Vorboðinn ljúfi?

Nú eru aðeins sex vikur eftir af vetrinum, birtutími sólarhringsins orðinn lengri en rökkurtíminn og jafndægri á vori eftir tæpar tvær vikur.

Sólin jafn hátt á lofti núna og viku af september.

Mikil úrkoma, asahláka og bleyta eru því vorðboði, þótt ekki sé víst að öllum þyki hann ljúfur.

Enda er fyrsti hressilegi vorboðinn oft ekki nema skammgóður vermir, páskahretin eru oft á sínum stað og kuldaköst fram í maí.


mbl.is Vara við asahláku og stormi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er það svo að í minni sveit verður birtutíminn ekki jafn langur eða lengri og dimman fyrr en eftir jafndægur. Og úr því þau eru ekki komin er sæmilega ljóst að dimman er lengri en birtan. Og því er það einnig svo í minni sveit að birtan nær ekki birtutímanum í byrjun september fyrr en vel eftir jafndægur, enda eru haustjafndægur jafnan rétt upp úr 20. september.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 8.3.2016 kl. 15:57

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Inn Eyjafjörðinn kemur oft ískaldur vindur norðan úr ballarhafi og víða á Tröllaskaganum á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar er ekkert sólskin mánuðum saman á veturna vegna hárra fjalla, líkt og til að mynda á Ísafirði.

Þar sést ekki til sólar frá því seint í nóvember til 25. janúar og þeim degi er fagnað með sólarkaffi og rjómapönnukökum.

En á Fjalli í Kolbeinsdal í Skagafirði sést sólin ekki í rúmlega 5 mánuði (154 daga) og í Baugaseli í Barkárdal, inn úr Hörgárdal í Eyjafirði, er sólarlaust í tæplega 5 mánuði en í Hvammi í Hjaltadal í Skagafirði sést ekki til sólar í fjóra og hálfan mánuð (135 daga).

Í Syðra-Firði í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu sést hins vegar ekki til sólar í rúmlega 5 mánuði, um 160 daga, og hann er sá bær hér á Íslandi sem er lengst í skugga ár hvert.

En Eiríkur Eiríksson bóndi í Syðra-Firði orti:

Mikaels- frá messudegi,
miðrar góu til,
sólin ekki í Syðra-Firði,
sést það tímabil.

En að þreyja í þessum skugga,
þykir mörgum hart,
samt er á mínum sálarglugga,
sæmilega bjart.

Mikjálsmessa höfuðengils er 29. september og mið góa 4.-10. mars.

Þorsteinn Briem, 8.3.2016 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband