Beck, von Brauchitsch, Rommel og Guderian reyndu andóf.

Foingjar í hernum stóðu fyrir tilræði við Hitler í júlí 1944. Ludwig Beck hershöðingi, sem hafði reynt að andæfa Hitler fyrir stríð, átti að verða leiðtogi þjóðarinnar að Hitler dauðum, en tiræðið mistókst og Beck var líflátinn.

Rommel var vitorðsmaður og galt fyrir það með lífi sínu.

Beck og von Brauchitsch voru í hópi hershöfingja sem vildu koma í veg fyrir styrjöld með því að taka ráðin af Hitler í september 1938.

Sigur Hitlers við samningaborðið í Munchen kippti fótunum undan andófinu.

Þeir félagar voru líka með í ráðum í október 1939 í svonefndu Zossensamsæri, sem átti að koma í veg fyrir innrás í Niðurlönd og Frakkland.

Slæmt veður varð til þess herferðinni var frestað til vors og botninn datt úr Zossensamsærinu.

Þegar skriðdrekasveitir brunuðu eftir sléttunum í átt til Moskvu í ágúst 1941, skipaði Hitler Guderian að taka vinkilbeygju til hægri suður í Ukraínu til að framkvæma stærstu umkringingu og fjölda stríðsfanga í hernaðarsögunni.

Þetta seinkaði herförinni til Moskvu um sex vikur og olli grimmilegum ósigri við borgarhlið Moskvu.

Þegar Guderian mætti fyrstu T-34 skriðdrekum Rússa í stórum hópum varð honum ljóst að forsendur herfararinnar voru rangar.

Þessar vikur stóð Guderian uppi í hárinu á Hitler í vaxandi mæli og það endaði með því að Hitler setti Guderian af.

 


mbl.is Hellti sér yfir Hitler
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband