Hvers vegna líðst þessi "hefð" ofbeldis endalaust?

Hlutfallslega fámennir en harðsnúnir hópar stuðningamanna tveggja knattspyrnuþjóða hafa komið nokkur konar hefð á það að þeir geti beitt hundruð þúsunda friðsamra áhorfenda og áhugafólks um knattspyrnu því ofbeldi, sem felst í því athæfi, sem fótboltabullurnar svonefndu hafa fengið að stunda áratugum saman sem eins konar hefð í tengslum við þessa vinsælustu íþrótt heims.

Í landi hefðanna, Bretlandi, hefur þetta ástand verið ein af hefðunum, því að enginn raunverulegur vilji virðist vera fyrir því að taka í taumana.

Nú hlýtur að vera komið að því að eitthvað róttækt verði gert í þessum málum.

Þetta gengur ekki lengur.  


mbl.is Enn læti í enskum stuðningsmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Byssur eru sem sagt ekki vandamálið eins og Obama vill meina?  Eru boltar vandamálið?  Er kannski bara að sjóða upp úr?  Þá þurfa náttúrulega einhverjir búrókratar að kokka upp einhverja róttæka lausn.  Mega þeir ekki bara ákveða úrslit leikjanna?  Svona eins og í Eurovision?  Þá þarf fólk ekki einu sinni að hafa fyrir því að mæta til að horfa á leikinn.  Málið dautt.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.6.2016 kl. 09:21

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Hefur Obama einhversstaðar sagt að byssur séu aðalvandamálið einar og sér? Er hann ekki að tala um að breyta byssulöggjöfinni í USA og aðkomu fólks í að eiga byssur? Vita ekki allir með hausinn í lagi að á bakvið skot úr byssu er manneskja sem stjórnar gjörningnum. Sama bullið þegar að talað um að bankarnir steinsteypukubbaldar ráði vöxtum í bankakerfinu. Það eru mannanna verk eins og sæmilega greindir menn og konur ættu að vita.foot-in-mouth

Ragna Birgisdóttir, 13.6.2016 kl. 13:13

3 identicon

Af hverju eru Bandaríkin að senda þungavopn til Evrópu?  Hvað er eiginlega að gerast í hausnum á Obama?  Veit hann ekki hvernig vopnin virka?  Er hann undir meðalgreind?  

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/06/23/senda_thungavopn_til_evropu/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.6.2016 kl. 13:28

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Geðhjúkrunarfræðingur og kokkur í fangelsi

Þorsteinn Briem, 13.6.2016 kl. 17:25

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 Er nefnilega dáldið furðulegt að sjá þetta.

Eg hef nu fylgst með ýmsum stormótum í fótbolta, - og ég er hissa á að sjá stærðargráðuna í þessum óeirðum.  Rígfullorðnir karlmenn látandi eins og hálfvitar.

Það er miklu meiri umfjöllun um þetta víða í erlendum fjölmiðlum heldur en hér.  Td. á Sky News þar sem kom vel fram, að mínu mati, að algjört stjórnleysi virtist ríkja kringum England vs. Rússland leikinn, - m.a. slagsmál og óeirðir inná sjálfum leikvanginum!  Eg ætlaði ekki að trúa því þegar ég sá það.  Sko núna, 2016.   Ég man bara ekki eftir að hafa séð svona á stórmótum.  Ekki inná leikvanginum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.6.2016 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband