Rímið í fréttum vikunnar.

Ekki fer á milli mála hverjar voru tvær stærstu fréttir vikunnar ef miðað er við umtal og umfjöllun um þær. 

En þær eru svo ólíkar, að með eindæmum er.

Svo mjög, að spurning forsætisráðherra um það hvað snúi upp og hvað snúi niður á vel við. 

Fréttirnar eru það gerólíkar að þær eiga bókstaflega ekkert sameiginlegt og sem betur fer engin leið að tengja þær saman og þar af leiðandi í lagi að hafa þær samliggjandi í fréttatímum. 

Eina samsvörunin finnst að vísu í tveimur rímorðum sem eru jafn ólík að merkingu og fréttirnar en valda því að hægt er að orða þessar tvær fréttir í einni ferskeytlu, þegar komið er heim á klakann á leið frá Brussel til Reykjavíkur:

 

Í Brussel fréttir fjalla um  / 

ferlega notkun morðtóla.  /

Hér heima er fremst í fréttunum  /

forsætisráðherra´og Tortóla.  

 


mbl.is Hvað snýr upp og niður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Er það ekki nokkuð ljóst að SDG ber ekki traust til fréttastofu og Rúv ?

Óðinn Þórisson, 27.3.2016 kl. 18:02

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hann snýr niður, hún snýr upp,
heljarmikið gaman,
frétti margt um hennar hupp,
hreyfast loksins saman.

Þorsteinn Briem, 27.3.2016 kl. 18:59

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Virkilega smekklegt hjá síduhafa ad blanda thessum tveimur málefnum saman í skemmtiefni.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 28.3.2016 kl. 04:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband