Mun Davíð höggva í fylgi Ólafs Ragnars?

Fjögurra blaðsíðna lofgrein Hannesar Hólmsteins um Davíð Oddsson fyrir viku kann nú að virðast sem framboðsbæklingur hans.

Hluti af fylgi Ólafs Ragnars Grímssonar síðustu ár hefur líklega falist í gömlum stuðningsmönnum Davíðs sem þrá öfluga reynslubolta sem helstu ráðamenn þjóðarinnar.

Ef Davíð gengur vel, kann þetta fólk að kjósa hann frekar en Ólaf Ragnar og minnka þar með möguleika Ólafs Ragnars á endurkjöri.

Davíð er sammála því sem komið hefur fram hjá öðrum frambjóðendum, að 24 ára seta Ólafs Ragnars sé of mikið, og mun bjóða sig fram sem ekki síðri reynslubolta en Ólaf Ragnar.

Nú er spurningin hvort þeir Ólafur Ragnar og Davíð muni soga svo til sín alla athygli í kosningabaráttunni að það bitni á öðrum frambjóðendum, - eða - hvort einmitt eins konar hanaslagur þeirra í gamla stílnum muni flýta fyrir óhjákvæmilegum kynslóðaskiptum á Bessastöðum.

Hið síðarnefnda getur allt eins orðið niðurstaðan.


mbl.is Davíð býður sig fram til forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Menn vita nú alveg hvaða mann DO hefur að geyma - Hann hefur ekki áhuga á forsetaembættinu, en að fella ÓRG....Þar klárar hann einhver inniri óuppgerð mál og hefndarþorstinn er mikill.

Már Elíson, 8.5.2016 kl. 13:02

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Á ekki lagið "það er enginn leið að hætta" vel um þá DO og ÓRG???

Sigurður I B Guðmundsson, 8.5.2016 kl. 13:24

3 identicon

Davíð mun gera Guðna sigurinn auðveldari. Fylgi Davíðs mun nánast eingöngu koma frá Ólafi. Og jafnvel þó að Ólafur hætti við að hætta við að hætta þá fer aðeins hluti af fylgi hans til Davíðs.

Guðni gæti fengið meirihluta atkvæða þrátt fyrir marga frambjóðendur. Það hefur aldrei gerst áður hjá þeim sem er ekki sitjandi forseti. Kristján Eldjárn fékk meirihluta en þá voru aðeins tveir í framboði.

Ég spái því að Ólafur hætti og að úrslitin geti orðið eitthvað á þessa leið: Guðni 52%, Andri Snær 24%, Davíð 15%, Halla 6%, aðrir samtals 3%.

Ómerkileg og óvægin kosningabarátta af hálfu Davíðs og stuðningsmanna hans gæti þó sett strik í reikninginn. Þjóðin virðist því miður svolítið veik fyrir slíku.

Ég hallast þó frekar að því að Davíð eigi sér ekki viðreisnar von eftir þátt hans í hruninu. Tilraunir hans til að endurskrifa söguna sem ritstjóri mbl hafa svo gert illt verra. Einnig barátta hans fyrir ókeypis kvóta til útgerðarmanna. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.5.2016 kl. 14:07

4 identicon

Ef Davíð er gamla Ísland þá er Guðni gamla Evrópa.      

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.5.2016 kl. 14:24

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjölmargir hægrimenn, sem lengi hafa djöflast gegn Ríkisútvarpinu, hafa mestan áhuga á að starfa hjá íslenska ríkinu, Reykjavíkurborg, þeirra stofnunum og fyrirtækjum.

Þannig var til að mynda Davíð Oddsson á launaskrá Reykjavíkurborgar og ríkisins þar til hann hrökklaðist út i Móa og Friðrik Sophusson var forstjóri Landsvirkjunar, ríkisfyrirtækis sem íslenskir hægrimenn mæra í bak og fyrir.

Þorsteinn Briem, 8.5.2016 kl. 16:37

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í mykju berjast mórar tveir,
margra vænkast hagur,
hjólgraðir sem hrútar þeir,
hefst nú leðjuslagur.

Þorsteinn Briem, 8.5.2016 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband