Hreinn hernaðarlegur ósigur Breta 1976.

Lokasigur Íslendinga í þorskastríðunum 1976 byggðist á því, að vegna heildar hernaðarhagsmuna NATO gátu Bretar ekki beitt fallbyssum herskipa sinna, en hins vegar gátu Íslendingar beitt fallbyssum varðskipanna.

Ef Bretar hefðu getað beitt herskipunum til fulls hefðu þeir unnið hernaðarsigur strax haustið 1958.

En það hefði þýtt það að Íslendingar hefðu gengið úr NATO og þar að auki hefði meginhugsunin  að baki NATO, sem hernaðarbandalags gegn utanaðkomandi ógnun, verið gereyðilögð.

Það merkilegasta við úrslit þorskastríðsins 1976 var það að vegna mikils tjóns á bresku freigátunum í árekstrum við íslensk varðskip og íslenska skuttogara, sem voru útbúnir sem varðskip, höfðu Bretar ekki lengur nógu mörg herskip til að halda baráttunni áfram.

Pétur Guðjónsson skrifaði fanta góða blaðagrein þetta vor og fór yfir það hvar bresk herskip væru að störfum á heimshöfunum til að gæta hernaðarhagsmuna sinna og bresku samveldislandanna. 

Niðurstaðan var skýr: Of mörg herskip voru dottin út vegna skemmda á Íslandsmiðum, og var freigátan Falmouth eitt magnaðasta dæmið um það eftir áreksturinn við Tý.

Falmouth yrði úr leik út árið og missir þess skips var dropinn sem fyllti mælinn.

Bretar voru í engri stöðu í viðræðunum til að halda fram kröfum sínum.

Niðurstaðan var, svo ótrúlegt sem það virðist, hernaðarlegur sigur Íslands. 

 


mbl.is Töldu kröfur Íslands brandara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband