Land mikils stríðsglæps.

Um margra ára skeið ríkti blóðug borgarastyrjöld á Shri Lanka milli stjórnar landsins og svonefndra Tamiltígra.

Þessi stjórn var svo forstokkuð að hún bauð blaðamönnum frá Evrópu í ókeypis og glæsilega ferð  til landsins til þess að þeir gætu "kynnst" landi og þjóð.

Þá var ég fréttamaður hjá Sjónvarpinu og boðið barst inn á mitt borð auk fleiri.

Auðséð var á áætluninni um þessa boðsferð, að gefa átti ósanna glansmynd af þjóðlífinu og slá ryki í augu umheimsins.

Það kom ekki til mála að fara slíka ferð, jafnvel þótt boðnir væru gull og grænir skógar.

Fulltrúar frá Norðurlöndum voru á Shri Lanka á tímabili til að reyna að miðla málum, og meira að segja fór Þorfinnur sonur minn, sem starfaði við það þar, í þyrluferð upp í fjöllin á vit tígranna þegar reynt var að koma á friði með samningum. 

Allt reyndist það vonlaust og þegar vel hentaði fyrir stjórnina hreinlega murkaði hún uppreisnarmenn niður á viðurstyggilegan hátt með vopnavaldi og kæfði uppreisnina í blóði.

Er ljót frásögn vitna af því þegar á einum stað var búið að króa stóran hóp uppreisnarmanna af á strönd og þeir voru strádrepnir.

Hefði þetta gerst í Sýrlandi eða öðru olíuríkii í Miðausturlöndum er næsta víst að vestrænir fjölmiðlar hefðu slegið því upp og mikill hvellur orðið.

En Shri Lanka er langt í burtu, engin olía, og öllum var skítsama.  

 


mbl.is Fólkið í Vík er frá Sri Lanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband