Tíminn, sem liðinn er, skiptir ekki máli.

Stundum heyrast þær mótbárur við því að fara ofan í saumana á gömlum atburðum þar sem gengið hefur verið á rétt fólks, að of það sé orðið of seint að gera neitt, til dæmis þegar svo er komið að þeir sem misgert var við, séu látnir.

Þetta eru haldlítil rök. Þótt stúlkurnar og konurnar, sem misgert var við á stríðsárunum með ofsóknum og mannréttindabrotum, og greint er frá í heimildamyndinni "Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum, séu látnar, mega lifandi börn þeirra, barnabörn og aðrir nánir vandamenn búa við það að aldrei hafi verið beðist afsökunar á meðferðinni á þessum stúlkum, né farið fram rannsókn á því sem gerðist.

Sem dæmi um það að tíminn skipti ekki máli má nefna, að þess er til dæmis krafist nú, að Tyrkir biðjist afsökunar á þjóðarmorði þeirra á Armenum í Fyrri heimsstyrjöldinni, öld eftir að þau voru framin.

Þingvellir eru helgidómur í augum þjóðarinnar vegna þeirra merku athafna sem þar fóru fram, svo sem stofnun Alþingis og kristnitakan árið 1000.

En þar voru líka framdir svívirðilegir glæpir, sem varpa skugga á þessa helgi staðarins.

Má nefna drekkingu kvenna í Drekkingarhyl sem dæmi um það.

Það er full ástæða til þess að halda sérstaka athöfn þar til þess að afmá þann blett á starfi þingsins, sem þessar aftökur og fleira settu á helgi staðarins.    


mbl.is „Svartur blettur í sögunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband