Ekki er sopið kálið...

Spönsk stjórnvöld hafa alla tíð frá því að borgarastyrjöld geysaði í landinu 1936-39, verið afar hörð í afstöðu sinni til sjálfstæðisvilja einstakra héraða landsins. 

Öllum tilraunum Baska til að öðlast sjálfstæði hefur verið mætt af fullri hörku og staðið fast gegn hryðjuverkum hörðustu sjálfstæðissinna í Baskahéruðunum.  

Samkvæmt bókstaf núgildandi landslaga getur sötjórnin í Madrid sent herlið til Katalóníu og beitt valdi.

Borgarastyrjöldin á Spáni var dýrkeypt en ef til vill er liðinn of langur tími síðan henni lauk til þess að þær hörmungar hafi lengur sama fælingarmátt og fyrr. 

Vonandi kemur ekki til slíkra hörmunga. 

Spánarstjórn hafnar með öllu að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram í Katalóníu en hugsanlega gæti það orðið þrautaráð að sættast á slíkt frekar en að allt fari í bál og brand. 

Hugsanleg lausn væri að stjórnin friðþægði Katalóníubúum með því að gefa þeim sanngjarnari hlutdeild í auði landsins en nú er og mun meiri sjálfstjórn. 

Sú aðferð virtist skila bresku stjórninni árangri þegar Skotar felldu í þjóðaratkvæðagreiðslu að stofna sjálfstætt ríki. 

Í pistli hér á undan er gerður samanburður á milli sjálfstæðismála Íslendinga, Færeyinga, Skota og Katalóníumanna sem veltir upp nokkrum áhugaverðum sjónarmiðum. 


mbl.is Sjálfstæðissinnar með meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband