Frost á Fróni, Kári í jötunmóð heilagrar reiði!

Það er engin furða þótt Kára Stefánssyni, öðrum tveggja Íslendinga sem nefndir hafa verið í hópi 100 fremstu í heiminum á sínu sviði, sé heitt í hamsi.

Hann minntist á fyrirbrigðið gáttaflökt eða hjartaflökt um daginn sem dæmi um það hvernig fjársvelti í heilbrigðisþjónustu skilur ekki aðeins eftir sig slóð þjáðra, örkumla og látinna sjúklinga að óþörfu, heldur verða heildarútgjöld þjóðfélagsins meiri en ef úrýmt hefði verið biðlista sem myndast síðustu mánuði ársins vegna þess að "kvóti ársins" er búinn.

Afleiðingar gáttaflökts geta orðið alvarlegar, t.d. heilablóðfall.

Einn minna bestu aldavina var kominn með gáttaflökt í haust en var látinn bíða.

Hann fékk alvarlega blæðingu við heilann, og við tók dvöl í öndunarvél. 

Hann var heppinn að því leyti að ekki urðu alvarlegar heilaskemmdir,- blóðið fór á milli heilans og höfuðkúpunnar.

En þetta var samt alvarlegt tilfelli og hann er enn í endurhæfingu á Gjörgæsludeild á Grensási. 

Heildarkostnaður vegna svona tilfellis er miklu meiri en ef tafarlausar aðgerðir geta afstýrt blæðingu.


mbl.is Kári Stefánsson í jötunmóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hvaða aðgerð vill hann að við sem höfum þennan sjúkdóm göngumst undir? Nær allir(mjög margir) sem ég þekki hafa farið 1,sinni upp í 4 sinnum,í rafvendingu en ekki fengið bót nema í smá tíma.Ég held að í augasteina aðgerð sé miklulengri bið,nema menn reiði fram kr.300-400,þúsund.  

Helga Kristjánsdóttir, 10.1.2016 kl. 03:29

2 Smámynd: Örn Ingólfsson

Já Ómar því miður þá gera Íslensk stjórnvöld sér ekki grein fyrir kostnaðinum! Og þaðan af síður verra að fyrst þarf að byrja framkvæmdir upp á 5 milljarða til að færa umferðarteppurnar sem eru í dag á Hringbrautinni og frá Bústaðarveginum og arkitektarnir gera sér ekki grein fyrir því heldur teikna og teikna en skítt með umferðarmannvirki! Það er aukaatriði en samt veit ég um arkitekt sem kom að einhverri tillögu og lentu í umferðarteppu með veikt barn klukkan rétt yfir 8 um morguninn og stopp á afreininni til hægri upp á gatnamótin Miklabraut=Snorrabraut og allt stopp! Þannig að hann tók barnið í fangið og hljóp inn á Barnadeild og  og barnið var orðið bleikt þegar pabbinn kom inna á Barnadeildina! Korteri seinna kom móðirin Nú barnið bjargaðist en það mátti ekki líða lengri tími þegar að faðirinn kom með þau gleðilegu tíðindi að allt væri í lagi en konan féll!

Örn Ingólfsson, 10.1.2016 kl. 03:42

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Milljarða framkvæmdir á gatnamótum Hringbrautar, Miklubrautar, Bústaðavegar og Snorrabrautar fyrir nokkrum árum og þar þarf engar nýjar framkvæmdir vegna Landspítalans, Örn Ingólfsson.

Landspítalinn er einfaldlega á besta stað á höfuðborgarsvæðinu, við miðju íbúafjöldans á svæðinu, og allt þras um hvar spítalinn eigi að vera hefur einungis getað tafið framkvæmdir við nýtt húsnæði spítalans við Hringbrautina.

Fyrir löngu hefur hins vegar verið ákveðið að spítalinn verði þar áfram.

En sjúkrahús er meira en byggingarnar einar, eins og allir eiga að vita.

Þorsteinn Briem, 10.1.2016 kl. 04:17

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík:

Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu
1. janúar 2014:

Reykjavík 121.230 (58,1%),

Kópavogur 32.308 (15,5%),

Hafnarfjörður 27.357 (13,1%),

Garðabær 14.180 (6,8%),

Mosfellsbær 9.075 (4,4%),

Seltjarnarnes 4.381 (2,1%).

Samtals 208.531.

Sunnan Reykjavíkur og Seltjarnarness (í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði) 73.845 íbúar.

Í Laugardal, Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi 74.970 íbúar.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi 14.519 íbúar.

Á Seltjarnarnesi, í Vesturbæ, Miðbæ, Hlíðum, Holtum, Túnum og Teigum 45.064 íbúar, 30.545 fleiri en í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Og póstnúmer 105 Reykjavík er að langmestu leyti í Hlíðum, Holtum og Túnum vestan Kringlumýrarbrautar.

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu
, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er því vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, nálægt Klambratúni (Miklatúni) og því skammt frá Landspítalanum.

Þorsteinn Briem, 10.1.2016 kl. 04:22

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi starfa um 4.700 manns og ákveðið hefur verið að spítalinn verði áfram við Hringbraut, samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var af borgarstjórn Reykjavíkur 13. desember 2012.

Ársskýrsla Landspítala-Háskólasjúkrahúss fyrir árið 2012


Deiliskipulag fyrir Landspítala-Háskólasjúkrahús við Hringbraut samþykkt

Þorsteinn Briem, 10.1.2016 kl. 04:30

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.10.2011:

"Landspítali-Háskólasjúkrahús er mikilvægur hlekkur í þeim þekkingarklasa sem hefur myndast við Vatnsmýrina.

Nálægð við Háskóla Íslands
, Háskólann í Reykjavík, hús Íslenskrar erfðagreiningar og fyrirhugaða Vísindagarða [þar sem nú er verið að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen, sem tekið verður í notkun á þessu ári, 2016] styrkir þekkingarmiðju borgarinnar á þessu svæði.

Svæðið liggur við Miklubraut sem er aðalsamgönguæð borgarinnar en liggur einnig vel við öðrum mikilvægum umferðaræðum eins og Hringbraut, Bústaðavegi og Snorrabraut.

Kannanir sýna að helmingur núverandi starfsmanna Landspítala-Háskólasjúkrahúss býr í innan við 14 mínútna hjólafjarlægð í vinnuna og fjórðungur í innan við 14 mínútna göngufjarlægð.

Þar er langtímastaðsetningin farin að móta rétt búsetumynstur, þar sem fólk býr nálægt vinnustað en keyrir ekki borgarenda á milli.

Það eru mikilvæg verðmæti í borgarsamfélaginu sem ber að varðveita.

Og þar að auki vinna á annað hundrað starfsmenn spítalans einnig við kennslu og rannsóknir í Háskóla Íslands."

Þorsteinn Briem, 10.1.2016 kl. 04:34

7 identicon

Það er einfaldlega rangt hjá Kára að staðsetningin skipti ekki máli.  Það er einhver framsóknarfnykur af þessum málflutningi.    

http://www.visir.is/sigmundur-leggur-til-ad-gamla-landspitalahusinu-verdi-breytt-i-hotel/article/2015150929800

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.1.2016 kl. 09:17

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er svona bæði eitthvað til í því og ekki til í því.

Deilur um staðsetningu skipta náttúrulega litlu, - þegar öngvir fjármunir eru sjánlegir til aðgerða.

Sjallar og framsókn moka öllum fjármunum til elítunnar og hinna best setti.

Samfélagskerfið líður fyrir það, heilbrigðiskerfið að hruni komið og menntakerfi hvorki fugl né fiskur.

Að kjósa sjalla og framsókn þýðir þetta.  

Aðferðarfræði þeirra framsjalla að fara deila um staðsetningu er eingöngu til að beina sjónum almennings frá því að þeir eru á góðri leið með að rústa landinu og jafnvel getur hrun verið yfirvofandi.

Framsjallar eru að eyðileggja landið og virðast hata þjóðina.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.1.2016 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband