Hvað gera þingmenn og ráðherrar, beinir þjónar fólksins?

Þingmenn eru í beinu trúnaðarsambandi við kjósendur sína og almenning í landinu, og þegar þeir verða ráðherrar verður það trúnaðarsamband enn mikilvægara.

Gjaldkeri stjórnmálaflokks er hins vegar ekki í slíku beinu trúnaðarsambandi við almenning. 

Engu að síður hefur Vilhjálmur Þorsteinsson sagt af sér vegna aflandsmáls sem tengist Luxemborg.

Það hefur margoft komið fram áður að í gegnum tengsl sín við CCP, sem keppir á alþjóðlegum markaði, og svipaða starfsemi, hefur Vilhjálmur fjárfest í Luxemborg.  

Seyselle-eyjar og Tortóla eru hins vegar talin mun meiri "skattaskjól" en Luxemborg, svo að ef þingmenn og ráðherrar fara að fordæmi Vilhjálms ættu þeir að segja af sér.

Og enn frekar ef þeir hafa árum saman leynt eignum sínum í þessum skattaskjólum.  

En eins og er rembast þeir eins og rjúpur við staura við að sitja sem fastast og bera af sér nokkrar siðferðilegar skyldur við kjósendur sína.


mbl.is Hættir sem gjaldkeri Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Og svör stjórnarliða við spurningum fréttamanna í kvöld voru Gosaleg.....

Ragna Birgisdóttir, 31.3.2016 kl. 00:31

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

http://vald.org/greinar/150326/

Ragna Birgisdóttir, 31.3.2016 kl. 00:35

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er merkilegt útspil hjá Samfylkingu.

Nú getur Samfylking sagt við stjórnarflokkana: "Okkar maður sagði af sér þó hann hefði ekki beinlínis gert neitt ólöglegt, strangt til tekið. Hvað ætlið þið þá að gera núna sem sitjið uppi með svartapétur?"

Popp og kók verður á innkaupalistanum næstu daga.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.3.2016 kl. 00:48

5 identicon

Nei hvur andskotinn, gjaldkeri í ólaunu starfi hjá flokki sem er varla til, hættir störfum þegar upp kemst að hann á peninga í skattaskjóli.

En hvað kemur það ráðherrum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem ekki eiga penininga á skattaskjólum?

Og að auki, er ekki full ástæða fyrir ríkisstjórnina, að stofna rannsóknarnefnd sem kannar hvort það hafi verið eðlilegt að helsti ráðgjafi ríkisstjórnar vinstrimanna hafi þagað um peningana sína í útlöndum, á meðan hann ráðlagði um stjórnun peningamála? Og er ekki full ástæða til að þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna, sem sátu á síðasta þingi, segi af sér vegna málsins?

Merkilegt hvað sú staðreynd, að ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eiga enga peninga í skattaskjólum, getur leitt af sér.

Hilmar (IP-tala skráð) 31.3.2016 kl. 05:58

6 identicon

Extra extra..... Stjórnarandstaðan krefst þess að stjórnin segi af sér, vegna þess að ráðherrar stjórnarinnar eiga enga peninga í skattaskjólum.

Það verður ekki logið upp á þess vinstri fábjána...

Hilmar (IP-tala skráð) 31.3.2016 kl. 06:02

7 identicon

Baldur Guðlaugsson var ekki í beinu trúnaðarsambandi við almenning.  Hann hefur greinilega gleymt að vísa til þess.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.3.2016 kl. 07:31

8 identicon

Nú getur Samfylking sagt við stjórnarflokkana: "Okkar maður sagði af sér þó hann hefði ekki beinlínis gert neitt ólöglegt, strangt til tekið. Hvað ætlið þið þá að gera núna sem sitjið uppi með svartapétur?"

Hvað ætli Vilmundur Gylfason segði við sinn gamla félaga núna?  "Þú hefur ekki beinlínis gert neitt ólöglegt, strangt til tekið."  :)

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.3.2016 kl. 08:22

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. Hér að ofan er tvívegis fullyrt að ráðherrar eigi enga peninga í skattaskjólum. Þetta er að sjálfsögðu stórfrétt og þvert ofan í alla umræðuna hjá þeim sjálfum.

Ómar Ragnarsson, 31.3.2016 kl. 08:37

10 identicon

Er það eitthvað nýtt?

þeir eiga enga peninga í skattaskjólum.  þannig er einfaldlega staðan hvort sem þér líkar betur eða verr.

Stebbi (IP-tala skráð) 31.3.2016 kl. 08:50

11 identicon

Ómar veit sem sagt betur en Bjarni, Ólöf og Sigmundur um þeira eigin fjármál.

Athyglisvert.

Bjarni hefur sagt að félagið sem hann keypti sig inn í hafi verið lagt niður fyrir mörgum árum, enda hafi verið hætt við fasteignakaupin sem félagið var stofnað til að sinna.

Ólöf hefur sagt að hætt hafi verið við að nota fyrirtækið sem sem stofnað var utanum hugsanlega verðandi eignir mannsins hennar, enda hafi eignirnar ekki komið til.

Sigmundur hefur sagt að konan hans hafi erft föður sinn en hann ekki tengdaföður sinn.

En Ómar veit semsagt betur. Má vel vera rétt enda stjórnmálamenn (hvar í flokki sem þeir standa) ekki þekktir af almennri sannsögli. En það væri sniðugt að Ómar ljóstri upp um heimildir sínar.

ls (IP-tala skráð) 31.3.2016 kl. 08:57

12 identicon

Ég hef hvergi heyrt eða lesið rökstuðning fyrir því að umræddar fjárhæðir séu í skattaskjóli.   Ef ég ætti milljón og kysi að geyma hana í banka á Tortola, Bresku Jómfrúareyjum, eða einfaldlega grafa hana í garðinum mínum, þá eru þeir peningar ekki í "skattaskjól1" nema ég gefi þá ekki upp til skatts.  Um það snýst málið, ekki satt??

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 31.3.2016 kl. 10:03

13 identicon

Fyrir hönd Ómars Ragnarssonar, þá get ég ljóstrað upp hvar hann sækir heimildir sínar. Það ku vera Pravda, Ríkisútvarp allra vinstrimanna, Efstaleiti 1, Reykjavík.

Hilmar (IP-tala skráð) 31.3.2016 kl. 10:52

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er nú leiðinlegt að Samfylkingin, Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn séu varla til, allir með svipað fylgi.

Þorsteinn Briem, 31.3.2016 kl. 12:17

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Félagið er ekki í Lúxemborg vegna skattahagræðis, heldur fyrst og fremst vegna krónunnar, gjaldeyrishafta og óstöðugleika íslensks efnahags- og stjórnmálaumhverfis.

Ef við værum í ESB og með evru væri engin ástæða að hafa svona félag annars staðar en á Íslandi.

Á hinn bóginn hefði það verið félaginu mjög erfitt, og nánast ómögulegt, að starfa eins og það gerir ef það hefði verið íslenskt félag undir íslenskum gjaldeyrishöftum.

Nógu erfið hafa höftin verið samt."

Vilhjálmur Þorsteinsson - Um meint "aflandsfélög" og "skattaskjól"

Þorsteinn Briem, 31.3.2016 kl. 12:28

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Eiríkur Elís Þorláksson lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir það ekki breyta neinu varðandi meint vanhæfi þó ráðherrann hafi unnið gegn hagsmunum konu sinnar."

"Þá skipti það heldur ekki máli að umræddar eignir séu séreign eiginkonunnar, vanhæfið, sé það til staðar, sé hið sama, enda sé hún það tengd honum að vanhæfisreglur eigi við um hann sem ráðherra."

"Eiríkur Elís segir að umræðan um málið hvað varði vanhæfið hafi verið á verulegum villigötum.

Þannig hafi aðstæður verið bornar saman við það að allir alþingismenn hefðu þá verið vanhæfir í sumum málum tengdum hruninu, til dæmis þegar ákveðið var að gera innistæður í bönkum að forgangskröfum.

Þessu sé gjörólíku saman að jafna við mál forsætisráðherra. Hæfisreglur varðandi alþingismenn séu af allt öðrum toga.

Þannig verði alþingismenn aðeins vanhæfir í málum þar sem um er að ræða fjárveitingar til þeirra sjálfra."

"Eiríkur Elís bendir á að forsætisráðherra væri því ekki vanhæfur til að fjalla um málið sem alþingismaður.

Hins vegar hafi hann gert það sem forsætisráðherra og þar gildi hæfisreglur stjórnsýslunnar sem séu miklu strangari en hæfisreglur alþingismanna og svipi hæfisreglum sem gilda um ráðherra raunar til hæfisreglna dómara."

"Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra eru hjón samsköttuð óháð því hvort annað hjónanna á eignir en hitt ekki. Þau séu sameiginlega ábyrg gagnvart skattayfirvöldum."

Þorsteinn Briem, 31.3.2016 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband