Ekkert lík. Hvað þá? Allt mögulegt.

Manneskja er horfin. Finnst ekki þrátt fyrir ákafa og yfirgripsmikla leit, hvorki lifandi né dauð.

Niðurstaða: Talin af og það fært í bækur.

En ekki alltaf.

Íslendingur, sem hvarf fyrir aldarfjórðungi í Bandaríkjunum, var talinn af og "afskráður".

Birtist síðan sprelllifandi tólf árum síðar.

Áströlsk kona sem talin var af, kom nýlega í leitirnar hún mætti í sína eigin minningarathöfn.

Tveir menn hurfu fyrir rúmum 40 árum á Íslandi og hefur ekki fundist tangur né tetur af þeim.

Með skipulegu harðræði sem stóð mánuðum saman, og allt upp undir ár, fengust játningar sem sveifluðust og breyttust í allar áttir, en töldust nýtilegar til sakfellingar.

Maður var sem fréttaþulur látinn lesa langa lýsingu í sjónvarpsfréttum á átökum, morði, og líkflutningi í Dráttarbrautinni í Keflavík, sem eftir á reyndist tóm steypa þegar aðrar játningar urðu til og maður lenti líka í því að lesa þær sem jafn heilagan sannleika og hinar fyrri.

Ekkert lík, ekkert morðvopn, engin ástæða, en málið samt talið upplýst að fullu.

 


mbl.is Fékk minnið eftir 30 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ekkert lík, ekkert morðvopn, engin ástæða, en málið samt talið upplýst að fullu."

Sem sagt, dauði Samfylkingarinnar.

Þorsteinn Briem, 12.2.2016 kl. 18:07

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eins dauði er annars brauð.

Með kveðju,
prestar og píratar.

Þorsteinn Briem, 12.2.2016 kl. 18:17

3 identicon

Ég var ekki nema 16 ára þá, en málið fór alveg fram af mér. Eftir á, er ekki laust við að sú hugsun rati mér í koll, að um skipulagðar "sjónhverfingar" hafi verið að ræða.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 12.2.2016 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband