Hvenær má skrá barn í stjórnmálaflokk?

Orðið ferming táknar það að einstaklingur, sem hefur verið skírður til kristinnar trúar sem ómálga barn, staðfestir skírnarsáttmálann sjálft.

Að þessu leyti virðist skírnarsáttmálinn tímabundinn, því að ef hann væri það ekki, þyrfti varla staðfestingu barnsins sjálfs þegar það fermist.

Að baki bæði skírn og fermingu liggur alvara af hálfu trúaðra. Þess vegna er eðlilegt að velta vöngum yfir aldri þeirra, sem gefa fermingarheit.

Fermingarbörnin teljast nefnilega ekki sjálfráð að lögum fyrr en 18 ára gömul, og má velta því fyrir sér á hvaða aldri þau geti gefið slík heit eða til dæmis gengið í stjórnmálaflokka áður en þau hafa fengið sjálfræði og kosningarrétt.

Kárahnjúkavirkjun er einhver umdeildasta og afdrifaríkasta framkvæmd Íslandssögunnar.

Var það rétt og eðlilegt að tvö börn greyptu nöfn sín óafmáanlega á spjöld sögunnar með því að taka áberandi og opinberan þátt í að leggja hornstein að svo umdeildu mannvirki?

Þess má geta til samanburðar varðandi sömu framkæmd, að tvö börn vörpuðu á mínum vegum blómvendi í Jöklu áður en hún var stífluð og henni og dalnum, sem hún hafði mótað var sökkt í aurugt miðlunarlón, sem fyllast mun upp í áranna rás.

Með þessari athöfn var á táknrænan hátt vísað til þess að með drekkingu dalsins í aur var tekin óafturkræf ákvörðun sem komandi kynslóðir gætu ekki breytt.

Við myndatöku af þessu var þess vandlega gætt að ekki sæist hver þau væru og einnig að þau ein tækju um það ákvörðun, þegar þau yrðu 18 ára eða eldri, hvort þau vildu að upplýst yrði um nöfn þeirra.

Þess var gætt að ráðin yrðu ekki tekin af þeim varðandi þetta.    


mbl.is Hvenær má ferma barn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú ekki beint táknræn athöfn að troða ávanabindandi lyfjum ofan í börn.  Öllum sama um það.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.3.2016 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband