Ný sýn á fæðingarborgina og samborgarana.

Eftir eitt ár sem hjólreiðamaður er ég þakklátur fyrir að hafa á gamals aldri byrjað að upplifa fæðingarborg mína og íbúa hennar á alveg nýjan og gefandi hátt, miðað við þau 55 ár, sem liðu á milli fyrri reiðhjólatímabilsins og hins síðara í lífinu.Náttfari við Engimýri

Þrennt veldur þessu aðallega:

Nýjar ferðaleiðir, til dæmis þvert yfir Geirsnefið og um Elliðaárdalinn, sem opna fyrir manni svæði sem maður þekkti ekki áður.

Að hitta fólk á leiðinni, mæta því og jafnvel heilsa því. Það hefur maður ekki gert á leiðum sínum í bíl eftir Miklubrautinni og öðrum götum, - þetta hefur verið ópersónulegur massi af einhverju fólki í bílum sínum.

Að heyra jafnvel hin lægstu umhverfishljóð allt í kringum sig.

Að draga djúpt að sér andann og fylla lungun af fersku lofti og finna kraftinn í fótunum og blóðstrauminn seytla um skrokkinn.  

Á myndinni sést hjólið Náttfari í einni af ferðum sínum, - þarna við bæinn Engimýri efst í Öxnadal eftir ógleymanlegan áfanga frá Akureyri, þar sem hægt var að hlusta á lækjarnið og tístandi unga í hreiðrum á leiðinni upp dalinn.   


mbl.is Hvar hjóla Íslendingar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gangi þér vel á þínum hjólreiðaferðum Ómar minn, í stjórnlausri Reykjavíkinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.3.2016 kl. 22:16

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guð þar blindum gaf nú sýn,
Geirsnef yfir hjóla,
einnig breytti vatni í vín,
vin þann á má stóla.

Þorsteinn Briem, 19.3.2016 kl. 22:18

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess má geta að vegna uppslitinna hnjáa og takmarkana á því hvað óhætt er að leggja á þau, nota ég reiðhjól með rafhreyfilshjálp, sem kemur inn þegar ég nota fæturna og hef kveikt á straumnum til hreyfilsins, en jafnframt er handgjöf á hjólinu sem hægt er að grípa til ef vafa leikur á um að of langvinnt álag sé á hnén.

Á þessu fyrsta ári nýrra hjólreiða hefur mér skánað í hnjánum þannig að ég hef ekki verið skárri í þeim í tíu ár.

Ómar Ragnarsson, 19.3.2016 kl. 22:22

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hreyfing innan of-álagsmarka er bara af hinu góða. Það þekki ég af eigin raun.

En þegar ætlast er til of mikils álags, á ó-ábyrgan ó-sjúkdómsgreindan hátt, (andlega og líkamlega), þá skaðar það liðina og úthaldið, og býr til enn meir farlama aumingja úr restinni af okkur ræflunum liðveiku og ofvirku.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.3.2016 kl. 22:32

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk, Anna Sigríður. Þetta er einmitt millivegurinn, sem ég er að feta. Vinstra hnéð er mun lakara en hægra hnéð þolir alveg að stigið sé í botn í takmarkaðan tíma, og í sjúkraþjálfun eftir axlarbrot hef ég prófað fótaaflið í einu af stignu tækjunum, og það reyndist 150 wött eða 0,2 hestafl í nokkrar sekúndur, en þess má geta að rafhreyfillinn á hjólinu afkastar 250 wöttum.

Ómar Ragnarsson, 19.3.2016 kl. 22:51

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þú ert flottur dugnaðarkall, Ómar minn. Hóflegt hreifingar-álag hjálpar lélegu liðbrjóski. Ég fylgdist með ferðalaginu þínu í fyrra, þegar þú hjólaðir á eigin orkudrifna, og líka varaorkudrifna rafhjólinu þínu milli landshluta.

En ég vorkenndi konunni þinni hinsvegar mikið, að hafa þig þarna á fleygiferð með heilsubresti, á þrjóskunnar vilja, og rafdrifnu hjóli að hluta til, yfir landið. En svona lifir ofvirkt fólk bara alltaf hættulega glannalega :)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.3.2016 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband