Aukaatriði gerð að aðalatriðinum.

Ýmis sagnfræðileg atriði eru þess eðlis, að aðalatriðin eru ljós og skýr og ofast afar langsótt að fara að leita að öðrum atriðum til að gera þau að aðalatriðum.

Með engu móti er hægt að halda því fram að Íslendingar hafi veitt Bobby Fisher hæli vegna velþóknar á Gyðingahatri hans.

Aðalatriðið var að hann var bannfærður á næsta langsóttan hátt fyrir það að hafa brotið gegn viðskiptabanni sem Bandaríkjamenn settu á vegna stríðs í fyrrum Júgóslavíu og hundeltur fyrir það.

Fisher var fyrst og fremst einhver mesti skákmeistari allra tíma og lét þann draum sinn rætast að tefla að nýju við Boris Spasskí.

Ekki var að heyra annað en að Íslendingar hefði mestu skömm á fáránlegri andúð Fishers á Gyðingum en létu þær tiktúrur hans og ýmsar aðrar ekki verða að aðalatriði.

Jafn langsótt er það að bannfæra eigi flutning og lestur Passíusálma Hallgríms Péturssonar á Íslandi vegna þess að þeir séu einhver sérstök ádeila á Gyðinga sem þjóð.

Alveg eins mætti segja að í trúnni á Jesúm Krist felist sérstök tilbeiðsla á þeirri þjóð sem fæddi af sér þennan merkasta Gyðing allra tíma og færði honum og kristnum mönnum í hendur hið Gyðingalega trúarrit Biblíuna, það er Gamla testamentið,

Að ekki sé nú talað um trú kristinna manna á hina heilögu postula og fólkið í kringum Krist, sem allt var Gyðingar.  


mbl.is Passíusálmarnir „fullir af hatri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

""Sú ákvörðun Íslend­inga að gefa rík­is­borg­ara­rétt til fyrr­um heims­meist­ar­ans í skák, Bobby Fischers, var enn ein skamm­ar­leg og and­gyðing­leg aðgerð Íslands.

Fischer, of­stæk­is­full­ur gyðinga­hat­ari af gyðinga­ætt­um, var í haldi í japönsku fang­elsi á þeim tíma og freistaði þess að forðast flutn­ing til Banda­ríkj­anna," seg­ir Ger­sten­feld meðal ann­ars í grein sinni."

19.1.2008:

"Það er kaldhæðnislegt að Bobby Fischer skuli deyja á sama degi og Davíð Oddsson, fyrrum utanríkis- og forsætisráðherra, fagnar sextugsafmæli sínu.

Fáir menn leiddu betur og af meiri krafti þá ákvörðun í gegnum stjórnkerfið að Fischer yrði íslenskur ríkisborgari."

Bobby og Davíð

Þorsteinn Briem, 21.9.2015 kl. 00:18

2 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Allt er þetta rétt og satt sem þú segir hér Ómar. Fischer var séni og við þakklát fyrir að hafa komið Reykjavík á kortið. Var einmitt að sjá kvikmyndina um Einvígi aldarinnar í bíóhúsi París. En kannski vissu Íslendingar ekki nægilega hvernig Bobby Fischer hafði í áratugi bölsótast gegn gyðingum og jafnvel stofnað útvarpsstöð til að koma hatrinu áleiðis. En hann var því miður fársjúkur maður og það held ég að menn hafi skynjað. 

Passíusálmarnir eru merkileg aldarheimild og barrokkbókmenntir en það er staðreynd að þeir eru uppfullir af gyðingahatri. Í Oberammergau í þýsku Ölpunum er líka haldið í fornar hefðir um páskana. Þar fara fram helgileikar þar sem gyðingum er formælt fyrir að hafa myrt frelsarann! Að hann var tekinn af lífi af Rómverjum virðist hafa farið fram hjá kirkjunnar mönnum í gegnum aldirnar.

Jesús var fæddur af gyðinglegri móður og var því samkvæmt lögum trúaðra gyðinga gyðingur! Ég læt faðernið liggja milli hluta. Rómverjar sögðu um það: Pater semper incertus! (Faðerni er alltaf óvíst!).

Hinn frábæri franski rithöfundur Romain Gary (eftir hann er til ein bók á íslensku sem hann skrifaði undir dulnefninu Emile Ajar)skrifaði mikið um afstöðu kristinna til gyðinga. Á einum stað stendur að þeir hafa í tvöþúsund ár hatað og ofsótt gyðinga, en fleygi sér sjálfir í duftið í lotningu fyrir gyðing sem þeir hafi tekið í guðatölu en sem Rómverjar krossfestu. (Tilvísun í La danse de Gengis Cohn eftir Romain Gary.Gary vissi um hvað hann var að tala. Hann fæddist sem gyðingur í Moskvu undir nafninu Roman Katsev, ólst upp í Varsjá en fluttist 17 ára til Nice í Frakklandi og barðist sem flugmaður gegn nasistum til stríðsloka (frá 1940 frá Englandi).

Sæmundur G. Halldórsson , 21.9.2015 kl. 00:21

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Oh, the Protestants hate the Catholics
And the Catholics hate the Protestants
And the Hindus hate the Moslems
And everybody hates the Jews"

Tom Lehrer - National Brotherhood Week - Myndband

Tom Lehrer was born in 1928 to a Jewish family

Þorsteinn Briem, 21.9.2015 kl. 00:57

4 identicon

Þetta með Fischer er leitt að sjá í máli Manfreds Gertenfelds því að það var augljóst hverjum sem vildi sjá og heyra að hann hafði tapað raunveruleikatengslum sínum og það leiddi hann meðal annars til snemmbærs dauðadags. 

Hins vegar þetta með Passíusálmana verður ekki hvítþvegið af þeim eða Hallgrími Péturssyni. Hann lærði auðvitað af trúarleiðtoga sínum, Lúther, en hann var mikil gyðingahatari lýsti þá feiga í sérstöku riti. Þessi skilningur var algengur á miðöldum og er skömm að rétt eins og skömm er að galdrabrennunum.  Ég skil ekki hvernig er hægt að lesa alla Passíusálmana með stolti ár hvert. Þessara áhrifa gætti langt fram á 20. öldina og réðst m.a. Sigurbjörn Einarsson (síðar biskup) á gyðinga í grein í skólablaði MR árið 1930 (http://www.vantru.is/2014/02/28/09.00/)

Svanur S (IP-tala skráð) 21.9.2015 kl. 01:57

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekkert Gyðingahatur verður lesið út úr ritum Páls postula né Jóhannesar guðspjallamanns, þótt jafnvel vel gefnir menn eins og dr. Vilhjálmur fornleifafræðingur geti ímyndað sér það.

Ekkert Gyðingahatur er heldur til í sálmum Hallgríms Péturssonar, sem var ómengaður af Gyðingahatri Lúthers. Og það lýsir ekki Gyðingahatri að tala um Gyðinga sem "Júða", það merkir einfaldlega Gyðinga á öld Hallgríms, og við lesum ekki eitthvert nazistískt hatur eftir á inn í orðfæri Hallgríms -- þ.e.a.s. nema við séum sjálfir ruglaðir. Hallgrímur er maður kærleikans, ekki haturs, ólíkt Gyðingahöturum síðari tíma (múslimskum og heiðnum).

Að æðstu prestar Gyðinga, Farísear og fræðimenn hafi borið ábyrgð eins og rómverskir ráðamenn á krossfestingu Krists og ofsókn kristinna manna á 1. öld, felur engan veginn í sér, að afkomendur Gyðinga eigi hlutdeild í þeirri sekt.

Jón Valur Jensson, 21.9.2015 kl. 02:10

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Trúarbrögð eru fíflaganngur!

Halldór Egill Guðnason, 21.9.2015 kl. 03:17

7 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Kannski það Halldór en gyðingaofsóknir hafa aldrei eingöngu snúist um trúmál.

Sæmundur G. Halldórsson , 21.9.2015 kl. 04:04

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Bobby Ficher gekk aldrei heill til skógar andlega og það er skammarlegt að ráðast svona að veikum manni.

Jósef Smári Ásmundsson, 21.9.2015 kl. 06:24

10 identicon

Sæmundur G. er með góð ummæli. En eigum við nokkað að ræða um það hvort Jesú Krist hafi verið merkari Gyðingur en t.d  Issac Newton eða Albert Einstein.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.9.2015 kl. 11:28

11 identicon

Tja, þar sem Newton var ekki gyðingur er þeirri umræðu sjálfhætt.

Sveinn Þórhallsson (IP-tala skráð) 21.9.2015 kl. 15:54

12 identicon

Tja, dann Einstein allein ins Rennen schicken.

 

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.9.2015 kl. 17:00

13 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Jón Valur skrækir gyðingahatur um allar trissur eins og versti zíonisti, en hefur engan fót fyrir sínum skrækjum. Þorir ekki að hafa blogg þessa kristilega flokks (með litlum stöfum eins og aðra öfgaflokka) opið fyrir skrifum nema að hann geti yfirfarið það fyrir birtingu.
Hér er frétt fyrir hann að lesa um gyðinga sem haldnir eru gyðingahatri.

http://mondoweiss.net/2014/06/boycott-changing-landscape

Jón Páll Garðarsson, 21.9.2015 kl. 20:36

14 Smámynd: Már Elíson

Ákkúrat ! - Jón Valur er svo ofskækisfullaur að hann velur það sem honum hentar..að birta (hræðsla) og svara (vegna fáfræði og aftur ofstækis).

Óviðbjargandi.

Már Elíson, 21.9.2015 kl. 21:59

15 identicon

Það væri athyglisvert að skipta orðinu 'gyðingur' út fyrir t.d. 'svertingi' eða jafnvel 'samkynhneigður' og sjá hvernig umræðan liti út.

Hefði Bobby Fisher verið jafn velkominn hefði hann hatað homma jafn heitt og gyðinga?

Hefði borgin samþykkt viðskiptabann á 'ríki samkynhneigra'?

Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki viss um að svörin væru í öllum tilvikum þau sömu (án þess náttúrlega að vita það fyrir víst frekar en svörin við öðrum 'ef' spurningum).

ls (IP-tala skráð) 22.9.2015 kl. 10:11

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Halldór Egill, Jón Páll og Már (gamall óvildarmaður minn) hafa ekki fyrir því að rökstyðja mál sitt eða reyna gagnrök við skrifum mínum.

Ýmsir aðrir Moggabloggarar (m.a. Jón Magnússon hrl.) hafa sama hátt á og Krist.blog.is um birtingu innleggja. Þar geta þó allir sent inn innlegg, ekki aðeins skráðir Moggabloggarar, en ætlazt er til, að þeir upplýsi um nafn sitt og fari að velsæmisreglum (sjá skilmála innleggja þar).

Sumir aðrir Moggabloggarar (m.a. Styrmir Gunnarsson og Hannes H. Gissurarson) hafa alltaf lokað á allar athugasemdir.

Jón Valur Jensson, 22.9.2015 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband