Alltaf koma menn af fjöllum sem fá laun í samræmi við "ábyrgð."

Í íslenska banka- og efnahagskerfinu virðist gilda ein meginregla, að bankinn, bankastjórarnir og yfirmenn fjármálafyrirtækja hafi ævinlega tryggingu fyrir því að þurfa aldrei að taka ábyrgð á því sem aflaga kann að fara.

Miðað virðist við það að ævinlega fái fjármálakerfið sitt, en að fari eitthvað úrskeiðis, sitji lántakendur, viðskiptamenn eða ríkið uppi með tapið.

Í þessu kerfi skammta yfirmenn sér ofurlaun á þeim forsendum að þeir beri svo mikla og þunga ábyrgð.

Ef vel gengur er þrýst á um bónusa, arð og launahækkanir langt úr takti við launakerfið í þjóðfélaginu.

Ef illa gengur hverfur hins vegar talið um ábyrgðina og aðrir en stjórnendurnir, í þessu tilfelli banki í almannaeigu og almenningur, verða að taka á sig skellinn, sem felst í því að láta utanaðkomandi aðila eða braskara, sem kunna tökin á því að sópa til sín milljarða verðmætum í gegnum einkavæðingu, hlunnfara seljendur.

Þessir vernduðu stjórnendur koma af fjöllum varðandi það sem er að gerast á þeirra vakt og þrýstingurinn á hærri ofurlaun vex bara.


mbl.is „Þetta er það vitlausasta sem við höfum gert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband