Minnsta kosti hundrað sinnum lengri en Berlínarmúrinn.

Hugmynd Donalds Trumps um að reisa múr eftir endilöngum landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna er ekki einasta þess eðlis, að hún varpi skugga á væntanlegan forsetaframbjóðanda flokks Lincolns, heldur er hún einnig íhugunarefni þegar athugað er, hvaða málflutningur það er sem nú um stundir getur náð hljómgrunni hjá milljónum borgara í vestrænu lýðræðisþjóðfélagi.

Þessi múr yrði að minnsta kosti hundrað sinnum lengri en ein illræmdasta framkvæmd kommúnista, Berlínarmúrinn, svo að hann bliknar í samanburðinum.

Ronald Reagan, forseti Bandríkjanna og Republikani, stóð við þann múr og sagði fleyg orð: "Herra Gorbatsjov, rífðu þennan múr niður."

Nú verður maður kannski senn að fara að venja sig við þá tilhugsun, að næsti forseti Bandaríkjanna standi við landamærin við Mexíkó og segi: "Reisum hér múr sem verður jafn frægur og Kínamúrinn."


mbl.is Mexíkó borgar ekki vegginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auðvitað vill Donald Trump banna 1,7 milljörðum múslíma, um fjórðungi mannkynsins, að koma til Bandaríkjanna.

Öll múslímaríkin í heiminum, um sextíu, myndu þá væntanlega banna öllum Bandaríkjamönnum að koma til þeirra ríkja og hætta öllum samskiptum við Bandaríkin.

Þorsteinn Briem, 3.3.2016 kl. 22:50

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Veit ekki betur en að milljónir múslíma fljúgi sem ferðamenn til Evrópusambandsríkjanna ár hvert og geti beðið þar um hæli ef þeim sýnist svo.

Og Kínverjar sem fljúga með farþegavélum inn á Schengen-svæðið, til dæmis til Noregs, geta beðið þar um hæli ef þeir nenna því.

Og sömu sögu er að segja um Mexíkóa sem fljúga til Bandaríkjanna.

Múrar hafa enga þýðingu til lengdar í frjálsum heimi.

Öðru máli gegnir hins vegar um Norður-Kóreu.

Þorsteinn Briem, 3.3.2016 kl. 22:51

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bretland:

"The Muslim population was 2.7 million in 2011, making it the second-largest religion group in the United Kingdom."

Fróðlegt væri að vita hvernig Donald Trump vill til að mynda koma í veg fyrir að breskir múslímar fljúgi til Bandaríkjanna.

Þorsteinn Briem, 3.3.2016 kl. 22:52

4 identicon

Kínverjar þurtu að reisa múr til að halda villimönnum móngóla úti.
Kannski sagan sé bara að endurtaka sig.

Það myndi enginn dæma þig hart, Ómar, ef þú myndir reisa öflugan eldvegg sem dygði á spammið hans Steina. Þvert á móti, fólk myndi taka því fagnandi, og hrósa þér í hástert. 

Veggir eru bráðnauðsynlegt fyrirbæri.

Hilmar (IP-tala skráð) 3.3.2016 kl. 22:57

5 Smámynd: Ármann Birgisson

Mér finnst rangt að bera saman Berlínarmúrinn og svo þennan fyrirhugaða vegg í sambandi við stærð eða lengd þeirra. það er ekki það sem skiftir máli heldur ástæða þess hvers vegna þarf að reisa hann.

Ármann Birgisson, 3.3.2016 kl. 23:43

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þegar Berlínarmúrinn var reistur reyndu A-þýsk stjórnvöld á einhverjum tímapunkti að telja heiminum trú um að múrinn væri til að halda aftur af fólki sem vildi flýja TIL þeirra úr vestrinu, en ekki öfugt. .

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.3.2016 kl. 23:47

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Dæmigerð vinstri falsetta Gunnar! 

Helga Kristjánsdóttir, 4.3.2016 kl. 00:06

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ættli menn séu ekki að hafa ahyggjur af einhverju sem kemur aldrei til með að gerast, ef Trumpsterinn nær ekki kjöri í forkosningum hvað þá heldur aðal kosningunum.

Jafnvel þó svo að Trumpsterinn verði næsti forseti USA, þá verður ekkert af því að Trumpsterinn láti verða af Trumpster veggjar byggingunni. Talk and no action from the conartist.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.3.2016 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband