Svolítil Lúkasarlykt af málinu?

Stóra utanvegarakstursmálið virðist nú vera að gufa upp. En sýnir, að þegar flugusagnir fljúga geta fjaðrir orðið að hænum og hundur, sem kemur fram sprelllifandi, hafa verið drepinn á viðbjóðslega hryllilegan hátt. 

Á kvikmynd, sem flaug um netheima fyrir nokkrum árum, sýndist allmörgum að útlendingarnir sem tóku þær, hefðu framið stórfelld umhverfisspjöll. 

Erfitt var þó, þegar myndirnar voru skoðaðar betur, að sjá á óyggjandi hátt hvort það hefði verið gert, en umræðurnar urðu miklar engu að síður.

 

Hitt er svo annað mál, að stórkarlalegar auglýsingar á ævintýralegum möguleikum til að láta jeppatröll njóta sín á nær óþrjótandi vegu á víðernum Íslands og auglýsingar á þeim sem einstöku gósenlandi til að fara hamförum á torfærutröllum geta gefið ókunnugum rangar hugmyndir um eðli viðkvæmrar náttúru landsins og þörfina á að verja hana gegn spellvirkjum.  

 


mbl.is Hermennirnir brutu ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessir menn þyrluðu sjálfir upp þessu írafári með myndbirtingum og "afrekssögum" sínum af athöfnum sínum. Segja svo eftirá að þetta hafi bara verið sett á svið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.8.2015 kl. 17:39

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mikið rýkur nú moldin í logninu, hefði hún amma mín á Baldursgötunni sagt.

En nú heitir allt slíkt Lúkasarmál.

Mikill er Andskotinn og arfleifð Lúkasar kemur nú við sögu í sífellt fleiri málum hér á Klakanum.

En margir hrukku upp af standinum af því að skeina sig á Mogganum, sagði amma.

Það gerði prentsvertan.

Þorsteinn Briem, 19.8.2015 kl. 18:09

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Magnaðast finnst mér hve gjarnir menn eru á að hóta líkamsmeiðingum þeim sem þyrla upp smá sandi, eða eignatjóni hverjum þeim sem bendir á hve undarlegt er að hóta líkamsmeiðingum fyrir slíkt.

Sandur er víst heilagur í hugum margra.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.8.2015 kl. 20:09

4 identicon

Sjálfur er ég ekki mikill jeppakall, á ekki einusinni bíl. En ég skil ekki af hverju það má ekki úthluta einhverju svæði af víðáttu Íslands fyrir bíla- og mótorhjóladellufólk sem vilja spæna öllu upp. Ætli það myndi ekki gera mikið til að létta álagi af öðrum svæðum?

Sjálfsagt að menn fái að gamna sér við það sem þeir vilja, en við þurfum að passa að þeir séu ekki að skilja eftir sig skemmdir um allt land.

Davíð (IP-tala skráð) 20.8.2015 kl. 10:12

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Alveg rétt, Gunnar, og það sama á við um tilbúning ímyndarinnar um Ísland sem síðasta gósenland frelsisins til að geta birt afrekssögur með myndbirtingum af því að fara hamförum. 

Ómar Ragnarsson, 20.8.2015 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband