Ekki sama hver á í hlut.

Nóbelskáldið fjallaði eitt sinn um það fyrirbæri hjá okkur Íslendingum að taka afstöðu í rökræðum eftir því hver segði eða gerði eitthvað frekar en að taka afstöðu eftir því hvað væri sagt eða gert.

Þetta fyrirbrigði er samt víðar að finna, eins og til dæmis sést á viðbrögðum við vopnaðri yfirtöku manna á náttúruverndarsvæði í Oregon í Bandaríkjunum.

"Getur nokkuð gott komið frá Nasaret?" var sagt um Jesú Krist.

Og umrætt fyrirbrigði á sér hliðstæður við ólíkar aðstæður.

Þannig var sagt frá þeim atburði í dagblaði á Akureyri hér um árið að hundur hefði ráðist á mann og bitið hann illa.

Í lok fréttarinnar sagði: "Tekið skal fram að um aðkomuhund var að ræða."  


mbl.is Kveikir umræðu um kynþátt og hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls."

(Halldór Laxness, Innansveitarkronika.)

Þorsteinn Briem, 5.1.2016 kl. 23:50

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Smjörklípa er hugtak sem Davíð Oddsson kom í umferð og er notað yfir þá aðferð í opinberri umræðu að beina athyglinni frá eigin vandamálum eða athöfnum með því að benda á eitthvað annað bitastæðara.

Hugtakið er rakið til Kastljóssþáttar 3. september 2006 en þar var Davíð Oddsson þáverandi seðlabankastjóri spurður um aðferðir sem hefðu gagnast honum í pólitík.

Hann sagði þá sögu af frænku sinni fyrir vestan sem hafði þann sið að klína smá smjörklípu á heimilisköttinn þegar þörf var á að halda honum uppteknum í smá tíma.

Smjörklípuaðferðin
er nátengd orðum Megasar: "Svo skal böl bæta að benda á annað verra.""

Þorsteinn Briem, 5.1.2016 kl. 23:51

3 identicon

Steini Briem (aths. 1) sýnir hversu
fráleitt er að vitna til Nóbelsskáldsins hvað
varðar atburði sem nú eiga sér stað í Bandaríkjunum.

Umræðan fer fram hér:

http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/2163247/

Húsari. (IP-tala skráð) 6.1.2016 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband