7.2015 kl. 21:14

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var meðal öflugustu manna, sem ollu straumhvörfum í hugsun okkar varðandi skipulag og byggingar í Reykjavík þegar hann kom heim með fjölmargar myndir og gögn um reynslu annarra þjóða varðandi slík mál og sýndi þær og útskýrði í sjónvarpi."

Sigmundur Davíð var ekki einu sinni fæddur þegar Torfusamtökin voru stofnuð.

Þorsteinn Bergsson
, framkvæmdastjóri Minjaverndar og náfrændi minn, hefur hins vegar haft mikil áhrif í þessum efnum.

Þorsteinn Briem, 22.7.2015 kl. 21:33

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjöldinn allur af gömlum húsum hefur verið gerður upp og er verið að gera upp í miðbæ Reykjavíkur án atbeina Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, til að mynda við Aðalstræti, Hafnarstræti, Austurstræti, Kirkjustræti, Lækjargötu, Skólavörðustíg, Laugaveg og Hverfisgötu.

En menn njóta þess nú ekki mikið að skoða þessi uppgerðu hús akandi framhjá þeim til að kanna hvort þeir sjá þar einhverja sem þeir þekkja, þegar menn eiga að hafa augun á götunni.

Hins vegar er sjálfsagt að reisa gosbrunn í Tjörninni í líki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þar sem hann pissar út í loftið í samkeppni við brunnmíginn í Brussel, Manneken Pis.

Og Ómar Ragnarsson er áreiðanlega tilbúinn að kosta smíði og rekstur þessarar afsteypu átrúnaðargoðsins.

Þorsteinn Briem, 22.7.2015 kl. 21:57

7 identicon

Ótúleg hugmynd að fara að troða þessu bákni á þennan reit.

Enn og aftur og í beinu samhengi við varðveislu hálendisins, að þó þetta sé með verðmætustu fermetrum í borgarlandinu þá verðum við að meta þá með víðerni í huga og gera þá svolítið græna svo hægt sé að njóta.

Bankastjóri Landsbankans og bankaráðsfólk sem er að ýta þessari hugmynd á braut er allt í vinnu hjá okkur og ég segi fyrir mig.

REKUM ÞAU ÖLL !!!!!!!!!!!!!!!!!

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 24.7.2015 kl. 07:08

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Arnarhóll er stórt grænt svæði rétt fyrir ofan þessa óbyggðu reiti við höfnina, þar sem stór bílastæði voru.

Og stórir bílakjallarar verða undir húsum á þessum nú óbyggðu reitum.

Þorsteinn Briem, 24.7.2015 kl. 13:04

9 identicon

Er kannski ekki að meina beint grænt svæði Steini, heldur opið.

Hálendið er heldur ekki yfirleitt gænt heldur meira eða minna svart en samt yndislegt af því það er opið.

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 24.7.2015 kl. 17:13

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stórt bílastæði var á þessum óbyggða reit neðan við Arnarhólinn og ekki hefur mátt hrófla við bílastæðum án þess að Sjálfstæðisflokkurinn og Ómar Ragnarsson skæli sig í svefn.

Arnarhóll, Hörputorg, Lækjartorg, Ingólfstorg, Austurvöllur og Hljómskálagarðurinn eru opin svæði, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og Ómar Ragnarsson geta spriklað að vild en sjást ekki gangandi í miðbæ Reykjavíkur.

Þorsteinn Briem, 24.7.2015 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband