Er sú fórn, sem frumvarpið krefst, þess virði?

Frelsi eins endar þar sem frelsi annars byrjar sagði einn af frumkvöðlum frjálshyggju einu sinni og það á við um áfengisfrumvarpið svonefnda.

Nógu mörg sterk rök og umsagnir hníga að því að færsla áfenginssölu inn í matvörubúðir muni verða veiklunduðum skeinuhætt og kosta bæði þjáningar og mannslíf.

Astæðan er alþekkt í meðferð áfengissjúklinga og varðar það að þeir þurfi ekki að óþörfu að standa frammi fyrir því að áfengi sé otað þeim þegar þeir eru berskjaldaðir fyrir slíku eins og óhjákvæmilega verður með áfengið á jafn fjölförnum stöðum og matvöruverlsanir eru.

Í frelsisskilgreiningu Roosevelt Bandaríkjaforseta voru 2 af 4 þeirra skilgreind sem "frelsi frá...", frelsi frá skorti og frelsi frá ótta.

Í áfengisfrumvarpinu er vegið að "frelsi frá freistingu" sem er eitt af grundvallaratriðunum í björgun þúsunda áfengisfíkla frá böli sínu.

Að vega að hagsmunum þessa fólks er ekki verjandi fórn fyrir frelsi verslunareigenda til að græða á áfengissölu með því að dreifa þegar veittri þjónustu í áfengissölu út um allar koppagrundir.

Þegar viðurkennd lýðheilsurök eru fótum troðin er það sorglegt.


mbl.is Meirihlutinn styður áfengisfrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég bendi bara æa reynzlu annarra þjóða: þetta verður allt í lagi.

Nema þú haldir að Íslendingar séu eitthvað öðruvísi en aðrar þjóðir?

Þú veist að það er rasismi, er það ekki?

Ásgrímur Hartmannsson, 15.3.2016 kl. 18:21

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er oft látið að því liggja að "aðrar þjóðir" selji almennt áfengi í matvöruverslunum en þannig er það ekki.

Og "aðrar þjóðir" í formi Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar hafa skoðað "reynzlu annarra þjóða" og komist að þeirri ákveðnu niðurstöðu, að því aðgengilegra sem áfengið er, þvi meiri er neyslan.

Ómar Ragnarsson, 15.3.2016 kl. 18:44

3 identicon

Hvaða rétt hafa foreldrar til að setja börnin sín á ávanabindandi lyf?  Er ekki skárra að rota þau bara til að þau verði til friðs í skólastofunni?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.3.2016 kl. 18:46

4 identicon

Skoðanakannanir hafa sýnt að meirihluti þjóðarinnar er andvígur þessu frumvarpi, sem gengur einkum út að leggja niður ÁTVR. Það væri svosum eftir öðru að þingið samþykkti frumvarpið og staðfesti með því gjána á milli þess og þjóðarinnar. Það ætti ekki að vera erfitt að fá bindindismanninn í embætti forseta Íslands til að hafna slíkum lögum og vísa til þjóðarinnar til endanlegrar ákvörðunar.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 15.3.2016 kl. 19:01

5 identicon

"Vínbúðirnar" átti þetta vera í stað ÁTVR.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 15.3.2016 kl. 19:15

6 identicon

Annars er þetta endemis rugl hér: http://www.althingi.is/altext/145/s/0013.html

Þar sem m.a. má lesa: "Starfsmenn sem afgreiða áfengi mega ekki vera yngri en 18 ára." og: "Handhafa smásöluleyfis er heimilt að selja eða afhenda áfengi til neytenda eldri en 20 ára."

Augljóslega djúphugsað og útpælt!

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 15.3.2016 kl. 19:24

7 identicon

Ég held almennt mikið uppá ÁTVR og finnst það gott fyrirtæki en einn ljóður er þá á ráði þeirra að þeir taka í sölu í stórum stíl erlendan bjór sem er orðinn þriggja mánaða eða eldri.

Alli áfengissælkerar vita að bjór er beztur innan þriggja mánaða frá framleiðslu og þegar hann hefur náð þeim aldri er honum hent út úr þýskum drykkjarvöruverslunum. En af einhverjum furðulegum orsökum og mér algjörlega óskiljanlegum er hann þá settur í sölu á Íslandi!

Þessu þarf ÁTVR að breyta og neita að taka í sölu annað en splunkunýjan bjór. Þetta er að mínu viti eini gallinn á áfengissölunni.

Yngri bjór í verslanir!

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 15.3.2016 kl. 19:53

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sumt viskí er líka orðið hundgamalt í Ríkinu.

Þorsteinn Briem, 15.3.2016 kl. 20:21

9 identicon

Frelsi eins endar þar sem frelsi annars byrjar sagði einn af frumkvöðlum frjálshyggju einu sinni og það á við um áfengisfrumvarpið svonefnda. Frelsi mitt til að kaupa áfengi í almennum verslunum skerðir ekki á neinn hátt frelsi þitt til að kaupa það ekki.

Ef frelsishugsjónin á að ráða för þá er ekki hægt að vera á móti frelsi í áfengissölu. Frelsi í áfengissölu skerðir ekki frelsi neins. "Frelsi frá freistingu" er ekki til frekar en frelsi frá leiðinlegri tónlist.

Og viðurkennd lýðheilsurök eru fótum troðin á öllum sviðum oft á dag, það kallast frjáls vilji. Þú ræður hvort þú færð þér franskar eða gulrót, tekur lyftuna eða stigann, drekkur vín eða vatn.

Hábeinn (IP-tala skráð) 15.3.2016 kl. 20:28

10 identicon

"Í áfengisfrumvarpinu er vegið að 'frelsi frá freistingu' sem er eitt af grundvallaratriðunum í björgun þúsunda áfengisfíkla frá böli sínu."

Eru áfengisfíklar fínni en aðrir fíklar?  Þegar foreldrar troða ávanabindandi  lyfjum óumbeðið ofan í börnin sín þá er ekki verið að pæla í frelsi barnanna frá freistingu.   

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.3.2016 kl. 21:00

11 identicon

Já, hugsum um þessa 0.001% íslendinga sem eru áfengissjúklingar! sniðug rök!

dd (IP-tala skráð) 16.3.2016 kl. 01:28

12 identicon

Manstu eftir mjólkurbúðunum og mótmælunum þegar það átti að leggja þær niður.

Nú selja verslanir sígarettur, samt sem áður dregur jafnt og þétt úr reykingum.

http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store1/item19983/version1/spn.1_daglegar_reykingar.jpg

Áfengissala ríkissins er tímaskekkja.  Áfengi er til sölu í verslunum ríkisins við hlið matvöruverslana, áfengi er selt á veitingastöðum og börum og verslanir sem selja hverjum sem vill vörur til heimabruggs.  Hér er verið að slást við vindmyllur.

Jónas (IP-tala skráð) 16.3.2016 kl. 02:35

13 identicon

@Ásgrímur flott strawman argument.

@dd uþb 10% karla á aldrinum 15-65 hafa farið inn á Vog og uþb 5% kvenna.

@Elín það kemur málinu bara ekkert við hvað foreldrar eru að láta ofan í börnin sín.

HB (IP-tala skráð) 16.3.2016 kl. 02:53

14 identicon

HB.  Við erum að tala um fíkn.  Áfengisfíklar eru vissulega að kafna úr sjálfhverfu en það er alger óþarfi að láta þá einoka umræðuna.   

Ómar er viðkvæmur fyrir því að verslunareigendur græði á áfengissölu en lætur sér í léttu rúmi liggja að lyfjaframleiðendur græði á lyfjasölu.  Það er sérkennilegt.  Við erum að tala um börn hérna sem fá óumbeðið lyf sem fíklar sækjast eftir.  Hvers vegna eiga börnin okkar heimsmet í lyfjanotkun?  Eru foreldrarnir kannski fíklar með allar klær úti að fá greiningar á börnin sín?  Ekki eru börnin að biðja um þetta, svo mikið er víst.

http://www.visir.is/varud-i-avisun-ritalins-til-barna/article/2015151218548

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.3.2016 kl. 07:59

15 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

***Það er oft látið að því liggja að "aðrar þjóðir" selji almennt áfengi í matvöruverslunum en þannig er það ekki.

Hefur þú aldrei skroppið til útlanda?  Í hverju einasta útlandi sem ég hef komið til undanfarin 15 ár hefur verið hægt að kaupa áfengi í matvörubúð:

USA, Frakklandi, Tékklandi, Ungverjalandi, Bretlandi, Írlandi, Japan... ofl.

Ég hef farið víða.

Eini staðurinn þar sem ég varð var við einhverja ölvun var á Írlandi.

Svo: það er ekkert verið að "láta að því liggja" neitt.  Það er verið að útlista staðreyndir. 

***Og "aðrar þjóðir" í formi Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar...

... vissi ekki að það væri þjóð.

...hafa skoðað "reynzlu annarra þjóða" og komist að þeirri ákveðnu niðurstöðu, að því aðgengilegra sem áfengið er, þvi meiri er neyslan.

Vissulega er það staðreynd að við drekkum minna áfengi per haus en margir aðrir.  Til dæmis Frakkar, svo einn þjóðflokkur sé nefndur.

En þeir dreifa neyzlunni.  Það gerum við ekki.  Við söfnum pening og höldum magnað fyllerí.  Það gera þeir ekki.  Þessvegna höfum við meiriháttar vandamál sem þeir hafa ekki.

Magnið er ekki vandamálið, heldur meðferðin.

Mónópólían er að búa til meiri vandamál en við þurfum.  Hún ýtir undir þessa hegðun okkar.  (Og sitthvað fleira veldur, en eitt í einu.)

Ásgrímur Hartmannsson, 16.3.2016 kl. 09:45

16 identicon

Hér að ofan eru ágæt rök, með og á móti.  Ekkert af því skiftir máli, því það er alþingi til skammar að eyða tíma í hégóma, "meðan Róm brennur".

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 16.3.2016 kl. 13:08

17 identicon

Ef ég man rétt þá eru Vínbúðirnar með 18% álagningu á áfengið. Ef Vínbúðunum yrði ekki lokað (aðeins frjáls sala leyfð) myndi enginn nenna í samkeppni við lágt verð Vínbúðanna. En ef þeim yrði lokað (eins og frumvarpið fjallar um) þá er kominn samkeppnisgrundvöllur og með hærri álagningu. Dýrara áfengi í "þægindum" ykkar í matvörubúðinni.

Þetta frumvarp snýst að stærstum hluta um að ná meiri peningum af neytendum og áfengissnobbið er frábær vettvangur til þess. Þar er fólk viljugt að borga. Í bónus eru auk þess fjöldamargir sem eru háðir áfengi, geta ekki skemmt sér án þess, jafnvel geta ekki lifað án þess.

Þannig að nýtt frelsi í áfengissölu verða aukin útgjöld neytenda.

Haukur (IP-tala skráð) 16.3.2016 kl. 15:44

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

13 prósent þjóðarinnar, sem ekki ræður við áfengisneyslu sína, er rétt tala.

Hvaðan í ósköpunum kemur talan 0,01%?

Ómar Ragnarsson, 16.3.2016 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband