Bush eldri fór rétt að.

George Bush eldri Bandaríkjaforset hafði verið yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar og naut góðrar ráðgjafar varðandi utanríkismál.

Þegar Saddam Hussein, sem Bandaríkjamenn höfðu stutt fram að því, - skepnan reis gegn skapara sínum, vandaði Bush til verka, fékk sér alla nauðsynlga bandamenn auk ályktunar Sameinuðu þjóðanna, og rak Saddam út úr Kuveit, sem hann hafði hernumið.

Ráðgjafar Bush ráðlögðu honum að fórna ekki fleiri mannslífum og ljúka stríðinu úr því að markmiði þess hafði verið náð, með því að láta þarna við sitja.

Þeir lýstu vel fyrir Bush því ógnarlega flækjustigi sem trúarhreyfingar hafa skapað í þessum heimshluta og að það væri allt of mikil áhætta að sprengja það allt í loft upp með því að leggja Írak undir sig og reka Saddam frá völdum.

Þetta reyndist farsælt og allur málatilbúnaður sonar Bush með uppspuna um gereyðingarvopn var af gerólíkum toga, sem meira að segja Tony Blair neyðist til að viðurkenna, að hafi verið mistök, - ástandið núna er sem sagt einmitt það sem ráðgjafar Bush eldri vöruðu hann það rökvíst við, að hann fór að ráðum þeirra.


mbl.is Heimurinn betri með Saddam og Gaddafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar

Þú gleymir því að íslenduingur kom í fjölmiðla síðasta vetur og lýsti því að hann ásamt öðrum í herflokki sínum fann einmitt vopn grafin í jörð eins og skjöl þau sem Bush yngri vitnaði í að Saddam hefði undir höndum.

Þó þetta hafi ekki fundist strax í upphafi t´knar það ekki eins og þú og fleiri alhæfið að þau hafi ekki verið fyrir hendi, heldur að þau hafi verið falin mjög vel.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.10.2015 kl. 18:16

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það voru mistökin að klára ekki persaflóastríðið með því að sækja Sadam og láta hann standa fyrir máli sínu, eins og gamli Bush vildi.  Hefði það verið gert þá hefði Íraksstríðið ekki komið til.

En hérarnir í Evrópu voru eins og endranær hræddir við að fá kusk á boðunganna og skít á puttana og því fór sem fór og reynslu litlir menn fóru svo í Íraksstríð á röngum forsendum til þess að sækja það sem fyrir löngu var búið að fela.

En það er frábært hvað herra Trump ofurblaðrari er einstaklega eftirá vitur og það virkar.  

Hrólfur Þ Hraundal, 27.10.2015 kl. 14:07

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Listi hinna staðföstu þjóða var kynntur á blaðamannafundi utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna í Washington 18. mars 2003:"

"Mr. Boucher:

"There are 30 countries who have agreed to be part of the coalition for the immediate disarmament of Iraq.

I have to say these are countries that we have gone to and said, "Do you want to be listed?" and they have said, "Yes."

I will read them to you alphabetically, so that we get the definitive list out on the record.

They are:  Afghanistan, Albania, Australia, Azerbaijan, Colombia, the Czech Republic, Denmark, El Salvador, Eritrea, Estonia, Ethiopia, Georgia, Hungary, Iceland, Italy, Japan, Korea, Latvia, Lithuania, Macedonia, the Netherlands, Nicaragua, the Philippines, Poland, Romania, Slovakia, Spain, Turkey, the United Kingdom, and Uzbekistan.
""

Þorsteinn Briem, 29.10.2015 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband