Spennandi samkeppni orkubera.

Framundan er spennandi samkeppni á milli raforku, vetnisorku og jafnvel fleiri orkugjafa í bílum, en um er að ræða tæplega fjórðung alls kolefnisútblásturs jarðarbúa.

Blússandi framfarir eru nú í nýtingu þessara orkugjafa þótt stóru olíuframleiðsluríkin reyni að bregða fæti fyrir nýja orkugjafa með því að viðhalda lágu orkuverði svo að samkeppnishæfni nýrra orkugjafa skerðist.  

Í langflestum tilfellum verður um að ræða vetni eða rafmabn sem orkubera, þ.e. að upprunaorkan kemur frá stórum orkuverum sem nýta jarðefnaeldsneyti, kjarnorku, vatnsorku, sólarorku o.s.frv.

En vegna hagkvæmni stærðar þessara orkuvera verður lokaútkoman stórminnkuð losun kolefnis, jafnvel þegar um olíulindir, gas eða kolaorkuver er að ræða sem upprunaorku.

Við Íslendingar verðum í sérflokki með alla þá raforku, sem streymir fá raforkuverum okkar. 

 


mbl.is Kia segir vetnið framtíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt Ómar. Þetta verður spennandi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.12.2015 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband