Misjöfn viðbrögð við litlu fylgi í aldar sögu jafnaðarmanna.

Árið 2016 er tvöfalt afmælisár í sögu krata á Íslandi, 100 ár frá stofnun Alþýðuflokksins og 60 ár frá stofnun Alþýðubandalagsins. Í hitteðfyrra voru 20 ár frá stofnun Þjóðvaka og nokkrum árum áður 30 ár frá stofnun Kvennalistans.

Allt voru og eru þetta tilefni fyrir Samfylkinguna til að skoða uppruna sinn og sögu og greina nýja strauma í stjórnmálum til að bregðast við þeim. En þessi tilefni hafa ekki verið notuð að því er virðist af gagnkvæmnri tillitssemi hinna fjögurra stofnaðila við hver annan.

Er það eitthvert feimnismál hvað felst í heitinu "Samfylkingin - jafnaðarmannaflokkur Íslands"?

Er eitthvert feimnismál að vera frjálslyndur jafnaðarmaður og leggja slíka stefnu fram á skýran hátt inn í viðfangsefni íslenskra stjórnmála?

Er eitthvert feimnismál að leggja því lið að yfirgnæfandi vilji þeirra sem kusu um nýja stjórnarskrá 2011 var henni í vil?

Eða á það að vera svo að Píratar geti einn flokka eignað sér stuðning við það?

Opin umræða er nauðsynleg fyrir hverja stjórnmálahreyfingu. Annars væri ekki haldið fram þeirri síbylju að Samfylkingin sé "einsmálsflokkur" sem hafi aðeins eitt mál á dagskrá: Að ganga í ESB.

Síðan hvenær eru kjörorðin "frelsi-jafnrétti-bræðralag-lýðræði" orðin úrelt og ónothæf?

Umrótið og klofningurinn nú í íslenskum stjórnmálum eru ekki einsdæmi og viðbrögðin við slíku ástandi hafa verið mismunandi eins og´sjá má á yfirliti yfir það í næsta bloggpistli á undan þessum.


mbl.is Landsfundur óraunhæfur á þessu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frjálslyndir jafnaðarmenn sem sitja á brúsapallinum með ÁTVR í fanginu og bíða eftir næstu rútu í ESB.  Já, hvað er eiginlega að klikka?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.2.2016 kl. 08:12

3 identicon

Hvað segir unga fólkið?  Það er einkennilegt að horfa upp á framsóknarmennina í felulitunum, Illuga Jökulsson og Egil Helgason, tala niður unga fólkið, Vilhjálm Árnason og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.  Þeirra er framtíðin.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.2.2016 kl. 09:42

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vandamál Íslands er og hefur verið, - að Jafnaðarmenn eru ekki nema um 10% innbyggja.  Þar liggur vandi landsins.  Þar skilur á milli velferarríki Norðurlanda og sjallabrútalismans sem ríkir hér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.2.2016 kl. 10:10

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Styrmir Gunnarsson kallar á umræðu í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að aldrei fyrr í sögu hans hefur fylgi hans mælst jafn lítið og nú.

Sjálfstæðisflokkurinn er með víðfeðma stefnuskrá sem byggist frjálslyndum sjónarmiðum með sem mestu frelsi einstaklingsins.

Allt viðfangsefni sem eru áhugaverð þegar metin eru æskileg grunngildi.

Ómar Ragnarsson, 5.2.2016 kl. 10:32

6 identicon

Aldeilis hárrétt ábennding hjá þér Ómar. Vandi jafnaðarmanna í dag virðist vera sá að menn eru ekki í raunverulegum tengslu við uppruna sinn.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (IP-tala skráð) 5.2.2016 kl. 10:53

7 identicon

"Kaupfjelagslistinn"  Morgunblaðið 23. janúar 1926:3.

"Samábyrgðin.  460 verkamönnum bjargað úr hrömmum samábyrgðar."  Morgunblaðið 18. júní 1926:3.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.2.2016 kl. 11:17

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Píratar eru einfaldlega jafnaðarmannaflokkur, eins og vel sést á stefnu flokksins, og hafa nú 35,3% fylgi, samkvæmt skoðanakönnun Gallup.

Frá síðustu alþingiskosningum, 2013, hafa Píratar fengið fylgi frá Bjartri framtíð og Samfylkingunni en fyrst og fremst þeim sem þá kusu Framsóknarflokkinn í stað Samfylkingarinnar.

Fylgi Framsóknarflokksins fyrir þremur árum, í febrúar 2013, var samkvæmt skoðanakönnun Gallup 14,2% og er nú mjög svipað, 12%.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn fengu samtals 38,5% í alþingiskosningunum 2009 og eru nú með nánast sama fylgi, 36,4%.

Þá var Framsókn með 14,8% fylgi en nú 12% og Sjálfstæðisflokkurinn með 23,7%, en nú 24,4%, og fékk 26,7% í síðustu alþingiskosningum, 2013.

Vinstri grænir eru nú með sama fylgi og í síðustu alþingiskosningum, þannig að Píratar hafa ekki fengið fylgi frá þeim.

Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst lítið fylgi til Pírata.

Samfylkingin, Vinstri grænir og Borgarahreyfingin fengu samtals 58,7% í alþingiskosningunum 2009 og Samfylkingin, Vinstri grænir, Björt framtíð og Píratar eru nú með sama fylgi, 58,9%.

Og jafnaðarmannaflokkarnir Píratar, Samfylkingin og Björt framtíð eru nú með 48,1% fylgi.

Fylgi Bjartrar framtíðar er hins vegar mjög lítið, 3,6%, og eins og staðan er núna er því líklegast að Píratar, Samfylkingin og Vinstri grænir, nú með samtals 55,3% fylgi, myndi næstu ríkisstjórn.

Í raun breytir því engu fyrir jafnaðarmenn hvort Samfylkingin hverfur af sjónarsviðinu, þar sem fylgi flokksins nú færi til Pírata, sem einnig er jafnaðarmannaflokkur.

Ekki ætti því að koma á óvart að Jón Baldvin Hannibalsson og Össur Skarphéðinsson, fyrrum formenn Alþýðuflokksins og Samfylkingarinnar, séu hrifnir af Pírötum.

Þorsteinn Briem, 5.2.2016 kl. 11:33

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vinstri Grænir eru ekki stjórntækir, að mínu mati.  Allt of sundrað lið þar innanborðs.  Þeir bara sveiflast eins og strá eftir því hvernig lýðskrumsvindurinn blæs.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.2.2016 kl. 12:09

10 identicon

Jafnaðarmenn hafa komist í tengsl við uppruna sinn.  Þá sýndu þeir sitt rétta andlit enn og aftur.  Ekki var það nú fallegt.

"Með kveðju frá ASÍ"  Morgunblaðið 10. janúar 1981:10. 

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.2.2016 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband