"Bílvelta varð" þrisvar.

Bíll valt undir Ingólfsfjalli í morgun. Í örstuttri frétt af þessu á mbl.is tekst blaðamanninum að tönnlast á orðinu "bílvelta" þrisvar, þar af tvisvar með því að segja "bílvelta varð" sem inniheldur tvöfalt fleiri atkvæði en ef sagt væri "bíll valt."

Næsta skref í þessu einkenni orðalenginganna sem fylgir nafnorðasýkinni í þessari frétt gæti falist í svona frétt um aðeins stærra ímyndað slys:

 

Hraðakstur varð við Sandskeið í morgun þegar hvassviðri varð og hliðarskrið varð þegar stjórnleysi varð hjá bílstjóranum svo að útafakstur varð og bílvelta varð og stóráverkar urðu.

Útkallsakstur varð hjá lögreglu og sjúkraflutningur varð þegar þyrluútkall og innlögn urðu á Borgarsjúkrahús þar sem uppskurður varð.

Eftiratvikumlíðan varð hjá sjúklingnum.  

 

Á mannamáli:

 

Bill skrikaði til í hraðakstri í hálku og hvassviðri á Sandskeiði í morgun, lenti útaf veginum og valt. Bílstjórninn slasaðist talsvert.

Lögregla kom á vettvang og hinn slasaði var fluttur með sjúkrabíl á Borgarsjúkrahúsið þar sem hann var skorinn upp og er líðan hans eftir atvikum.

Í seinni textanum eru sex sagnir, sem nafnorðasýkin hefur útrýmt í feitletraða textanum á undan og komnar inn tólf málalengingar, sem myndaðar eru á sama hátt og "bílvelta varð."   


mbl.is Bílvelta undir Ingólfsfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þannig fer Sjálfstæðisflokkurinn að því að fjölga atkvæðum flokksins.

Og ekki veitir nú af.

Þorsteinn Briem, 15.2.2016 kl. 11:45

2 Smámynd: Már Elíson

...Hvernig fara þeir að því, segirðu Steini...?

Már Elíson, 15.2.2016 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband