Ekki lengur "Gróa á Leiti" og ofsóknir?

Upphaf þess máls sem nú hefur verið daglegt fréttaefni, var að eiginkona forsætisráðherra birti langa facebookfærslu, sem hún sagði nauðsynlega vegna þess að sögur í stíl Gróu á Leiti væru á kreiki.

Svo sem kunnugt er notaði Jón Thoroddsen þessa persónu í sögu sinni Pilti og stúlku sem tákn slúður- og slefbera sem dreifa alls kyns söguburði sem oftast er að miklu leyti ósannur eða stórlega ýktur.

Þar með voru ótilteknir slúðurberar kallaðir til ábyrgðar um þá umræðu, sem síðan hefur verið um eignir stjórnmálamanna í skattaskjólum og hagsmunatengsl, sem af slíku getur sprottið.

Verjandur meintra fórnarlamba slúðurs bættu um betur og hafa haldið uppi stanslausri ádeilu á hendur fréttastofu RUV, sem hafi ofsótt forsætisráðherra að ósekju.

Sömu verjendur héldu uppi svipuðum málflutningi þegar mál Hönnu Birnu Kristjánsdóttur var í hámæli og umfjöllun fjölmiðla um það var kallaður "ljótur pólitískur leikur."  

Nú er umræðan í Tortólumálin búin að standa í tvær vikur og hefur aldrei verið meiri en einmitt nú, þegar allir þingflokkarnir, líka stjórnarflokkanna, eru á kafi í að vinna í þessum málum, - ekki vegna ofsókna fjölmiðla, heldur vegna þess að aflandsfélagamálin eru þess virði að þeim sé sinnt.

Þingflokkur Framsóknarmanna er meira að segja með tilbúið frumvarp um að varpa hulunni af málum, sem búið var að hamra á dögum saman að væri tilhæfulaust slúður og óhróður.

Þetta mál er nefninlega einn af prósteinunum á hvort við höfum lært nokkuð af Hruninu.   

 

 


mbl.is Tillaga um þingrof og kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

4 identicon

Ómar minn, ertu ekki enn búinn að frétta af Gullkistuverði flokks þíns, ég sé ekkert um það frá þér. Það er nefnilega líka skattaskjól í Luxemburg, eins og þú átt að vita. Ég bíð eftir skrifum þínum um það mál.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 30.3.2016 kl. 20:38

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sé hvergi að það mál sé ekki innifalið í þessum pistli, Örn Johnson.

Þorsteinn Briem, 30.3.2016 kl. 20:43

6 Smámynd: Elle_

Ómar minn, það voru verjendur sem minntust ekki neitt á RUV. En málið var slúðursaga stjórnarandstæðinga og engin merki um skattsvik.

Helgi Hjörvar í spilltasta stjórnmálaflokki landsins fyrr og seinna fullyrti ranglega að "við vitum" að fólk væri með banka­reikn­inga í öðrum heims­álf­um til að fela peninga eða kom­ast undan skatt­i. Það var lygi.

Elle_, 30.3.2016 kl. 22:38

7 identicon

Ómar Ragnarsson veit greinilega af hvaða hvötum þessi umræða er sprottin, og reynir því að veiku megni að sannfæra fólk um að hér sé ekki öfund og illkvittni sem ræður för.

Slúðurberar, já, líka slúðurberarnir á Ríkisútvarpinu, vita að Sjálfstæðismenn og forsætisráðherra eiga ekki krónu í skattaskjólum, en þeir halda samt uppi fádæma ógeðslegum málflutningi, í veikri von um að það geti snúið við pólitískri þróun, sem endar væntanlega með tímabæru dauðsfalli Samfylkingar og Vinstri grænna.

Það er náttúrulega slæm þróun fyrir Ómar, sem gekk inn í Samfylkinguna með Íslandshreyfinguna, með manni og mús. Ja... með Ómari og kannski einni mús, fleiri voru þar ekki innandyra held ég.

En, sumsé, eins og viðskiptasóðinn með skrautlegu fortíðina úr Arnarsson og Hjörvar, n.t.t. Helgi Hjörvar, þá snýst málið um framtíð í pólitík. Hvert á aumingja Hjörvar að fara, þegar Samfylking er dauð? Og hvar á Íslandshreyfingin að funda, þegar hún verður gjaldþrota með Samfylkingunni?

Vinstrimönnum hryllir við því, að við blasir enn eitt pólitíska kennitöluflakkið á vinstri vængnum.  Það er fyrst og fremst ástæða þess, að þeir reyna að pönkast á Sjálfstæðismönnum, sem ekki eiga krónu á aflandseyjum, og forsætisráðherra sem á konu sem á arf í útlöndum.

Ríkisútvarp vinstrimanna í Efstaleitinu spilar náttúrulega bara með sínu liði, og falsar og hannar fréttir fyrir eigendur sína. Við öðru er ekki að búast, enda er þetta móðir allra spillingarbæla.

Og annað, er fólk nokkuð búið að gleyma því, að gjaldkeri Samfylkingarinnar, sem á sannarlega fé í skattaskjólum, ólíkt Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum, bar hitann og þungann af efnahagsstefnu fyrstu hreinu vinstristjórnarinnar?

Er nokkur von um að fyrsta hreina og tæra vinstristjórnin segi af sér aftur í tímann? Til vara, að meðlimir hennar sjá sóma sinn í að halda kjafti?

Hilmar (IP-tala skráð) 31.3.2016 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband