Tímamótaflug.

Skrúfuþotur eru hagkvæmari til flugs á stuttum leiðum en venjulegar þotur. Galli skrúfuþotnanna er hins vegar að þær eru ekki eins hraðfleygar og þotur og munurinn hefur hingað til verið það mikill að flugleiðir skrúfuþotnanna hafa verið stuttar, annað hvort í innanlandsflugi eða til allra næstu nágrannalandanna, Grænlands og Færeyja.

Þegar hætt var að fljúga á Viscount og síðar Rolls Royce (Canadair) skrúfuþotum í millilandaflugi fyrir um 4-5 áratugum tóku þoturnar við.

Nú koma hins vegar kostir Bombardier Q400 vélanna vel fram, sem eru mun hraðfleygari skrúfuþotur en áður hefur þekkst og þar að auki hljóðlátar og smærri þegar tekið hefur verið upp áætlunarflug til Aberdeen í Skotlandi með hálftíma styttri flugtíma en á fyrri skrúfuþotum.

Þetta væru enn meiri tímamót ef flogið væri frá Reykjavíkurflugvelli og ferðatíminn gerður enn styttri.


mbl.is Hófu flug til Aberdeen í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef flogið væri frá Reykjavíkurflugvelli þá misstu þeir tenginguna við Ameríkuflugið. "Flogið er til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli og með sömu tengi­mögu­leik­um fyr­ir farþega yfir Norður-Atlants­hafið og í öðru flugi í leiðakerfi Icelanda­ir á morgn­ana og síðdeg­is.Þeir ætla þetta í meira en verslunarferðir fyrir 101.

Davíð12 (IP-tala skráð) 10.3.2016 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband