Erfitt að spá í spilin.

Sjálfstæðisbarátta héraða eða hluta af evrópskum ríkjum er gömul og ný saga. Sjálfir háðum við Íslendingar langvinna baráttu sem endaði í raun með fullum sigri 1918, vegna þess að í Sambandslagasamningnum við Dani það ár var tryggt að við gætum lýst yfir stofnun lýðveldis 25 árum síðar. 

Í öðrum svipuðum tilfellum hafa mál verið tvíbentari og aðstæður ólíkar.

Sigur Íslendinga byggðist á órofa samstöðu þjóðarinnar þegar mest á reið, eins og til dæmis í þjóðaratkvæðagreiðslunni um lýðveldisstofnun 1944. 

Einnig vorum við heppnir 1918, að vegna þess að Danir héldu þá stíft fram rétti íbúa í Slésvík-Holstein til að ákveða sjálfir í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort þeir vildu tilheyra Þýskalandi eða Danmörku, urðu þeir að veita Íslendingum svipaðan rétt. 

Litlu munaði að Færeyingar brytust undan yfirráðum Dana eftir lok Seinni heimsstyrjaldarinnar en ekkert varð af því. 

Á tímabili í fyrra var óvíst um Skota en sjálfstæðissinnar töpuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu og þar með er alls óvíst að þeir fái annað tækifæri í bráð til að rífa sig lausa. 

Á Spáni eru átök um sjálfstæði Katalóníu öllu harðari, enda hefur um áratuga skeið ríkt á köflum nokkurs konar stríð milli hörðustu sjálfstæðisssinna í Baskahéruðum við Spánarstjórn með tilheyrandi hryðjuverkum og landsstjórnin búin að búa til nokkurs konar fordæmi í svona málum.

Skotar höfðu það upp úr sínu krafsi að ná fram sterkari aðstöðu innann Stóra-Bretlands með sjálfstæðisbaráttu sinni og ef til vill verður niðurstaðan á endanum svipuð varðandi Katalóníu, því að sjálfstæðissinnar fengu ekki alveg meirihluta atkvæða kjósenda þótt þeir fengju meirihluta á héraðsþinginu.

Nú hefur nýr meirihluti á Færeyska lögþinginu lýst yfir vilja til að Færeyjar verði sjálfstæðar en spurningin er hvort það mál endar á svipaðan hátt og fór fyrir 70 árum.   


mbl.is Sjálfstæðissinnar lýsa yfir sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband