Mikill munur á hátíðarræðum.

Fyrir þremur árum flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, hina fyrstu af sínum þremur þjóðhátíðarræðum.

Ræðan skóp tilefni til bloggpistlaskrifa og skrifa bókar hjá mér vegna þeirrar fullyrðingar SDG að í okkar landi hefði aldrei verið nein stéttaskipting né sami mismunur á kjörum fólks og í öðrum löndum.

Ég hef aldrei, fyrr né síðar, fengið jafn sterk viðbrögð á bloggskrif hjá mér, því að glansgylling forsætisráðherrans fór yfir öll mörk.

Ég rakti hve stutt væri síðan að afi minn var í raun þræll húsbónda síns, fór gangandi og óð yfir óbrúuð vatnsföll allt austan úr Skaftafellssýslu vestur í Garð á Suðurnesjum, hætti þar lífi sínu í vosbúð og kulda á vertíð, og gekk síðan til baka austur til að færa húsbónda sínum afraksturinn og þiggja í staðinn húsnæði og fæði.

Ég rakti það hvernig amma mín var í raun seld sjö ára gömul frá Hólmi í Landbroti austur yfir Skeiðarársand sem vinnuhjú og faðir hennar leiddi belju til baka í skiptum fyrir dóttur sína.

Í bloggskrifunum og í bókinn Manga með svartan vanga - sagan öll, rakti ég sögu Margrétar Sigurðardóttur, húskonu, niðursetnings og förukonu á bænum, þar sem ég var í sveit, sem þráði frelsi en var í raun í ánauð lengst af ævi sinni.

"Það er ekki lengra síðan" var meginþráðurinn hjá mér, og í bloggpistlinum var minnt á ölmusubiðraðir fátæks fólks fyrir hver jól, sem er skammarblettur á þjóðinni.  

Nú ber svo við að núverandi forsætisráðherra heldur hina ágætustu þjóðhátíðarræðu af allt öðrum toga, sem er á allt öðrum og þekkilegri nótum en ræður forvera hans voru.

Ég játa, að mér fannst Sigurður Ingi Jóhannsson ekki standa sig vel þann stutta tíma sem umhverfisráðherra, en mér finnst hann á hinn bóginn hafa vaxið mikið í embætti forsætisráðherra og bera með sér allt annan og betri þokka sem stjórnmálamaður en forveri hans.

Ræða hans í dag var hófstillt, yfirveguð og orð hans mælt af ólíkt meiri skilningi og raunsæi en tíðkast hefur í þjóðhátíðarræðunum undanfarin ár.  

Væri gott ef Framsóknarmenn skoðuðu vel sinn gang varðandi þann, sem leiða á flokkinn í næstu kosningum.


mbl.is Hátíðarhöld í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

orð og athafnir eiga að fara saman. en allir þurfa að semja í stjórnmálum líka sigurður. er ósamála ómari um að sigurður hafi staðið sig ílla sem umhverfisrráðherra. fór að mestu eftir reglunum hafði samráð við fyrverandi formann umhverfisnemdar mörð árnasson sem aðrir svokallaðir umhverfisrráðherrar tóku ekkert tilit til og stunduðu hugsuninna ég vil.ég gétt ég ræð. ég framhvæmi. það var ekki stjórnunarstíll sigurðar. það má seigja að hann sé of mikkil málamiðlunarmaður. kanski þurfum við svoleiðis menn nú um stundir hver veit hvernig sagan dæmir sigurð 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 18.6.2016 kl. 07:23

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Segjum að hann hafi getað staðið sig betur sem umhverfisráðherra því að hitt er aðalatriðið hve hann hefur verið miklu betri sem forsætisráðherra.

Ómar Ragnarsson, 18.6.2016 kl. 11:17

4 identicon

þar sem það var 17.juní í gær. skal ég viðurkenna að sigurður stendur sig betur sem forsetisrráðherra en umhverfisrráðhera sigmundur stóð sig ekki vel í starfi enda reinslu lítill í starfi.  vonandi lærir sigmundur af sínum mstökum. en breitir því ekki að sagan mun dæma sigurð það er sigurvegarin sem skrifar söguna yfirleit. 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 18.6.2016 kl. 13:21

5 identicon

Dæma skyldi menn af samkvæmni orða þeirra og athafna. Með þann mælikvarða að leiðarljósi fær þessi forsætisráðherra sömu falleinkunn og fyrirrennari hans. Fögur fyrirheit eru merkingarlaus ef hugur fylgir ekki máli. Þetta virðist einkenna Framsóknarflokkinn þessi misserin.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 18.6.2016 kl. 14:53

6 identicon

no. 5. baldur;  sá er sindlaus er kasti fyrsta steininum stendur í biblíjuni. gét ekki séð nokkurn stjórnmálafokk standa við það sem hann seigir skildi baldur vera sindlaus. eilífar málamiðlanir. ég er ekki ánægður með minn flokk nú um stundir.enda í vinstri armi framsóknar. sem virðist ekki vera ráðandi í flokknum nú um dtundir 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 18.6.2016 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband