"Bílvelta varð." Æ, er þetta að byrja aftur?

Ég var farinn að vona að það væri að vera búið að víkja í burtu orðalaginu "bílvelta varð" en nú er það að lifna aftur við.

"Bílvelta varð" er fjögur atkvæði, tvöfalt lengra en ef sagt er "bíll valt."

Fyrirbærið er angi af svonefndri nafnorðasýki sem hrjáir nútímafólk og býður heim orðalengingum og tyrfnum stíl.

Hvað næst?  "Útafakstur varð"... í staðinn fyrir "bíll lenti útaf..."?

"Íslendingasigur varð..." í staðinn fyrir "Íslendingar sigruðu..."?

"Bílafestur urðu..." í staðinn fyrir "bílar festust..."?

"Formannskosning varð..." í staðinn fyrir "formaður var kosinn..."?


mbl.is Bílvelta í Kömbunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og ég var að vona að menn væru hættir að reyna að taka fjölbreytileikann úr málinu.

Fyrirbærið er angi af svonefndum ellipirring sem hrjáir fólk sem ekki þolir breytingar og fjölbreytni. Vilja hafa eitt ríkis orð yfir hvern hlut og hverja aðgerð. Bíll valt og engin frávik leifð.

Hábeinn (IP-tala skráð) 25.1.2016 kl. 18:47

2 Smámynd: Már Elíson

"Hábeinn"...(þvílíkt orðskrípi)...Ertu fæddur fábjáni eða er þetta áunnið og af ásettu ráði ? - Þú ættir að venja þig af þessum barnaskap og það að halda að þessi fíflagangur í þér skili einhverju (nema því að þú ert hér í skjóli nafnleyndar) og pirri menn (?) - Misskilningur. - Reyndu bara að vera málefnalegur og viðurkenna lélega menntun. - E.s. Svo er orðið "leyfð" með y. - 

Már Elíson, 25.1.2016 kl. 18:55

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það sem ég nefni helst í umræðum um tungumálið er fábreytileikinn.

Veðurfræðingurinn hjá Sjónvarpinu í gærkvöldi notaði orðin "kemur til með" sjö sinnum í síbylju. Þetta er ekki fjölbreytileiki heldur einsleitni.

Í eitthvert af þessum skiptum gat hann notað orðið "mun", eitt atkvæði í stað fjögurra eða einfaldlega eitthvert eitt orð, t.d. sagt "það kólnar síðdegis" í stað þess að segja "það kemur til með að kólna sídegis."

Stundum er fábreytileikinn allsráðandi frétt eftir frétt þegar sífellt er tönnlast á því að eitthvað sé eða verði gert "með þeim hætti."

Það er að verða búið að útrýma stuttum og skýrum orðum eins og "svona", "hvernig", "öðruvísi", "þannig."  

Fábreytileikinn hins vegar í algleymingi með því að segja tala ævinlega um að eitthvað sé eða verði með einhverjum hætti, með öðrum hætti, með þeim hætti o. s. frv.

Ómar Ragnarsson, 25.1.2016 kl. 21:33

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Margir gapa nú um að þeir "fari erlendis" þegar þeir fara héðan frá Íslandi til útlanda.

Þeir koma þá væntanlega einnig hérlendis þegar þeir koma aftur til Íslands.

Þorsteinn Briem, 25.1.2016 kl. 22:56

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bíll valt - Bílvelta varð.

Tunna valt - Tunnuvelta varð.

Þorsteinn Briem, 25.1.2016 kl. 22:59

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég skil þetta ekki. - "Ég er ekki að skilja þetta."

Þorsteinn Briem, 25.1.2016 kl. 23:01

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson,

Ég krefst þess að þú eyðir "athugasemd" Gunnars Th. Gunnarssonar kl. 22.53.

Þorsteinn Briem, 25.1.2016 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband