Eins og dagur og nótt.

Forsætisráðherra getur á stundum haft býsna mikil völd og áhrif en þó ekki svo mikil að hann geti með einni setningu opnað eða lokað öllum skemmtistöðum að næturlagi. 

En í hita leiksins, í þessu tilfeli hita leiksins utan leiksins, er skiljanlegt að menn láti ýmislegt flakka í fljótfærni.

Í fréttum mátti fyrst heyra að forsætisráðherrann hefði lofað landsliðinu á facebook að allir skemmtistaðir í miðborginni yrðu opnir um nóttina, en síðar brá því fyrir í hádegisfréttum að að ekki hefði verið sótt um leyfi hjá borgarstjóra til að hafa staðina opna að þess vegna hefði lögreglan lokað þeim. 

Sjálfsagt er að sýna misskilningi og aðgerðum lögreglu skilning, sem og fljótfærni SDG í hita leiksins skilning og umburðarlyndi, enda gæti dagskipun, - afsakið næturtilskipun Sigmundar Davíðs í anda Pútíns hafa verið sungin á þessa lund ef hún hefði verið gefin í enn meira stuði, en með sömu afleiðingum vegna misskilning:  

 

Tækifærið nú skyldi nýtt, - 

í nafni Simma sprengdur lás.

Barirnir opnir breitt og vítt,

bjórinn og snitturnar, svaka glás,  

veisluföngin veitast frítt, 

og vínið að sjálfsögðu "on the house." 

 

Þótt EM stæði þeim opið nú, 

of mikil var landsliðsins trú, -

lífsgleðin breyttist í leiða og sút

þegar löggan kom og henti þeim út. 

Því Dagur veit muninn á degi og nóttu, 

til Dags átti að leita´ef um leyfi þeir sóttu.

 

Nautnirnar umvafði næturdimma 

í nafni Dags en ekki Simma.  

 

 

 

 


mbl.is Lögreglan lokaði börum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Góður!

Þorsteinn Briem, 7.9.2015 kl. 13:07

3 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Þið eruð alveg ljómandi ágætir báðir tveir coolcool

Ragna Birgisdóttir, 7.9.2015 kl. 18:49

4 identicon

Dagur er alveg týndur þessa daganna

segja þeir blaðamenn sem hafa verið að leita að honum vegna fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar

Grímur (IP-tala skráð) 7.9.2015 kl. 19:22

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú er úti veður vott,
versnar ekki úr þessu,
ekki á hann Grímur gott,
að gifta sig í klessu.

Þorsteinn Briem, 7.9.2015 kl. 19:30

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson 28.8.2015:

350 nýjar íbúðir við Háskólann í Reykjavík.

"Það er ánægjulegt að uppbygging sé að hefjast á svæðinu í kringum Háskólann í Reykjavík. Um er að ræða byggingu námsmanna- og leiguíbúða fyrir nemendur HR, kennara og gistiprófessora, ásamt því að íbúðirnar geti nýst fyrir þau þekkingarfyrirtæki sem munu byggjast þarna upp í náinni framtíð.

Byggðin verður við rætur Öskjuhlíðar, sem gerir íbúum kleift að nota hana sem útivistarsvæði, og í nánd við ylströndina í Nauthólsvík.

Þessi tillaga er unnin eftir hugmyndasamkeppni um háskólagarða en alls verða þetta 350 íbúðir á fjórum reitum þannig að gera má ráð fyrir að talsverð þjónusta muni byggjast þarna upp."

Þorsteinn Briem, 7.9.2015 kl. 19:46

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson 28.8.2015:

"Hálfsársuppgjör borgarinnar var lakara en áætlanir stefndu að. Aðalástæðurnar eru minnkandi hagnaður OR [Orkuveitu Reykjavíkur] og tafir í lóðasölu.

Í A-hlutanum, sem er rekstur borgarsjóðs, fór snjómoksturinn fram úr um næstum 400 milljónir, enda verulega snjóþungur vetur og dýr aðkeypt þjónusta.

Sérkennsla í leikskólum fór talsvert fram úr áætlun, svo og launakostnaður vegna kjarasamninga ..."

Þorsteinn Briem, 7.9.2015 kl. 20:05

10 identicon

...ákaflega klassískt að þegar stjórnmálamenn eru með buxurnar á hælunum, þá blóðmjólka þeir atburði sem geta sýnt þá í jákvæðu ljósi. Síðan er það upp og ofan hvort þeim ferst það klaufalega úr hendi eður ei. Í tilviki SDG fór þetta eins illa og hjá 8. bekking sem missir hádegismatinn sinn í gólfið með þeim afleiðingum að stærðfræðikennarinn dettur í jukkinu og rófubeinsbrotnar..


Dagur komst einhvernveginn út úr þessu óskaddaður - enda hafði hann munninn lokaðan, þótt hann passaði sig á að vera þar sem ljósmyndarar fréttamiðla voru að þvælast.  Og síðan þetta með "kellingarnar", sem komist hafa tvívegis á stórmót án þess að fara á fyllerí og fá lögguna til að reka sig í háttinn..

jon (IP-tala skráð) 7.9.2015 kl. 22:37

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson 4.9.2015:

"Gærdagurinn var magnaður og þvílík stemmning í borginni. Hjörtun hömuðust á meðan á leik stóð og margir öskruðu sig hása til að fagna sigri á Hollendingum. Ég held að götunum hafi sjaldan verið slitið jafnlítið, því fólk gekk á skýi.

Sunnudagurinn er svo stóri dagurinn. Miðpunkturinn fyrir leikinn á móti Kazakstan og á meðan á leik stendur verður auðvitað í Laugardalnum. KSÍ og stuðningsmannasveitin Tólfan hafa verið að þróa það með glæsibrag undanfarin ár. Það er ótrúlega stemmnig að heyra og sjá stórar stuðningssveitir koma gangandi og syngjandi úr öllum áttum.

Á meðan á leik stendur verður stór skjár á Ingólfstorgi og allt til alls ef leikurinn fer vel, sem við auðvitað vonum. Ég hef verið spurður um ráðstafanir borgarinnar og þar sem ég er hjátrúarfullur með afbrigðum þegar fótbolti er annars vegar eigum við hvorki að fagna fyrirfram né að auglýsa hátíðahöld fyrirfram.

Veitingastaðir verða á sínum stað en með hefðbundna opnunartíma til kl. 1.00 í mesta lagi. Ég gæti hins vegar trúað að einhverjir þeirra myndu setja hátalara úr á stétt snemma kvölds ef sigur næst. Því þá verður auðvitað dansað á hverju götuhorni!"

Þorsteinn Briem, 8.9.2015 kl. 07:43

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson síðastliðinn föstudag:

"Við fengum kynningu á öryggisúttekt Isavia um lokun þriðju brautar Reykjavíkurflugvallar en í niðurstöðum segir að óhætt sé að loka henni þegar horft er til viðmiða Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO).

Fleira fróðlegt kom fram, meðal annars það að brautin hefur verið lokuð á löngum köflum í sumar því hún hefur verið notuð sem flugvélastæði fyrir einkaþotur.

Notkunarstuðull á vellinum án þriðju brautar reiknast 97% en alþjóðlegt viðmið er að hann eigi ekki að fara niður fyrir 95%.

Þegar metnar eru raunverulegar aðstæður, byggt á nákvæmum vindmælingum, ástandi flugbrautar, skyggni og skýjahæð og raunverulegri notkun í innanlandsflugi og sjúkraflugi er nýting vallarins miðað við að þriðju brautinni sé lokað enn betri, eða vel yfir 98%.

Lækkun nýtingar vegna lokunar þriðju brautarinnar reiknast um 0,6%.

Öryggisúttektin sýnir þannig að með mildunarráðstöfunum er ásættanlegt að loka þriðju brautinni.

Mikilvægt er að það gangi eftir, í samræmi við samninga ríkis og borgar þar um á undanförnum árum, nú síðast samning Reykjavíkurborgar og ríkisins sem samþykktur var einróma í borgarráði þann 31. október 2013."

Þorsteinn Briem, 9.9.2015 kl. 17:41

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.3.2001:

kosningunni, sem var rafræn, var hægt að kjósa á milli þriggja kosta.

Í fyrsta lagi að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri eftir 2016.

Í öðru lagi að flugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi var hægt að skila auðu."

Meirihlutinn vill flugvöllinn burt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins og staðsetningu flugvallarins

Þorsteinn Briem, 9.9.2015 kl. 17:58

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kosning um Reykjavíkurflugvöll fór fram og spurt var hvort flugvöllurinn ætti að fara af Vatnsmýrarsvæðinu eftir árið 2016 og eftir því hefur verið unnið og samningar gerðir á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins.

Þorsteinn Briem, 9.9.2015 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband