Engum manni er Kári líkur.

"Engum manni er Kári líkur" voru orð að sönnu þegar þau voru sögð fyrir þúsund árum. 

Og sama má segja um Kára Stefánsson, eina Íslendinginn sem komist hefur á lista yfir 100 áhrifamestu læknavísindamenn heims. 

Það blés ekkert sérlega byrlega í upphafi fyrir undirskriftasöfnuninni, sem hann hratt af stað til stuðnings heilbrigðiskerfiinu, en nú liggur einstæður árangur hennar fyrir.

Mörgum fannst Kári tala djarflega þegar hann skoraði í blaðagrein á Sigmund Davíð Gunnlaugsson að segja af sér, en engu að síður gerðist það undra skömmu síðar.  


mbl.is Afhendir 86.729 undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kári þarf núna að skora á Davíð Oddsson að gefa kost á sér til forseta því þá verður fjör í höllinni.

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 30.4.2016 kl. 12:41

2 identicon

"....eina Íslendinginn sem komist hefur á lista yfir 100 áhrifamestu læknavísindamenn heims."

Hvað áttu við með þessu Ómar? Hvaða áhrif ertu að tala um, kannski Gene therapy? Staðreyndin er sú að rannsóknir deCode genetics (ÍE) hafa ekki leitt til neinnrar lyfjaþróunar. Zero. Núll árangur. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.4.2016 kl. 14:01

3 identicon

Kári komst á lista "100 men and women whose power, talent or moral example is transforming the world." hjá TIME árið 2007.

Hábeinn (IP-tala skráð) 30.4.2016 kl. 17:12

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erfðagreining greinir skríl,
getur til um líkur,
þolir ekki vol og víl,
voða Kári ríkur.

Þorsteinn Briem, 30.4.2016 kl. 17:50

5 identicon

Kári minnir mig reyndar talsvert á Guðnýju Guðbjörnsdóttur Kvennalistakonu.  Hún sagði frá því í viðtali einhvern tímann að helsti munurinn á henni og foreldrum hennar væri sá að hún væri náttúrulega miklu meira menntuð.

http://www.frettatiminn.is/islendingar-eru-ad-verda-vitlausari-nidurstodur-ur-storri-rannsokn-vaentanlegar/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.5.2016 kl. 10:46

6 identicon

Ég myndi nú vilja fá nánari upplýsingar um hvar Kári geymir peningana sína, hvað varð um alla peningana sem hann sveik út úr hundruðum íslendinga fyrir ekki svo löngu. 

steinunn (IP-tala skráð) 1.5.2016 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband