Þetta gerðist á hans vakt.

Þetta gerðist á hans eða hennar vakt er stundum sagt um það þegar einhver segir af sér embætti.

Meira að segja á Indlandi gerðist það fyrir nokkrum árum að háttsettur embættismaður sagði af sér þótt hann ætti sjálfur enga aðild að miklum mistökum undirmanna hans.

Með afsögn sinni var hann ekki endilega að taka á sig sök á óförunum heldur einfaldlega að þjóna hagsmunum stofnunar sinnar, svo að yfirmaður hennar væri óumdeilanlega með hreint borð og að tjónið af óförunum yrði sem minnst.

Að sjálfsögðu ætti bankastjóri Landsbankans þegar að hafa sagt af sér, enda of mikið tengdur Borgunarklúðrinu til að geta firrt sig ábyrgð og það yrði best fyrir hagsmuni bankans, sem hann ætti að hafa helst í hávegum.

En hér á landi virðumst við ekki einu sinni kominn á svipað stig og Indverjar, eða hvað?    


mbl.is Afsögn eini kosturinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bjarna Ben. er mikil makt,
margir á sig skíta,
allt það gerist á hans vakt,
undan má ei líta.

Þorsteinn Briem, 14.3.2016 kl. 21:28

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Siðblindugenið er ríkjandi á Íslandi.Hér þarf enginn að taka ábyrgð á gjörðum sínum,sérstaklega ekki þeir sem teljast til hvítflibba. 

Ragna Birgisdóttir, 14.3.2016 kl. 21:30

3 identicon

Einfalt mál fyrir bankastjóran að vinna traustið aftur svo Guðlaugur fái ekki djobbið, það er að rifta sölunni við Borgun vegna áglla og röngum uppl.forsendum. Þetta gerðu menn með báta sem seldir voru og síðnan kannski ári seinna kom verðmætur kvóti. og menn fengu bætur eða stóran hlut ,eftir á.

þorsteinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.3.2016 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband