Spennandi umbrot í Sjálfstæðisflokknum.

Sókn ungra Sjálfstæðismanna á landsfundi flokksins rótar heilmikið upp í flokknum, þótt erfitt sé að spá um það hve mikið af tillögum ungliðanna, sem samþykktar hafa verið, ná í raun brautargengi í framkvæmd hjá "flokkseigendafélaginu" eins og Albert Guðmundsson kallaði valdamenn flokksins.

Margt af þessum tillögum myndu jafnvel þykja býsna róttækar hjá Samfylkingunni og í anda hugmynda, sem þar hafa verið á sveimi.

Þetta minnir svolítið á sókn Sjallanna inn á svið krata 1946 með almannatryggingalögunum og það hvernig kornungir Sjálfstæðismenn á borð við Ragnhildi Helgadóttir og Matthías Mathiesen, komu fram á sjónarsviðið og brutust til áhrifa.

Sumar tillögur ungra Sjalla eins og sala áfengis í búðum, eru gamalkunnug frjálshyggjustef.

En það verður spennandi að vita hvaða áhrif sókn ungliða á landsfundinum munu hafa á pólitíkina og fylgi flokkanna.


mbl.is 89% breytinga ungra sjálfstæðismanna samþykktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Ályktanir landsfundar Íhaldsins eru einkis virði og svona jafn spennandi og gamlar veðurfréttir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.10.2015 kl. 20:36

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Góð pæling.

Í almannatryggingarmálinu voru sjallar í raun sigraðir.  Þeir voru búnir að berjast gegn lágmarksréttindum almennings í áratugi fyrir stríð.  Málflutningur Jafnaðarmanna sigraði.  Sjallar höfðu verið aberjast gegn nútímanum, ef svo má segja, og eftir stríð urðu þeir að viðurkenna það.  Og þeir notuðu það í þeim tilgangi er Ómar nefnir.  Að ná breiðu fylgi.

Það má líka nefna Kvennalistann.  Sjallar tóku ýmislegt frá honum og í raun settu á hann bönd.  Allt í einu áttu knur mun greiðari aðgang að sjallaflokki o.s.frv.

Nú virðast sjallar ætla að gerast soldið ,,píratalegir" eins og Davíð lýsti strategíunni í Mogga.

Vandamálið núna er bara að sjallaflokkur hefur ekkert það traust og respect sem hann hafði lengst af eftir stríð.  Samfélagið núna er allt öðruvísi.  Það hefur sennilega hver einasti íslendingur tekið eftir, að traust almennings á sjallaflokki er nánast ekkert.  Enda flokkurinn kallaður af óháðum álitsgjöfum bófaflokkur.  En sjallar láta soldið eins og það sé enn síðari hluti 20.aldar og þeir hafi respect.  Þessvegna er þetta allt hálf kómískt hjá þeim blessuðum.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.10.2015 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband