Eldvörp, - hvað um umboðsmann komandi kynslóða?

Einu sinni setti Davíð Oddsson fram hugmyndina um umboðsmann skattgreiðenda og á þeim tíma mátti finna gildar ástæður fyrir því.Eldvörp, syðri hluti

Skattgreiðendur og skjólstæðingar umboðsmanna Alþingis og umboðsmanns barna eru lifandi fólk, en lang stærsti hagsmunahópurinn, komandi kynslóðir, er ófæddur, og á því ekki möguleika á að rísa til varnar ef stórlega er gert á hluta hans með framkvæmdum eða aðgerðum, sem hafa mikil neikvæð og óafturkræf áhrif á umhverfi eða kjör hinna ófæddu.

Þessi hópur er margfalt stærri en nú núlifandi fólk, og áhrif sumra gerða núlifandi fólks eiga eftir að bitna á miijónum ófæddra.  img_3384_1187229

Set hér inn sem dæmi um slíka gjörð, tvær loftmyndir af hinni rúmlega tíu kílómetra löngu gígaröð, Eldvörpum norðan við Grindavík, þar sem á að fara að reisa virkjun á stærð við Kröfluvirkjun og gera svæðið, allt til sjávar, - en Gridavík og hafið sjást í fjarska, - að iðnaðarsæði.

Efri myndin er af syðri hluta gígaraðarinnar.

Uppgefin ástæða: Orkuskortur eftir tvö ár vegna okusölusamninga.

Raunveruleg ástæða: Orkan er byrjuð að minnka vegna rányrkju á henni á svæðinu Eldvörp-Reykjanes.

Eldvörp og Svartsengi eru með sameiginlegt orkuhólf og Eldvarpavirkjun er því það sama og að pissa í skó sinn til að halda á sér hita og mun einungis verða til þess að orkan úr hinum sameiginlega orkugeymi verður öll tæmd fyrr en ella og neikvæð óafturkræf umhverfisspjöll verða miklu meiri heldur en þau verða ef gígasvæðinu verður þyrmt.

Hvergi á þurrlendi jarðar finnast gígaraðir nema á Íslandi. Til að finna jafnoka Eldvarpa þarf að fara austur að Lakagígum eða norður í Mývatnssveit og í Gjástykki. 

Sjá nánari umfjöllun á facebook síðu minni með tengil í bloggpistil hér á síðunni 16. janúar 2013.

 

 

 

 


mbl.is Vilja umboðsmann flóttamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Já Ómar, mér og hinum skattgreiðendunum vantar sárlega umboðsmann. Menn og málefni láta í veðri vaka að breyting á stjórnarskrá muni leysa úr öllum mögulegum og ómögulegum hlutum.

En einu hlutirnir sem ekki er leyst úr er að eiga óhindraðan aðgang að vasanum hjá mér.

Sindri Karl Sigurðsson, 7.1.2016 kl. 23:26

2 identicon

Eins og álfar og tröll þá eru komandi kynslóðir ekki til.

Hábeinn (IP-tala skráð) 7.1.2016 kl. 23:59

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki veit ég til að einhverjir hafi sagt að "breyting á stjórnarskrá muni leysa úr öllum mögulegum og ómögulegum hlutum."

Þorsteinn Briem, 8.1.2016 kl. 01:19

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki hefur verið sannað að Guð sé til en þó hefur hann fjöldann allan af umboðsmönnum, meira að segja á Eyrarbakka.

Þorsteinn Briem, 8.1.2016 kl. 01:37

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hefðir þú verið ánægður, "Hábeinn", með það að langalangafi hefði talað með jafn mikilli lítilsvirðingu um þig og samtímafólk þitt og þú talar um komandi kynslóðir?

Að forfaðir þinn hefði talið sig eiga rétt á því að ganga stórlega á hluta þinn, vegna þess að þú værir ekki til, - já og yrðir þá væntanlega aldrei til, ef þessi röksemdafærsla á að ganga upp.

Ómar Ragnarsson, 8.1.2016 kl. 01:48

6 identicon

Ekki eitt orð um árásirnar í Köln frá Samfylkingunni.  Hvaða tilgangi þjónar það eiginlega að skipuleggja druslugöngur út um allan bæ?  Hvaða tilgangi þjónar það að kalla konur druslur?  Hvers vegna þessi æpandi þögn núna?  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.1.2016 kl. 08:15

7 identicon

Forfeður okkar notuðu það sem landið bauð án nokkurs tillits til þess að einhver fjarlægur afkomandi eða ferðamaður gæti eftir einhver hundruð ár vilja setjast niður og njóta. Ólíkt þér þá töldu þeir sig frekar þurfa að skapa lifandi börnum sínum lífsafkomu en hrifningu hjá ókomnum kynslóðum. Þeirra komandi kynslóðir, við, værum ekki hér ef þeir hefðu hugsað eins og þú.

Hábeinn (IP-tala skráð) 8.1.2016 kl. 09:13

8 identicon

Ég verð að taka undir með Hábeini hér.  Mér er mjög til efs að menn hafi helst af öllu viljað standa vörð um óbreytt ástand á tímum móðuharðindanna.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.1.2016 kl. 09:24

9 identicon

Á feminíska vefritinu Knuz er einhver fígúra sem kallar sig Gísla Ásgeirsson að kalla Margréti Friðriksdóttur trúð.  Mikið rosalega eru þetta ógeðsleg samtök.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.1.2016 kl. 16:40

10 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Hvaða samtök Elín? Ertu að tala um öfgasamtökin Pegida.

Ragna Birgisdóttir, 8.1.2016 kl. 17:48

11 identicon

Ég er að tala um vefritið Knuz, Ragna.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.1.2016 kl. 18:17

12 identicon

Það er rétt að það verður að stöðva þessa villimannslegu árás á Eldvörp. Enda er ekkert mál að leysa úr komandi orkuþörf. Bara loka þessu óarðbæra álveri í Straumsvík og járnblendinu á Grundartanga, þá er nóg orka í allskonar sólakísilver, iðnað, heimilisnot, álver á Hafusrstöðum og Guð má vita hvað.

Málið er að hugsa í lausnum.

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 8.1.2016 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband