Einleikur, - hefur málað sig út í horn.

Í dag höfum við verið vitni að einstæðum einleik forsætisráðherra sem rúinn öllu trausti bæði hér á landi og um allan heim, gerir ekki svo lítið að ræða við eigin þingflokk né heldur samstarfsflokksins áður en hann hyggst beita ímynduðu valdi sínu algerlega upp á eigin spýtur til að berja bæði þessa þingflokka til hlýðni, heldur krefst þess af forseta Íslands að hann samþykki þennan einleik. 

Þingflokkarnir og forsetinn frétta af fyrirætlunum á facebook síðu SDG. 

Hann kemur á fund forsetann með ekkert í höndunum nema þann einbeitta vilja að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga.

Margfalt og langvarandi vanmat hans á stöðu sinni ríður ekki við einteyming og með þessum einleik sínum hefur hann endanlega málað sig út í horn.

 

Hann áttar sig ekki á mismun stöðu hans nú og þeirra Ólafs Jóhannessonar 1974 og Tryggva Þórhallssonar 1931, og því síður á þeirri breytingu sem 24. grein stjórnarskrárinnar olli þegar hún var sett 1991.

Því fer hann verðskuldaða sneypuför til Bessastaða og segir "bless, bless" í útgöngunni.

Allt er þegar þrennt er.

Fyrst gekk hann út úr viðtalinu 11.mars og síðan gekk hann út úr viðtalinu við Ólaf Ragnar með orðunum "bless, bless."

Nú er að fullkomna þrennuna og ganga út úr forsætisráðuneytinu og finna sér önnur störf.    


mbl.is Veitti ekki heimild til þingrofs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Oft var nauðsyn, nú er þörf,
negldur er á krossinn,
jörðin geymir jákvæð störf,
Júdas gaf þar kossinn.

Þorsteinn Briem, 5.4.2016 kl. 14:03

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

http://sidblinda.com/

Ragna Birgisdóttir, 5.4.2016 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband