Til hamingju, Víðir!

Þegar Þórhallur Vilmundarson kom fram með náttúrunafnakenningu síma upp úr 1960 varpaði hún nýju ljósi á það fyrirbæri, að upprunaleg örnefni eiga á hætti að vera afbökuð með tímanum og oftast fyrir misskilning.Askja.Herðubreið.Wattsfell

Óljóst er hvað olli ruglingi með örnefnið Wattsfell sem breytt var í Vatnsfell.

Eitt af mörgum dæmum um svona rugling var vaxandi árátta margra til að nefna fjallveginn Geldingadraga fyrir ofan bæinn Dragháls nafni bæjarins og var þá talað um að aka yfir Dragháls.

Sömuleiðis hefur örnefnið Reykjanes, sem er aðeins ysti hluti Reykjanesskagans, smám saman orðið að heildarheiti yfir skagann allan, sem auðvitað er ekki aðeins rangt, heldur rýrir möguleikana á nefna sem besta staðsetningu fyrir hvaðeina á þessu svæði.

Víðir Gíslason á Akureyri hefur um langt árabil barist fyrir því að hið upphaflega örnefni Wattsfell fái að halda sér í stað þess að nafninu var breytt í Vatnsfell.

Síðara nafnið er fráleitt, því að Wattsfell er þrjá kílómetra frá Öskjuvatni en Þorvaldsfjall á bakka vatnsins eins og sést á meðfylgjandi loftmynd sem tekin er úr suðvestri, en þar er Wattsfell hvítleitt fremst við miðju myndar, en fjær eru Öskjuvatn og Herðubreið, en Þorvaldsfjall hægra megin við Wattsfell.

Það sem er skemmtilegt við þau málalok að Wattsfell fái að halda sínu upprunalega heiti er, að í því felst andstæða náttúrunafnakenningarinnar, - upprunalega nafnið, sem nú hefur sigrað, er mannanafnaörnefni, en hið breytta nafn náttúrunafn, sem samt stenst ekki kröfur um náttúrunafn, af því að annað fjall, stærra og nær vatninu, hefði átt að heita þessu nafni, ef það átti að kenna eitthvað fjall við vatnið.  

Ég óska vini mínum Víði Gíslasyni og örnefnanefnd til hamingju með þessi málalok.


mbl.is Vatnsfell fær að heita Wattsfell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fær á ekki Öskjuvatn loksins að heita aftur Knebelsee í höfuðið á Walter von Knebel ?

Irene von Grumkow (IP-tala skráð) 23.1.2016 kl. 22:31

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nafnið Öskjuvatn hlýtur að hafa verið komið fyrir 1907, er fallegt og segir allt um útlit þess og eðli.

Ómar Ragnarsson, 24.1.2016 kl. 00:49

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess má geta, Irene, að ég er að skrifa bók sem prófessor Emmy Todtmann er aðalpersónan í, en hún fór í alls fimm Íslandsferðir á árunum 1935-1965 og gerði rannsóknir á Brúarjökli og áhrifasvæði hans að höfuðatriði í lífsstarfi sínu.

Í bókinni er talsverð dulúð og örlög Knebels og Rudloffs koma þar við sögu.  

Ómar Ragnarsson, 24.1.2016 kl. 01:06

4 identicon

Væri ekki sniðugt fyrir markaðssetninguna á Íslandi að skíra róglegan stað við Öskjuvatn sem dæmi Þagnarstaðir og fleiri staði með orðum sem byrjar á þögn?

Ég var einu sinni með hóp frá Hollandi við Öskjuvatn og allir í hópnum áttu að þegja og njóta kyrðarinar. Ég man hvernig ég yfirgaf daginn og hvarf inn í djúp draumanna þegar þögnin tók yfir við þessar dásamlegu aðstæðum sem eru þarna alltaf.

Ég vakna svo með látum við það að hollenski hópurinn var skellihlæandi að taka myndir af mér þar sem ég var steinsofandi hrjótandi með höfuðið ofan á steininum við Öskjuvatn.

Hollendingar búa á þéttbýlasta landi veraldar og fyrir þá að komast í aðstæður að upplifa þögnina eins og við Öskjuvatn er sama og fyrir þá að fá að sjá Gullfoss með sínum eigin augum.

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 24.1.2016 kl. 01:54

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegjandadalur í Suður-Þingeyjarsýslu:

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/0/05/%C3%9Eegjandadalur.PNG

Þorsteinn Briem, 24.1.2016 kl. 03:07

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sigurður bóndi á Hofsnesi í Öræfum var eitt sinn með hóp á heyvagni á ferð í Ingólfshöfða.

Sest var niður í höfðanum til að borða nesti, og af einhverjum ástæðum sofnaði Siggi í kyrrðinni og mollunni.

Héldu ferðamennirnir þá að þetta væri hluti af tilætlaðri upplifun og lögðu sig líka og sofnuðu!

Ómar Ragnarsson, 24.1.2016 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband