Spurningin um að stunda ekki óábyrgt áhættuspil.

Senn líður að því að vegna aðgerða jarðarbúa hafi koltvísýringur í andrúmsloftinu tvöfaldast.

Sumir draga það í efa að hlýnun lofthjúps jarðar stafi af þessu og aðrir spyrja hvort það sé eitthvað verra þótt veðurfar á okkar slóðum verði svipað og það var á tímabilinu frá 800-1400.

Í slíku felst frekar þröng sýn, því að hröð og óstöðvandi hlýnun veldur fyrst og fremst varasömustu breytingunum sunnar á hnettinum, þar sem fjölmennustu þjóðir heims búa og veðurfarsbreytingarnar valda þurrkum, miklum sveiflum og eyðingu gróins lands.

Síðan er súrnun sjávar sérstakt áhyggjuefni fyrir okkur Íslendinga ef menn vilja endilega einblína á okkar aðstæður.

En megin atriðið er það að stunda ekki óábyrgt og kæruleysislegt áhættuspil með því að dæla koltvísýringi hindrunarlaust út í lofthjúpinn og sóa jafnframt takmörkuðum orkugjöfum.

Þess vegna verða haldnir mótmælafundir um allan heim í dag, líka hér á landi.


mbl.is „Það er ekkert plan B“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Fyrir þá lesendur sem ekki trúa endilega fjölmiðlasíbyljunni er hérna slóð á fyrirlestur Judith Curry yfirmann loftslagsrannsókna Georgia Institude of Technology: https://youtu.be/D4AAN0H8MRg

Hún dregur ekki í efa að hlýnun af mannavöldum hafi átt sér stað en telur áhrifin líklega minni en náttúrulegu sveiflurnar. Hún fer vítt og breytt yfir efnið, meðal annars óvissu sem fylgir þessum rannsóknum.

Finnur Hrafn Jónsson, 29.11.2015 kl. 13:00

2 identicon

Göfug markmið, en verða frekar hjáróma þegar sama fólkið mætir í mótmælin á bílum sínum og ætlar sér síðan að fljúga til Parísar til "ráðstefnuhalds" sem vel hefði mátt halda í netheimum án ferðalaga.

Það er fátt auðveldara en að segja öðrum hvernig þeir eigi að haga sér, heimta að stjórnvöld grípi til aðgerða og leggja til að aðrir beri kostnaðinn.

Hábeinn (IP-tala skráð) 29.11.2015 kl. 13:28

3 Smámynd: Ívar Pálsson

En Ómar, stóra blekkingin er sú að halda því fram að hægt sé að breyta loftslaginu á næstu áratugum, hvað þá sjávaryfirborði. Það sem gerist mun gerast, sama hvað, jafnvel SÞ-hópurinn jánkar því. Mestu skiptir að takmarka alvöru mengun í tíma, eins og tókst með bílana.

Á meðan lætur t.d. Orkuveitan hundruð tonna af klóaki leka ítrekað í Skerjafjörðinn, án þess að Góða fólkið kvarti.

Ívar Pálsson, 29.11.2015 kl. 14:09

4 identicon

ww.mbl.is/frettir/erlent/2015/11/29/verda_ad_sanna_samthykki/

Áhættuna alls ekki má spotta,

ennþá síður út í annað glotta,

ég þarf upplýst samþekki,

ef að ég samrekki,

- en hvað skyldi ég þurfa marga votta?surprised

Noxxx

Frissi flámælti (IP-tala skráð) 29.11.2015 kl. 16:01

6 Smámynd: Már Elíson

Skemmtileg pæling hjá Ágústi H.Bjarnasyni, ef mér leyfist að deila henni hér, þar sem hún á erindi sem aldrei fyrr :

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/2160742/

Hvað er eðlilegt veðurfar...?  -  Góð spurning.

Már Elíson, 29.11.2015 kl. 21:44

7 identicon

Í upphafsfærslu segir; "og veðurfarsbreytingarnar valda þurrkum, miklum sveiflum og eyðingu gróins lands." Þetta er alrangt. Því rakamettun lofts eykst með hækkun hita sem er gott fyrir gróður og gróðurfar.

Væntanlega munu því eyðimerkur minnka og gróið land dafna betur með hlýrra og rakamettaðra lofti. Ekk skal ég segja til með sveiflurnar en þær verða væntanlega svipaðar nema á hærra hitabili.

Ég er hins vega alveg sammála málshefjanda í því að það beri að draga úr notkunn jarðefnaeldsneytis. Þó ekki nema af þeirri ástæðu einni að hún er takmörkuð auðlind og rétt að spara hana sem lengst.

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 30.11.2015 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband