Þrjú umframgrömm á dag, 30 aukakíló af fitu á 40 árum.

Ef maður borðar aðeins 3 grömmum of mikið á dag af orkuríkri / feitri fæðu, - samsvarar örlitlu broti af orku í einni 50 gramma Prinz póló kexköku, þyngist maður um 0,7-0,8 kíló á ári.

Frá 37 ára aldri til 77 ára aldurs þýðir það 30 kílóa þyngingu samtals, í mínu tilfellir úr 67 kílóum í 97 kíló.

Fór að vísu hæst upp í 93 kíló í fyrra en er að síga aftur niður.

Þetta þýðir að maður þarf að horfa á lítinn hluta af hverjum orkuríkum bita sem einmitt þann bita, sem etinn var umfram orkuþörf.  


mbl.is Svona brennir þú fleiri hitaeiningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má einnig horfa á hverja hleðslu sem Náttfari fær sem orku umfram orkuþörf og því fitandi. Þú gætir klárað Prins Pólóið ef þú hættir að hlaða Náttfara.smile

Hábeinn (IP-tala skráð) 18.10.2015 kl. 14:40

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson hefur graðgað í sig Prins Póló og kók fyrir 16 milljónir króna á núvirði, miðað við 50 þúsund 39 gramma Prins Póló á 70 krónur stykkið og 50 þúsund kók fyrir 250 krónur flöskuna.

Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 16:09

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erfðir skipta einnig máli og undirritaður getur raðað í sig hverju sem er án þess að fitna.

Og ekki þarf ég að hafa áhyggjur af því að missa hárið frekar en faðir minn.

Þorsteinn Briem, 18.10.2015 kl. 16:24

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvað gerist, ef maður borðar ekki nóg? Reikni það einhver. Áhyggjur okkar, ykkar, okkar allra, af allskonar djöfulsins dellu, hefur náð nýjum hæðum og tími til komínn að loka svona kjaftæði, sem engu skilar. Ég hef vanrækt 3 grömm á dag, í tuttugu ár. Er ég að engu orðinn?

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 18.10.2015 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband