Ef grundvallarröksemd fyrir Hringbrautinni er kolröng, hvað þá um hitt?

Bygging nýs Landsspítala er risavaxið mál sem nær langt inn í framtíðina. Þegar menn gera áætlanir þarf að horfa minnst hálfa öld fram á við, jafnvel út þessa öld, og skoða, hver kostnaður og ávinningur verður í lokin.

Þótt það kunni að virðast dýrt að halda áfram að byggja spítalann þar sem hann er nú en undirbúa jafnframt eins hratt og mögulegt er byggingu á endanlegum stað, mun ávinningurinn af því að vera með bestu gerð spítala á besta mögulega stað verða hugsanlega miklu meiri í lokin.

Þess vegna er nauðsynlegt að skoða málið frá grunni og fá úr því skorið með nægilegri framsýni hvor kosturinn er fýsilegri til langs tíma litið, Hringbrautin eða annar kostur.

Margir hafa verið tvístígandi í þessu máli þegar horft er á það til skamms tíma, þeirra á meðal ég, en ummæli á Eyjunni sl. sunnudag urðu til þess að setja málið í grafalvarlegt ljós. 

Ég varð fyrir áfalli þegar forsvarmaður byggingar við Hringbraut sagði blákalt í umræðum á Eyjunni án þess að depla auga að það hefði alls staðar reynst illa erlendis að byggja nýjan spítala frá grunni á auðri lóð.

Þetta sagði hann blákalt þótt það blasi við í Noregi að þar var þetta þveröfugt þegar byggðir voru tveir spítalar, annars vegar frá grunni á auðri lóð í Osló og hins vegar hræðilegur "bútasaumur" í Þrándheimi.

Í fréttaferð minni á þessa staði 2005 bar öllum viðmælendum mínum, norskum læknum og íslenskum læknum við störf ytra, saman um að spítalinn í Osló vær stolt Norðmanna og hugsanlega best heppnaði spítali Evrópu, en spítala-bútasaumurinn í Þrándheimi væri "víti til varnaðar."

Þess má geta að engin byggð í heimi er jafnmikil hliðstæða við höfuðborgarsvæðið og Suðvesturland en Þrándheimur og Þrændalög.

Ef grundvallarröksemdan fyrir Landsspítalanum við Hringbraut er kolröng, hvað þá um allt hitt sem fært er fram sem rök fyrir byggingu spítala þar?

Ef það er svo mikil forsenda fyrir byggingu spítala við Hringbraut að Háskólarnir séu skammt frá, af hverju er það ekki sama forsenda erlendis?

Hópurinn sem stjórnað hefur umræðunni hér heima í 20 ár hefur tvívegis handvalið erlenda sérfræðinga til að ræða um spítalabyggingar við fjölmiðla, annars vegar sérfræðing í bútasaumi spítala í Ameríku og hins vegar manninn, sem hannaði bútasauminn í Þrándheimi!

Þetta hefur allt verið á sömu bókina lært og mál að linni.

 


mbl.is „Það er ekki oft sem manni blöskrar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju ertu að miða við Noreg Ómar?  Áttu olíusjóð?  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.3.2016 kl. 09:30

2 identicon

Það er alveg rétt hjá þér Ómar að Hermann Guðmundsson fyrrverandi forstjóri N1 hefur ekki stjórnað umræðunni hér heima í 20 ár en nú þegar hann er orðinn framkvæmdastjóri samtakanna Betri spítali þá er tímabært að sperra eyrun.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.3.2016 kl. 09:49

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Olíusjóðurinn hefur ekkert verið notaður í spítalabyggingar í Noregi og kemur því máli ekkert við. Greining á efnahag Noregs og Íslands leiddi í ljós að hlutfallslega leggur sjávarútvegurinn einn hér á landi jafn mikið í þjóðarbúið og olían í Noregi.

Það þarf ekki annað en að kynnast vegakerfinu í Noregi til að sjá að þeir eru aðhaldssamir með peninga þar í landi og bútasaumurinn í Þrándheimi ætti að vera lítið áhyggjuefni fyrir þá ef þeir eiga svo skítnóg af seðlum, að þeir geti leyft sér hvað sem er.

En engin hugsandi þjóð hefur efni á því að gera stórfelld mistök í dýrustu framkvæmdum sínum.

Ómar Ragnarsson, 16.3.2016 kl. 09:50

4 identicon

Af hverju ma ekki svo kaupa bara teikningar af einhverju godu sjukrahusi erlendis og tha er haegt ad byrja strax. Af hverju tharf allataf ad byrja fra grunni ef haegt vaeri ad fa allar teikningar og spara hellings fe og tima..? Bara hugleiding.

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 16.3.2016 kl. 09:56

5 identicon

Olíuvinnsla VG telst væntanlega þá ekki með?  Það var algjörlega frábært plan.  Djúp pæling þar að baki sem sparar okkur hellings fé og tíma ...  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.3.2016 kl. 10:12

6 identicon

Stavanger i Noregi er lika "aktuelt" ad mida Reykajvik og Sud-vesturhornid vid. Thar er stor spitali, og annadhvort var ad stækka hann eda byggja nyjan. Fyrir nokkrum døgum var tekin akvørdun um ad byggja nyjan, tøluvert langt fra, a nyrri lod mjøg nalægt hàskòlanum (Stavanger universitet). Af hverju ekki byggja nyjan spitala a Reykjavikursvædinu heldur enn ad butasauma?

Brynjar Eiriksson (IP-tala skráð) 16.3.2016 kl. 10:28

7 identicon

Þetta mál er komið í öngstræti vegna m.a. skorti á sannfæringu fyrir Hringbraut. Forstjóri Landspítalans sagði líka: "Hver einasti dagur sem uppbyggingin tefst, fyrir atbeina aðila með afar takmarkað vit á rekstri eða uppbyggingu háskólasjúkrahúss er alvörumál,……“.

Ég endurtek :“aðila með takmarkað vit……”.

Við hverja á hann? Mig, þig Ómar, forsætisráðherra, fjöldan allann af læknum og lærðu fólki í skipulagsfræðum, fjármálamenn, sérfræðinga á öllum sviðum og fólk með einlægann áhuga á þessum málum?

Því hefur verið haldið fram að þöggun eigi sér stað innan spítalans meðal starfsfólksins. Þetta hafa margir sem þar vinna sagt mér.

Tilvitnuð ummæli lýsa og staðfesta að tilefnislaus og ljót þöggun á sér stað í umræðunni um staðsetningu þjóðarsjúkrahússins.

Ég  ég tel mig vita jafn mikið eða meira um skipulagsmál en forstjórinn um leið og ég viðurkenni að ég viti minna um geðlækningar en hann. Það þýðir ekki að ég megi ekki hafa einhverja skoðun á geðlækningum eða þá hann á skipulagsmálum.

Hilmar Þór Björnsson (IP-tala skráð) 16.3.2016 kl. 11:23

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson,

Í fyrsta lagi er nóg pláss fyrir nýtt og stórt sjúkrahús á Landspítalalóðinni við Hringbraut.

Var það fyrir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008, þegar ætlunin var að byggja þar stórt sjúkrahús, og er það enn.

Bútasaumur skiptir þar engu máli, því hægt væri að byggja stórt sjúkrahús á lóðinni frá grunni.

Í öðru lagi er Landspítalinn við Hringbraut skammt frá miðju íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu.

Vífilsstaðir er hins vegar langt frá miðju íbúafjöldans og einnig landfræðilega
, þannig að langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem flestir landsmenn búa, þyrftu að fara mun lengri leið að sjúkrahúsi á Vífilsstöðum en við Hringbraut.

Sumir sögðu að flugvöllur yrði að vera nálægt Landspítalanum en nú finnst Framsóknarflokknum í góðu lagi að Landspítalinn verði langt frá flugvelli fyrir höfuðborgarsvæðið.

Þorsteinn Briem, 16.3.2016 kl. 11:48

9 identicon

Það má minskilja mig að ofan. Tilvitnunin var í forstjóra spítalans. Svo það sé skýrt.

Hilmar Þór Björnsson (IP-tala skráð) 16.3.2016 kl. 11:56

10 identicon

Við eigum bara enga peninga til að byggja nýjan landspítala frá A til Ö. hvar eigum við að fá 100 til 150 milljarða næstur tuttugu árinn? Þess vegna verður að bútasauma þetta á Hringbrautinni.

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 16.3.2016 kl. 12:51

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Verður að bútasauma þetta á Hringbrautinni og láta komandi kynslóðir líða fyrir það?

Ómar Ragnarsson, 16.3.2016 kl. 16:19

12 identicon

Ég sé að menn eru hér með óþarfa fordóma gagnvart bútasaumi. 

http://butasaumur.is

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.3.2016 kl. 16:43

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Landsspítali þarf að vera NÁLÆGT flugvellinum - en enginn hefur sagt að spítalinn þurfi beinlínis að vera Á flugvellinum.
Sjúkraflugvélar utan af landi þurfa flugvöll en þaðan eru þyrlur jafn gagnlegar og sjúkrabílar á milli hverfa - þegar nauðsyn krefur.
Svo ekki er það nein afsökun fyrir þessu byggingarslysi við Hringbraut.

Kolbrún Hilmars, 16.3.2016 kl. 16:49

14 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

Fjárfesting í nýjum spítala á nýjum stað af sambærilegri stæðr og verður á Hringbraut eftir stækkun, verður minni nettó fjárfesting vegna þess að það má selja eignirnar á Hringbraut fyrir tugi milljarða og það þarf ekki að fjárfesta jafn mikið í umferðarmannvirkjum eins og verður að gera ef spítalinn verður samningar við Hringbraut.

Guðjón Sigurbjartsson, 16.3.2016 kl. 16:52

15 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

sameinaður við Hringbraut, átti þetta að vera.

Guðjón Sigurbjartsson, 16.3.2016 kl. 16:52

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vífilsstaðir eru langt frá flugvellinum á Vatnsmýrarsvæðinu.

Og nú er Framsóknarflokkurinn búinn að eyðileggja fyrir sér þá fullyrðingu sína að flugvöllur verði að vera skammt frá Landspítalanum.

Þorsteinn Briem, 16.3.2016 kl. 16:55

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þyrlur geta aldrei komið í staðinn fyrir hraðfleygar og háfleygar skrúfuþotur með jafnþrýstibúnaði til þess að flytja sjúklinga utan af landi til Reykjavíkur. Til þess eru þær allt of dýrar, hægfleygar og með takmarkaða möguleika í ísingarskilyrðum.

Ómar Ragnarsson, 16.3.2016 kl. 17:17

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Milljarða framkvæmdir voru á gatnamótum Hringbrautar, Miklubrautar, Bústaðavegar og Snorrabrautar fyrir nokkrum árum og þar þarf ekki nýjar framkvæmdir vegna Landspítalans.

Landspítalinn við Hringbraut er einfaldlega á besta stað á höfuðborgarsvæðinu, skammt frá miðju íbúafjöldans á svæðinu.

Og á lóð Landspítalans við Hringbraut er vel hægt að byggja nýtt og stórt sjúkrahús frá grunni, enda var gert ráð fyrir því fyrir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008, og hefur ekkert með bútasaum að gera.

En sjúkrahús er meira en byggingarnar einar, eins og allir eiga að vita.

Þorsteinn Briem, 16.3.2016 kl. 17:20

19 identicon

Steini Briem er algjört lím fyrir aldnar kellingar,

öðrum er bara til hreinnar hrellingar....sealed

Þjóðólfur á Kleppi (IP-tala skráð) 16.3.2016 kl. 20:33

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eingöngu skítkastið frá Framsóknarflokknum eins og fyrri daginn.

Þorsteinn Briem, 16.3.2016 kl. 20:53

21 identicon

X-B(riem) cool

Öreigur í Aflandskrónu (IP-tala skráð) 16.3.2016 kl. 21:24

22 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þungamiðja byggðar á höfuðborgarsvæðinu er innst í Fossvogsdal, 4 kílómetra frá Landsspítalanum, 2 kílómetra frá Borgarspítalanum og aðeins 6 kílómetra frá Vífilsstöðum.

Ómar Ragnarsson, 16.3.2016 kl. 22:13

23 identicon

Leikaraskapur og fíflagangur.

staðsetningunni mun ekki verða breitt.

Markið mín orð

Þungamiðjan ( alþingi ) mun heimta sína eigin sjúkrabifreið staðsetta á alþingi.

Með greiðan og fljótlegan aðgang vega , merktan sem aðgang leigubíla almenningssamgangna með undanþágu súkrabifreiða ... og þá helst sjúkrabifreiðar alþingis ...

L. (IP-tala skráð) 17.3.2016 kl. 03:23

24 identicon

Líklega mun ekki veita af í framtíðinni ...

L. (IP-tala skráð) 17.3.2016 kl. 03:30

25 identicon

Er þetta lím,

er þetta lín,

er þetta svín, 

er þetta Mr. Beam

nei þetta er bullandi Briem

Málefnalegt ftá SjálfFrammara eins og vanalega.

S. Breik (IP-tala skráð) 17.3.2016 kl. 06:53

26 identicon

Mér hefur lengi fundist rökin fyrir uppbyggingu nýs spítala í Fossvogi verið mest sannfærandi. Fossvogurinn er meira miðsvæðis en Hringbraut, þar eru góðar tengingar við umferðaræðar og þar eru byggingar sem eru 40 árum yngri en þær sem eru við Hringbraut. Þar væri hægt að koma öllu fyrir á einum stað, líka allri kennslu í læknisfræðum, þetta yrði því ein heild. Og ef menn telja nálægð við Vatnsmýrina vera atriði þá er hægt að hjóla á milli Fossvogs og Vatnsmýrar á 7 mínútum. Ég er búinn að mæla það. Ég er sammála því að ákveðin þöggun hafi átt sér stað. Menn hreinlega vilja ekki taka umræðuna opnum huga og á alvarlegum nótum.  Allar staðsetningar hafa sína kosti og galla en mér finnst flest rök fyrir Hringbraut ekki standast skoðun þegar að er gáð. Ég óttast að uppbygging við Hringbraut séu mikil mistök sem verði mjög dýrkeypt þegar upp er staðið.

Björgólfur Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.3.2016 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband