Myndu Bretar búa til BBC í dag?

Nágrannaþjóðir okkar hafa ekki aðeins ríkisútvarp heldur fleira en eina ríkisrekna stöð margar hverjar.

Aldrei er spurt að því hvort þeir myndu búa svona til í dag.

Cameron var hérna á dögunum og enda þótt íhaldsflokkurinn ráði nú einn í Bretlandi spyr hann ekki: Myndum við búa til BBC í dag?

Þar er heldur ekki hamast út af háum útvarpsgjöldum og þess krafist að þær séu lækkaðir niður í svipaða upphæð og mann og er hér.

Þegar Hanna Birna var borgarstjóri spurði hún aldrei: Myndum við búa til Borgarleikhús í dag?

Hún spyr heldur ekki: Myndum við búa til Vegagerðina í dag? Myndum við búa til Þjóðleikhúsið í dag?

Furðu margir stjórnmálamenn hafa tekið þvílíka andúð á ríkisreknu útvarpi að enga hliðstæðu er að finna í löndunum í kringum okkur.

Enginn ritstjóri helstu blaða hefur fari svipaða herferð og hér á landi þar meira en 300 pistlar og umsagnir gegn RUV voru skrifaðir á þremur árum.

 


mbl.is Myndum við búa til RÚV í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki hamast gegn háum útvarpsgjöldum???????

Ójú, Bretar hamast gegn háum útvarpsgjöldum. Meirihluti þeirra vill að BBC verði selt, lagt niður, eða það finni sér nýja tekjupósta. Það er líka kjaftæði að ekki sé að finna jafn mikla andúð á Bretlandi og Íslandi gegn ríkisreknu útvarpi.

Ríkisútvarpið er risaeðla. Þetta er bákn sem er til fyrir sig sjált, og starfsmennina. Ritstjórnin hlutdræg í meira lagi, reksturinn í rugli, tapi skilað ár eftir ár, og reikningurinn sendur á skattgreiðendur. Í stað þess að taka til í rekstrinum, þá krefst stofnunin hærri framlaga, og er þó á auglýsingamarkaði, ólíkt sambærilegum stofnunum í nágrannaríkjum.

Sama taktík er notuð hjá Ríkisútvarpinu og BBC. Í sumar skipulagði Danny Cohen áróðursherferð, þar sem BBC bað fína og fræga fólkið að skrifa bréf sér til stuðnings.
Upp komst um plottið, og þarf Cohen að axla sín skinn.
Á sama hátt rísa hér upp þekktir einstaklingar þegar Ríkisútvarpið er gagnrýnt. Flestir þeirra, ef ekki allir, eru núverandi eða fyrrverandi starfsmenn stofnunarinnar, eða eiga fjárhagslega undir því að hún verði rekin í óbreyttri mynd.

Og það nýjasta er, að Ríkisútvarpið virðst hafa logið að Alþingi um reksturinn.

Hilmar (IP-tala skráð) 3.11.2015 kl. 08:38

2 identicon

Fyir margt lömgu bjó ég nokkur ár í Argentínu.  Þar voru eingöngu einkareknar útvarps- og sjónvarpsstöðvar en ef stjórnvöld þurftu að koma frá sér tilkynningum eða ávörpum fóru þau inn í allar stöðvarnar og yfirtóku dagskrána meðan á því stóð.  Þannig var öllum öryggissjónarmiðum fullnægt.  Að Ríkisútvarpið sé nauðsynlegt öryggis vegna gat verið rétt meðan það var eitt á markaðnum em er engan veginn rétt þegar kannske innan við tíu prósent eru að hlusta á það.  Með argentínsku aðferðinni sparar þjóðin útgjöldin við rekstur á ofvöxnu batteríi en fullnægt er öryggiskröfum.

Þorvaldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.11.2015 kl. 09:38

3 identicon

Það er ekkert að því að spyrja spurninga Ómar.  Ert þú ekki með spurningu í fyrirsögn á þessum pistli?  Maður fær hins vegar einkennilegar þöggunarfréttir af RÚV í tilefni af þessari skýrslu og furðulega útúrsnúninga fréttastofunnar af málinu.  Þar hafa menn komið sér fyrir í einhvers konar neðanjarðarbyrgi og skjóta þaðan á "RÚV-skýrslu Eyþórs" þó að hann hafi alls ekki komið einn að gerð skýrslunnar.  Það er einkennilegt andrúmsloft á þessari stofnun, ekki beint traustvekjandi - svo ekki sé meira sagt.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.11.2015 kl. 10:08

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er aldeilis að sjallar og framsóknarmenn eru komnir með alltá hælana í þessari árás sinni á RUV.

Þeir hefðu betur bara sitið heima hjá sér þessir bjálfar.

Með allt á hælunum, gjörspilltir.

Þvílíkir bjánar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.11.2015 kl. 10:22

5 identicon

Það hlýtur að vera eðlilegt að þeir sem sjá um að ráðstafa peningunum okkar, velti því sem oftast fyrir sér hvernið það verði best gert. Ég geri það allavega sjálfur með þá aura sem ég hef ráðstöfunarrétt á.

Sjálfur myndi ég hvorki sakna RUV af skattaskýrslunni, né útsendinganna því þær fara allar fyrir ofan garð og neðan hjá mér; skilst þó helst að það yrði missir af Rás1. Það eina sem ég sé eru fréttirnar á ruv.is og þær eru hvorki vandaðari eða hlutlausari en aðrar fréttir á netinu.

Fréttastofa RUV er nefninlega alls ekki hlutlaus. Í sumum málum dugir að skoða málin frá hinum íslensku vefmiðlunum til þess að ná svona nokkurn veginn heildarmyndinni, en í sumum öðrum málum þarf að leita víðar því að í ýmsum málum er íslenska blaðamannastéttin (sem slík, ekki endilega hver einasti einstaklingur) ekki fær um að segja fréttir algerlega hlutlægt. Ástæðan er sú að íslensk blaðamannastétt er ekki stór, þar þekkir hver annan og það ýtir undir þá tilhneygingu að vera nokkurn vegin sammála um ýmis mál sem eru kannski ekki helstu átakamál pólitíkurinnar hverju sinni. Það er s.s. ekki við einstaklingana sjálfa að sakast heldur fámennið.

Það er svo annað mál að það eru til fullt af fínum rökum fyrir því að reka RUV áfram hvort sem er svipað og nú, bæta í,skera niður eða breyta á ýmsa vegu og svo líka fyrir því að leggja það allt niður. Og þó að ég nýti mér þessa þjónustu ríkisins frekar lítið ætlast ég ekki til þess að ríkið sé rekið eftir mínum smekk eingöngu.

ls (IP-tala skráð) 3.11.2015 kl. 12:06

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.10.2013:

Samkvæmt könnun MMR bera 52,3% mikið traust til RÚV en 17,4% lítið traust.

"Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 77,1% bera mikið traust til lögreglunnar, 61,3% til Háskóla Íslands, 52,3% til Ríkisútvarpsins og 48,6% til Háskólans í Reykjavík.

Til samanburðar sögðust 9,2% bera mikið traust til bankakerfisins, 10,2% til Fjármálaeftirlitsins, 12,7% til fjölmiðla og 12,9% til lífeyrissjóðanna."

Þorsteinn Briem, 3.11.2015 kl. 12:55

8 identicon

"Fyrir rúmu ári síðan gall í andstæðingum RÚV að fyrirtækið þyrfti að hagræða og ná tökum á rekstrinum."  

Þetta er ekki grín.  Þetta stendur orðrétt í yfirlýsingu frá RÚV.  Það eru andstæðingar RÚV sem kalla á hagræðingu í rekstrinum.  Sjálfsagt vilja allir vinirnir að stofnunin haldi áfram á sömu braut og gefi jafnvel í.  Þetta er ekki einu sinni fyndið ....

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.11.2015 kl. 15:56

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Í stað þess að taka til í rekstrinum" segir hinn nafnlausi Hilmar. Hann hefði átt að koma inn í Útvarpshúsið síðustu mánuðina og sjá hvernig engu allt var á tjá og tundri vegna algerrar umbyltingar, niðurrifs veggja, og byggingar nýrra vistarvera frá rótum um allt húsið.

Hilmar og aðrir blása á þetta og halda áfram sínum vaðli.

Ómar Ragnarsson, 3.11.2015 kl. 16:07

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Í stað þess að taka til í rekstrinum" segir hinn nafnlausi Hilmar. Hann hefði átt að koma inn í Útvarpshúsið síðustu mánuðina og sjá hvernig engu allt var á tjá og tundri vegna algerrar umbyltingar, niðurrifs veggja, og byggingar nýrra vistarvera frá rótum um allt húsið.

Hilmar og aðrir blása á þetta og halda áfram sínum vaðli.

Af hverju ætlar Cameron ekki að leggja BBC niður?

Ómar Ragnarsson, 3.11.2015 kl. 16:07

11 identicon

Ég er ekki hissa á því að allt hafi verið á tjá og tundri innanhúss.  Þegar þeir eru orðnir sérstakir "andstæðingar" sem vilja að menn nái tökum á rekstrinum þá erum við farin að tala um RÁÁ - róna án ábyrgðar - sem stórlega ofmeta eigið ágæti.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.11.2015 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband