Beint í kjölfar yfirlýsingar forsætisráðherra.

Yfirlýsing fulltrúa Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur um stöðvun í hjólreiðaáætlun borgarinnar kemur í beinu framhaldi af loforði forsætisráðherra á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um að Ísland ætli að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir 2030.

Sveinbjörg Birna telur það vera rök í málinu að hjólreiðar séu hættulegar vegna slæms veðurs í borginni.

Þetta stangast á við mína reynslu af hjólreiðum á reiðhjóli með rafmagnshjálparafli í hálft ár.

Sjálfur var ég með alls kyns nýtilkomna fordóma gagnvart hjólinu þegar ég byrjaði að hjóla, - ég segi nýtilkomna, því að það var eins og ég væri alveg búinn að gleyma því hvernig maður fór allra sinna ferða á reiðhjóli mestallt árið á unglingsárunum.

Sveinbjörg Birna gleymir því að hjólreiðar koma ekki að fullu í stað notkunar bíla og almenningsfarartækja, en geta hins vegar sparað mikla fjármuni séu reiðhjólin notuð, þótt ekki væri nema í helmingi þeirra tilfella sem ferðast þarf innan borgarinnar.

Það er enginn að tala um að það þurfi að nota reiðhjól þegar veður eru verst á veturna, en meirihluta ársins er hægt að nota þau.

Svolítill vindur og rigning eru engin hindrun. Auðvelt er að hafa í tösku á hjólinu léttan regn- og vindgalla og hlýjan en þó léttan fatnað til að halda á sér hita.

Ég er með þríuppskorin, slitin og veik hné, en með því að stilla samstilla notkun þeirra við notkun rafaflsins, hafa hnén stórbatnað og ég hef ekki verið betri í þeim í meira en tíu ár, þvert ofan í það sem ég óttaðist!

Þótt ég eigi heima við Spöngina, austast í Grafarvogi, hef ég komist upp í það að fara allra minna ferða í heila viku á borgarsvæðinu á hjólinu og fór einn daginn alls 50 kílómetra.

Eldsneytissparnaðurinn þessa einu viku nam 5000 krónum og þennan tiltekna mánuð hefur hann líkast til verið alls um 15000 krónur.

Þegar haft er í huga hve margir búa í þéttbýli á landinu sést ljóslega, hve gríðarlegar fjárhæðir samtals getur verið um að ræða að ekki sé talað um minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda.

Þegar talað er um hættu samfara hjólreiðum er í fyrsta lagi ljóst að hún er ekkert meiri en á bílum og  ekki mun hún minnka ef hætt verður að sinna hjólreiðastíganetinu.

Það má endurbæta og gera þennan ferðamáta síst hættulegri en bifreiðaakstur.


mbl.is Hafi ekki efni á hjólreiðaáætluninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hjólavefsjáin er gagnvirkur vefur á vegum Ride The City sem sýnir borgarbúum á einfaldan hátt hvernig hjólafólk kemst frá A til B á sem fljótlegastan og öruggastan hátt.

Borgarbúar geta slegið inn upphafsstað og leiðarenda og vefurinn sýnir um leið fljótlegustu leiðina, öruggustu leiðina, vegalengd og ferðatíma.

Jón Gnarr borgarstjóri afhenti Open Street Map á Íslandi götugögn Reykjavíkurborgar án endurgjalds til að leiðavalið byggi á bestu upplýsingum hverju sinni."

Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 18:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjólreiðamenn í Reykjavík eru nú þrefalt fleiri en fyrir þremur árum.

Og farþegar strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu voru 30% fleiri árið 2012 en 2009.

Í umferðinni í Reykjavík voru gangandi og hjólandi 21% árið 2011 en 9% árið 2002.

Aðgerðir í loftslagsmálum - Maí 2013

Steini Briem, 7.7.2013

Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 18:55

3 identicon

Það er sagt eitthvað útí loftið um slæmt veður í Reykjavík, og tínt til sem "rök" í máli sem bftr hefur hvorki vit né áhuga á. Henni til upplýsingar mætti koma á framfæri að vindur í Reykjavík er 4,6 msek (ársmeðaltal) Í Amsterdam, hjólreiðaborginni miklu, er þetta 4,4, msek. Það tilheyrir gamla tímanum að tína slæma veðrið fram sem rök gegn hjólreiðum í Reykjavík. Óvíst að bfrtúinn hafi áttað sig á þessu.

Það sem breyst hefur er staðbundin batnandi veðrátta með vexti trjáa sem eru nú víða orðin það burðug að þau veita skjól gegn roki. Auðvitað snjóar í Reykjavík og koma hvassir dagar en ef mann langar að tína til rök gegn hjólreiðum, þá þarf að finna eitthvað annað en "slæma veðrið". 

jon (IP-tala skráð) 6.10.2015 kl. 18:58

4 identicon

Hún sagði að það væru ekki til fjármunir til að sinna lögbundinni grunnþjónustu borgarinnar.  Það eru nokkuð sterk rök  - en auðvitað er hægt að tala bara um veðrið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.10.2015 kl. 19:05

5 identicon

Hjólreiðar eru hættulegar (annars væru þær leiðinlegar), jafnvel þó Ómar Ragnarsson hafi ekki lent í slysi á árinu og ekkert banaslys orðið síðan 1997. Oftast er um minniháttar áverka að ræða, tognanir, rispur og skurðir. En í um þriðjungi tilfella eru áverkar beinbrot og þaðan af alvarlegra. Yfir 500 leita árlega á Landspítalann vegna hjólreiðaslysa. Hvort rekja má það til veðurs eða einhvers annars er erfitt að segja. Því legg ég til að þeim sem þykir gaman að hjóla geri það áfram og þeir sem ekki þora pakki sér í bómull og leggist upp í sófa.

Hábeinn (IP-tala skráð) 6.10.2015 kl. 19:23

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.9.2015:

"Tólf þingmenn úr öllum þingflokkum, nema Framsókn, hafa lagt fram tillögu um að skipaður verði starfshópur sem kanni leiðir til að efla og styrkja umhverfi hjólreiða.

Í tillögunni segir
áhersla hafi verið lögð á einkabílinn við byggingu samgöngumannvirkja hér á landi.

Bíllinn hafi haft algjöran forgang í borgarskipulagi."

Vilja efla og styrkja umhverfi hjólreiða

Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 19:53

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.9.2013:

"Þeir sem eiga er­indi í miðbæ­inn virðast síður vilja leggja bíl­um sín­um í bíla­stæðahús­um miðborg­ar­inn­ar ef marka má mynd­ir sem ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins náði síðdeg­is í gær.

Á meðan bíla­stæðapl­an við Tryggvagötu, ná­lægt Toll­hús­inu, var þétt­setið og bíl­arn­ir hring­sóluðu um í leit að stæði var aðeins einn bíll inni í bíla­húsi Kola­ports­ins við Kalkofns­veg.

Svo vildi til að það var bíll frá embætti toll­stjóra."

"Bíl­stæðin við Tryggvagötu voru full og mörg­um bíl­um var lagt ólög­lega."

Tómt bílastæðahús en troðið bílastæði

Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 20:23

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.2.2015:

"Marg­falt dýr­ara er að leggja í bíla­stæðahús­um í miðborg­um höfuðborga annarra landa á Norður­lönd­un­um en í Reykja­vík.

Í Osló er það frá þris­var og hálf­um sinn­um til sjö sinn­um dýr­ara en hér, jafn­vel þó miðað sé við fyr­ir­hugaða hækk­un á gjald­skrá bíla­stæðahúsa Reykja­vík­ur­borg­ar."

Margfalt ódýrara að leggja bílum í bílastæðahúsum í Reykjavík en miðborgum annarra Norðurlanda

Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 20:28

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjöldinn allur af bílastæðum í Borgartúni og þar eru stórir bílakjallarar.

Loftmynd af Borgartúni - Hægt að stækka

Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 20:34

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nýjar íbúðir Búseta við Einholt og Þverholt:

Yfirlitsmynd

"Varðandi "fréttina" um bílakjallarann, þá verður hann á sínum fyrirhugaða stað með 213-218 stæðum. Íbúðir u.þ.b. 203."

"Kveðja, fulltrúar Einholts/Þverholts verkefnis."

Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 20:35

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stakkholt 2A og 2B:

"Sér stæði í bílageymslu fylgir flestum íbúðum í húsi 2-A og öllum íbúðum í húsi 2-B. Sex sameiginleg stæði fyrir fatlaða verða ofanjarðar."

Stakkholt 4A og 4B:

"Sér stæði í bílageymslu fylgir öllum íbúðum og sex sameiginleg stæði fyrir fatlaða verða ofanjarðar."

Og heil blokk var keypt þar eingöngu til útleigu.

Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 20:39

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samkomulag var gert við Félagsstofnun stúdenta (FS) og samþykkti borgarráð 3. apríl 2014 að úthluta henni lóðinni Brautarholti 7, alls 97 [litlar stúdenta]íbúðir."

Brautarholt 7 með bílakjallara og bílastæðum undir þaki fyrir fatlaða

Framkvæmdir eru nú hafnar við byggingu þessara um 100 íbúða og þær eiga að vera tilbúnar næsta haust.

Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 20:46

14 identicon

Hver er ábyrgð fyrirtækja og stofnana að NEYÐA fólk til að hjóla

í öllum veðrum

væri ekki skynsamlegra að þetta væri frjálst val

með gulrót

í stað óteljandi hraðahindrana og endalausra þrenginga

öllum til ama

Grímur (IP-tala skráð) 6.10.2015 kl. 21:30

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðgerðir innan hverfa miða einkum að því að minnka ökuhraða og innan 30 km hverfa hefur alvarleiki umferðaslysa minnkað verulega."

"Umferðaróhöppum þar sem slys verða á fólki hefur fækkað að meðaltali um 27% og alvarlegum slysum um 62% í 30 km hverfum."

Slys á gangandi vegfarendum í Reykjavík - September 2007

Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 22:41

16 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þessi tillaga kemur yfirlýsingu forsætisráðherra ekkert við. Þarna er einungis verið að benda á að fjárhagsstaða borgarinnar er með þeim eindæmum að engir peningar eru til í leikaraskapinn.

Ef menn væru að spá í minni mengun, væri auðvitað lagt stórt fjármagn í bætingu gatnakerfisins, fleiri mislæg gatnamót og víðari götur. Mesta mengunin frá bílum verður vegna tafa í umferðinni, þegar beðið er á ljósum og margfalt lengri tíma tekur að komast eftir götum sem hafa verið þrengdar.

Hjólreiðar, hér á Íslandi verð aldrei almennar, sama hvað menn rembast við það markmið. Nú þegar hafa verið lagðir margir og miklir stígar fyrir þann hóp.Mun meira verið lagt til þess verkefnis en eftirspurn kallar á. Það þarf ekki annað en skoða fjölda þeirra sem ferðast daglega á reiðhjóli til að sjá að sá markhópur er ansi smár af þeim fjölda sem um borgina ferðast. Svo mun verða áfram.

Það er útilokað að berja fólk til hlýðni eða reyna að venja það á ferðamáta sem því ekki líkar.

Ég dáist vissulega af þeim sem hjóla, dugnaði þess og elju. En ég get þó talið á fingrum annarrar handar þá úr mínum vina og ætthópi sem hjólar reglulega til vinnu sinnar, mun fleiri sem bara ganga, en flestir sem velja bílinn. Enda er það svo að flestir nýta ferðina úr vinnu til að útrétta og svo eru auðvitað margir sem þurfa að koma börnum í leikskóla eða skóla fyrir vinnu og sækja eftir vinnu. Sjaldnast eru ´þó slíkar ferðir beinlínis í leið til vinnunnar.

Því ættu þeir sem vilja minnka mengun á götum borgarinnar að krefjast betri gatna og fleiri mislægra gatnamóta. Þeir ættu að krefjast þess að þessum götum sé síðan vel nið haldið og þær þrifnar reglulega. Með því er hægt að minnka mengun í borginni verulega.

En borgarsjóður er tómur og rúmlega það. Borgin lifir á látlausri lántöku. Meðan svo er, er einungis eitt mál sem hægt er að hugsa um, allt annað verður að fara í bið. Grunnþjónustan verður að fá forgang.

Svo er bara að vona að borgarbúar skipti út þessari skuldasöfnunarborgarstjórn eftir tvö og hálft ár, þ.e. ef borgin verður þá ekki komin undir vernd ríkissjóðs, með tilsjónarmann skipaðan af innanríkisráðherra.

Gunnar Heiðarsson, 7.10.2015 kl. 07:36

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson 28.8.2015:

"Hálfsársuppgjör borgarinnar var lakara en áætlanir stefndu að. Aðalástæðurnar eru minnkandi hagnaður OR [Orkuveitu Reykjavíkur] og tafir í lóðasölu.

Í A-hlutanum, sem er rekstur borgarsjóðs, fór snjómoksturinn fram úr um næstum 400 milljónir, enda verulega snjóþungur vetur og dýr aðkeypt þjónusta.

Sérkennsla í leikskólum fór talsvert fram úr áætlun, svo og launakostnaður vegna kjarasamninga ..."

Þorsteinn Briem, 7.10.2015 kl. 08:04

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 7.10.2015 kl. 08:07

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Held að Kópavogsbúar ættu frekar að velta fyrir sér fjárhagsstöðu Kópavogsbæjar en Reykjavíkurborgar og byggingum þar, til að mynda mosku, sem þeim kemur ekkert við.

Þorsteinn Briem, 7.10.2015 kl. 08:20

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.9.2015:

"Halli á rekstri Kópa­vogs­bæj­ar á fyrri hluta árs­ins nam 128 millj­ón­um króna og var um­fram áætlan­ir.

Gert hafði verið ráð fyr­ir 117 millj­óna króna halla á tíma­bil­inu. Skýr­ing­in er einkum lægri skatt­tekj­ur en áætlað hafði verið að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu.

Þá seg­ir að rekst­ur­inn á fyrri hluta árs komi vana­lega verr út en á seinni hluta vegna þess að á fyrri hluta árs falla aðeins um 48 til 49 pró­sent af skatt­tekj­um árs­ins en stærri hluti út­gjalda á ákveðnum sviðum."

128 milljóna króna halli hjá Kópavogsbæ

Þorsteinn Briem, 7.10.2015 kl. 08:30

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Reykjavík eru nú nokkur hundruð hótel og gistiheimili og sífellt verið að taka fleiri í notkun en tekjurnar renna aðallega til ríkisins sem virðisaukaskattur.

Þorsteinn Briem, 7.10.2015 kl. 08:40

25 Smámynd: Morten Lange

 Skoðið líka umræðuna undir þessa frétt :
http://www.visir.is/ny-og-metnadarfull-hjolreidaaaetlun-i-reykjavikurborg/article/2015150919505

Vil Sérstaklega rifja upp þessa aths sem ég setti inn :
Eins og kemur fram í svari mínu við þessa frétt, er bætt aðgengi til hjólreiða talið skila mun meira til samfélagsins alls en það kosti. Kaupmannahafnarborg reikna með að hver þann sem ekur bíl kosti samfélaginu um nokkra tugi króna á kílómeter ekinn, en samfélagið sparar nettó svipaða upphæð fyrir hvern km sem er hjólað. Beinu útgjöldin samtals verða sennilega mun minni en framlag borgarinnar til Strætó og enn minna ef borið saman við það sem borgin setur bara í _viðhaldi_ gatna og _leigu_ , samtals um 3000 miljónir árlega : http://reykjavik.is/fjarhagsaaetlun-reykjavikurborgar...
Það heyrir með í myndinni að alvöru aðskildir hjólreiðabrautir sáust ekki fyrr en nokkuð nýlega. Það er ákveðin slaki og mismunun á milli samgöngumáta að vinna upp.

Morten Lange, 11.10.2015 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband