Dæmigerð sandgildra.

Um allt land má sjá hlaðna garða, sem liggja út í straumvatn áa og fljóta til þess að draga sand að bökkunum með því að trufla árstauminn upp við þá svo að það hægist á honum svo að sendur og aur, sem í honum er, falli niður og myndi uppfyllingu og vörn gegn landbroti árinnar. 

Við Vík í Mýrdal eru slíkir garðar ráðið til þess að vera nokkurs konar sandgildrur, sem safna sandi að sér og hamli landbroti.665673 

Þótt garðarnir við Landeyjahöfn séu ekki þráðbeinir liggja þeir þó út í hafstrauminn, sem fer meðfram ströndinni og ber með sér aur, sem jökulsárnar skila til sjávar. 

Þessir garðar virka því sem sandgildrur, eða öllu heldur, Landeyjahöfn sjálf er ein stór gildra sem dregur að sér sand svo hún fyllist. 


mbl.is Búa ár eftir ár við óbreytt ástand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steini eða Ómar eð er það ekki sami maðurinn?

Hvaða rök færir þú fyrir þessari fullyrðingu þinni,að garðarnir virki sem sandgildrur.

Er það ekki frekar hæpið að þú hafir næga þekkingu til að geta verið að koma með svona speki

xx (IP-tala skráð) 21.3.2016 kl. 05:54

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er ekki Þorsteinn Briem og hann er ekki ég. Við komum báðir fram undir réttu nafni eins og flestir hér á bloggsíðunni. Það gerir þú hins vegar ekki, sem skrifar undir dulnefni og enginn veit nema þú, hvert þú ert.

Af einhverjum ástæðum safnar Landeyjahöfn að sér sandi úr hafstraumnum, sem liggur meðfram suðurstr-ndinni. Það er staðreynd en enginn uppspuni úr mér.

Ég hef um hálfrar aldar skeið fylgst með sandgildrum við Blöndu í Langadal og ótal ððrum svipuðum víða um land og gert um þær fréttir, byggðar á viðtölum við sérfræðinga Vegagerðarinnar og Landgræðslunnar.

Á því byggi ég álhyktanir mínar, og mynd RAX af Landeyjahöfn sýnir aðstæður þar afar vel og aurlitaðan sjóinn vegna útfalls Markarfljóts sem er rétt austan við höfnina.

Ómar Ragnarsson, 21.3.2016 kl. 07:00

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Herra Xx, það þarf ekki lengi að velta vöngum yfir þessu  til að sjá að það er rétt sem Ómar segir og þarf ekki mikla þekkingu til. 

Hrólfur Þ Hraundal, 21.3.2016 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband