Því ósvífnari og meira ögrandi, því meira fylgi.

Því verður ekki neitað að Donald Trump kann þá list að ná athygli fjölmiðla og almennings.

Barack Obama gerði það í framboði sínu 2008 en þar með lýkur samlíkingunni, svo gerólíkir eru þessir menn og svo gerólíkum aðferðum og málflutningi beita þeir.

Trump virðist gera út á það að ganga fram af fólki og sýnast með því töff og skörulegur, auk þess að með því dregur hann meiri athygli að sér en öllum öðrum frambjóðendum flokkanna til samans.

Með endemis ummælunum, hverjum á fætur öðrum, vex fylgi hans, og jafnvel því meira sem þau eru ruddalegri og dónalegri, samanber ummæli hans í garð umræðustjórans, sem hann vill ekki samþykkja í kappræðunum í kvöld.

Trump lítur vafalítið þannig á, að með því að skera sig svona hressilega úr, muni fylgi hans aukast enn meira en fyrr.

Hann á sand af seðlum og virðist ekki lengur telja að hann þurfi á kappræðum að halda frekar en hann kýs til þess að auglýsa sig.

Og var ekki sagt einhvern tíma að neikvæð auglýsing eða jafnvel auglýsing að endemum væri betri en engin auglýsing?


mbl.is Kappræður í kvöld en enginn Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband