Ekki að undra vegna kostakjara.

Á orkubloggi Ketils Sigurjónssonar að undanförnu hefur sést vel hve vel Alcoa og Norðurál eru einstaklega vel sett varðandi lágt orkuverð og tengingu þess við álverð þannig að Landsvirkjun er skuldbundin til að lækka orkuverðið með því að tengja það við verð á áli en ekki við notkun til annars.

Þar að auki eru sérstök ákvæði hjá Alcoa varðandi það að ekkert þak er á því hvað skuldsetja má álverið með bókhaldsbrellum þannig að vaxtagreiðslur þess verði jafnmiklar og tekjurnar. '

Þetta undanskot frá tekjuskatti gildir í margra áratuga samningstíma og kemur í veg fyrir að hér á landi sé hægt að setja reglur eins og gert hefur verið erlendis varðandi það að setja þak á vaxtagreiðslur, sem frádráttarbærar eru frá skatti.

Þessi vildarkjör hljóta að spyrjast út meðal erlendra orkukaupenda sem að sjálfsögðu leita til Íslands um orkukaup á þessum nótum.

Forstjóri Landsvirkjunar hefur sagt, að þessari sölustefnu fyrirtækisins verði breytt og er vonandi að honum takist það.


mbl.is Landsvirkjun annar ekki eftirspurn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Febrúar 2009:

"Virðisauki af starfsemi stóriðjuvera hér á Íslandi er ekki mikill.

Samkvæmt ársreikningum þeirra álvera sem störfuðu hér á árinu 2007 má áætla að hjá þeim sé virðisaukinn samtals um 25 milljarðar króna, sem svarar til um 1,8% af vergri þjóðarframleiðslu.

Virðisaukinn lendir að 2/3 hlutum hjá erlendum eigendum álveranna en einungis 1/3 hjá íslenskum aðilum, sem svarar til 0,6%-0,7% af þjóðarframleiðslunni.

Virðisauki vegna sölu á aðföngum til stóriðju er að mestu leyti hjá orkusölum en ekki eru tiltækar talnalegar upplýsingar um hann.

Verð á raforku til stóriðju bendir þó til þess að hann sé ekki mikið umfram vaxtagreiðslur orkuveranna sem renna úr landi og viðunandi ávöxtun eiginfjár.

Því eru líkur á að arður af orkulindinni, auðlindarentan, renni nær óskipt til orkukaupendanna, stóriðjuveranna."

Efnahagsleg áhrif erlendrar stóriðju hér á Íslandi - Fyrrverandi ríkisskattstjóri

Þorsteinn Briem, 22.2.2016 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband