Að horfast í augu við nakið vald.

Tilgangurinn með þeirri tímamótaaðgerð á Íslandi að hafa þungvopnaða lögreglumenn, sem eru þar með í raun orðnir hermenn, á fjölförnum stað innanlands getur varla verið nema af tvennum toga.874813B[1]

Annar möguleikinn er sá að sýna það á alþjóðlega vísu, að hryðjuverkamenn megi búast við hörðum viðbúnaði hvar sem er, líka á Íslandi.  

Hinn möguleikinn er sá að boða í leiðinni nýja tíma í þjóðlífinu, hervald, sem beitt verði inn á við ef valdamenn telja það nauðsynlegt.

Því að varla eru þessir íslensku hermenn þarna til að stöðva hryðjuverkamenn, sem koma frá útlöndum. Slíkir hryðjuverkamenn væru fyrir löngu búnir að sprengja sig í loft upp ef þeir hefðu komist um borð í flugvélarnar, sem lenda á Keflavíkurflugvelli.

Hryðjuverkamennirnir í Brussel komu "innan frá", komu inn á brautarstöð eins og þeir ætluðu að ferðast innan borgarnnar, og komu inn á flugstöð eins og aðrir farþegar, sem ætluðu að taka sér far til útlanda.

Fyrri möguleikinn, sem nefndur er, liggur í augum uppi.

En samt læðist að manni grunur um að hin hlið málsins, að sýna valdið inn á við, sé ekkert svo mjög fráhverft yfirvöldum, vegna þess að fordæmi eru um slíkt frá síðari árum.

Áður hefur verið minnst á það hér á síðunni, að í júlí 1999 var haldin sérstök heræfing, "Norðurvíkingur," á vegum NATO til að æfa varnir hér á landi.

Valin var sú aðsteðjandi hætta, sem þótti stærst,  til að taka á móti með öflugustu vígtólum bandalagsins, F-15 orrustu- og sprengjuþotum.

Þessi hrikalega vá var sá möguleiki að umhverfis- og náttúruverndarfólk væri að mótmæla inni á hálendinu og var stóru æfingasvæði lokað fyrir allri annarri flugumferð en F-15 þotnanna, svo að flugmennirnir gætu æft sig í að salla náttúruverndarfólkið niður.

Ég var einmitt að fljúga TF-FRÚ inni á hálendinu þegar æfingin átti sér stað og forðaði mér í burtu til þess að þurfa ekki að horfast í augu við nakið hervaldið.

Skýr skilaboð þarna.

14 árum síðar töldu ráðamenn sig þurfa að fjarlægja fólk, alls 25 manns, sem sat í Gálgahrauni í faðmi náttúrunnar. Fyrirfram var vitað að þetta fólk myndi ekki hreyfa legg né lið þótt að því væri sótt og það borið burt ef það hreyfði sig ekki sjálft.Brussel,Helga, hermenn

Til þessa burðar var talið nauðsynlegt að loka með vegartálma leiðinni út á Álftanes, og fara með 60 manna víkingasveit og lögreglulið, búið kylfum, gasbrúsum og handjárnum auk stærsta skriðbeltatæki landsins gegn náttúruverndarfólkinu til að fjarlægja það og færa í fangelsi. Brussel, Helga, hermenn

Aftur horfst í augu við nakið valdið. Skýr skilaboð.

Nú situr maður á páskum strandaglópur í Brussel vegna hryðjuverka, horfir á friðsama borgara tjá hug sinn þúsundum saman á götum úti og hermenn á verði við brautarstöðvar.

Hugurinn reikar heim til Íslans á vængjum Jónasar og Inga T:  "Ég bið að heilsa:..." - "Nú andar suðrið..."

Og líka á vængjum Huldu og Emils Thoroddsens: "...svo langt frá heimsins vígaslóð."

Eða hvað? 

 


mbl.is Þungvopnuð lögregla í Leifsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum biðja fyrir NATÓ og herja á hlustendur Útvarps Sögu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 12:22

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo má ekki gleyma áhuga og raunar þráhyggju Björns Bnarnasoar á að koma hér á íslenskum her.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2016 kl. 13:00

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það sem ég hef mestar áhyggjur af:

http://killedbypolice.net/

http://www.innocentdown.org/

Og þetta er bara frá kananum, einu mönnunum sem nenna að halda utanum svona upplýsingar.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.3.2016 kl. 13:45

4 identicon

Dásamlegar fréttir.  Hlustendur Útvarps Sögu leynast víða.  

http://www.visir.is/akaerdur-fyrir-hatursordraedu-gegn-muslimum-eftir-tist/article/2016160329385

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 14:02

5 Smámynd: Sævar Helgason

2 milljónir ferðamenn/ári og >25 þúsund íbúar af erlendum uppruna hefur gert Ísland að meiri heims íbúa stað en nokkru sinni fyrr. Við erum ekki lengur einangrað eyland þó hnattstaða okkar sé hin sama. Tæknin hefur gjörbreytt tilverunni. Það sem gerist í Evrópu ,okkar öðru heimalandi- getur auðveldlega gerst hér. Sýnileiki vopnaðra varðmanna eins og á öllum flugvöllum í okkra nágrannalöndum- er bara tímanna tákn.
Við erum komin í þjóðbraut. 
Í Búsáhaldabyltingunni voru öll þessi tæki og tól ásamt mannafla - fyrir hendi.
en okkur var samt sýnd löggæslan sem einkar vinsamlegt afl- það skipti sköpum að ekki kom hér upp hreint stríðsástand á þessum róstutímum. 

Sævar Helgason, 25.3.2016 kl. 14:21

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um að gera að hafa vopnaða menn í Leifsstöð en engan við Stjórnarráðið sem hver sem er getur auðveldlega sprengt í loft upp ef hann nennti því.

Og verið að sprengja þar allt í kringum Sigmund Davíð Gunnlaugsson, sem kvartar undan hávaðanum.

Þorsteinn Briem, 25.3.2016 kl. 16:47

7 identicon

Þetta er rökréttur þankagangur hjá þér Ómar.

Hreggviður Davíðsson (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 18:12

9 identicon

https://en.wikipedia.org/wiki/Operation_Gladio

Já einmitt Guðmundur! Ljótu Komma hryðjuverkamennirnir sem gerðu okkur lífið leitt í kalda stríðinu reyndust vera strengjabrúður leyniþjónustunnar okkar. Heimildarmynd BBC: https://www.youtube.com/watch?v=GGHXjO8wHsA

Tími til kominn að RÚV sýni þetta..

Símon (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband